Víkurfréttir - 12.11.2015, Qupperneq 1
vf.is
Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin
virka daga kl. 09-17
Auglýsingasíminn
er 421 0001
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 • 44. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
Nýr& betri opnunartími
Virka daga 9-20 Helgar 10-20
Nettó reykjaNesbæ
ATH!
NÝR OG BETRI
OPNUNARTÍMI
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
Virka daga
Helgar
10:00 – 19:00
10:00 – 18:00
- alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA
VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR
ALLA FIMMTUDAGA
KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS
Níu ára
í úrslitum
jólastjörnu
Björgvins
Fá afleiðingar
umferðarslyss
beint í æð
Í KVÖLD KL. 21:30
Á ÍNN OG VF.IS
Hvernig verður
listsýning til?
Yfir hundrað þættir frá upphafi!
Á sparkvöllum við Akur-skóla í Reykjanesbæ, við
Grunnskólann í Sandgerði
og við Grunnskólann í Garði
er dekkjakurl, af þeirri teg-
und sem Læknafélag Íslands
ályktaði árið 2010 að geti
verið heilsuspillandi. Fram
kom í ályktun félagsins að full
ástæða sé til að hafa sérstakar
áhyggjur af leik barna á slíku
undirlagi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjanesbæ hefur verið ákveð-
ið að leggja til við gerð fjár-
hagsáætlunar Reykjanesbæjar
árið 2016 að gúmmíkurlinu á
sparkvelli við Akurskóla verði
skipt út í næstu viðhaldsfram-
kvæmdum. Að sögn Jóns Ben
Einarssonar, sviðsstjóra um-
hverfis-, skipulags- og bygg-
ingamála í Sandgerði og Garði
er verið að skoða málið hjá
sveitarfélögunum. Ekki liggur
fyrir hvað verði gert en að vel sé
fylgst með umræðunni.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þing-
maður Framsóknarflokks í
Suðurkjördæmi er meðal flutn-
ingsmanna tillögu á alþingi
um að notkun gúmmíkurls úr
dekkjum verði bönnuð á leik-
og íþróttavöllum. Hún segir
mikilvægt að Reykjanesbær
bregðist skjótt við og fjarlægi
dekkjakurlið við Akurskóla.
„Mér finnst að bæjaryfirvöld
í Reykjanesbæ ættu að sýna
ábyrgð í verki og skipta eitraða
kurlinu út strax við Akurskóla
og ekki bíða eftir afgreiðslu rík-
isvaldsins. Börnin eiga alltaf að
njóta vafans,“ segir hún.
Á vef Reykjanesbæjar kemur
fram að málið haf i verið
skoðað. Viðræður við Heil-
brigðiseftirlit Suðurnesja hafi
leitt í ljós að ekki sé ástæða til
að aðhafast meira í málinu að
svo stöddu. Þá kemur fram að
álit Heilbrigðiseftirlits Suður-
nesja byggi á rannsóknarskýrslu
Mengunar varnastof nunar
danska umhverfisráðuneytisins
frá árinu 2008 þar sem meðal
annars kemur fram að gúmmí-
kurl úr bíldekkjum valdi hvorki
skaða við innöndun rykagna
úr kurlinu, nema fyrir fólk sem
er viðkvæmt í öndunarfærum,
né verulegum skaða fyrir um-
hverfið, svo sem mengunar
grunnvatns. Í skýrslunni er
vísað til svissneskrar, franskrar
og þýskrar rannsóknar sem
sýna sambærilegar niðurstöður
sem að mati Reykjanesbæjar
þykir ekki ástæða til að rengja.
„Við höfum ekkert annað í
höndunum en þessa skýrslu og
samkvæmt henni er ekki talin
sérstök ógn af þessu gúmmí-
kurli. Hins vegar er gert ráð
fyrir að þessu sé skipt út þegar
þar að kemur og þar spila ekki
síður inn í umhverfisáhrif,“
segir Magnús H. Guðjónsson
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Suðurnesja.
Þórarinn Guðnason hjarta-
læknir bar upp ályktun um
dekkjakurl á aðalfundi Lækna-
félags Íslands árið 2010. Í
ályktuninni kemur meðal ann-
ars fram að í dekkjakurli séu
krabbameinsvaldandi efni og
önnur eiturefni sem geti verið
hættuleg fyrir börn og aðra
iðkendur íþrótta á gervigras-
völlum.
Skoða að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum
Reykjanesbær bendir á gögn sem segja að kurlið sé ekki hættulegt. Læknar eru ósammála.
Þingmaður segir að bærinn eigi að skipta kurlinu strax út.
Ungir knattspyrnukappar við
leik á vellinum við Akurskóla.