Víkurfréttir - 12.11.2015, Síða 23
23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015
Eyþór Sæmundsson // pósturu eythor@vf.is
Jónas Guðni
hugsanlega á heimaslóðir
XuKeflvíkingar hafa átt í viðræðum við miðjumann-
inn Jónas Guðna Sævarsson sem lék með Keflvík-
ingum upp alla yngri flokka og á árunum 2002-2007
með meistaraflokki. Hann hefur síðan leikið með KR
og sem atvinnumaður í Svíþjóð.
Yngsti bróðir Jónasar, Fannar Orri, leikur með Keflavík
en hann er 18 ára og þykir mikið efni. „Það væri gaman
að spila með litla bróður. Það kemur í ljós í framtíðinni
en ég á eitt ár eftir af samningi mínum við KR.“ Þannig
að þú lokar ekkert hurðinni á endurkomu á heima-
slóðir? „Maður gerir það aldrei, það er ekki hægt að
gera það,“ sagði Jónas í samtali við VF í fyrra. Jónas er
samningslaus og samkvæmt frétt Vísis eru Keflvíkingar
búnir að ræða við hann á meðan hann hefur gefið
öðrum liðum afsvar.
Már með nýtt
Íslandsmet
Frábær árangur NES
á Íslandsmótinu í
sundi
Xu S u n d l i ð
NES átti frábærum
árangri að fagna
þegar Íslandsmót
ÍF í sundi fór fram
í 25 metra laug um
helgina. Már Gunn-
arsson úr NES gerði
sér lítið fyrir og setti
nýtt Íslandsmet í 400
metra skriðsundi
þar sem hann synti
á 4.58. mínútum.
Flestir keppendur
frá NES nældu sér í
medalíu á mótinu og
voru að bæta tímana
sína. S annarl ega
glæsilegur árangur.
Gunnar er kominn heim
XuMiðjumaðurinn Gunnar Þorsteinsson skrifaði
undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt
Grindavík eftir að hafa leikið með ÍBV síðustu þrjú
tímabil í Pepsi-deildinni.
Gunnar er 21 árs miðjumaður sem hefur leikið 56 leiki
í Pepsi-deild og 11 bikarleiki og skorað 2 mörk. Gunn-
ar lék með Grindavík í yngri flokkum en var í tvö ár í
unglingaliði Ipswich Town áður en hann fór í ÍBV.
Sigur í fyrsta bikarmóti vetrarins
XuTaekwondolið Keflavíkur sigraði í heildarstiga-
keppninni á fyrsta bikarmóti vetrarins sem haldið
var í Sandgerði um helgina. Ármenningar voru í öðru
sæti aðeins hársbreidd frá sigrinum og því greinilegt
að það verður hörkubaráttu um bikarmeistaratitilinn.
Samanlagður árangur þriggja móta gildir til titilsins.
Svanur Þór Mikaelsson úr Keflavík var valinn kepp-
andi mótsins í karlaflokki.
Arnór, Elías og Ingvar í A-landsliðið
XuÞeir Arnór Ingvi Traustason, Ingvar Jónsson og
Elías Már Ómarsson eru meðal leikmanna sem taka
þátt í æfingaleikjum A-landsliðsins í knattspyrnu á
næstunni. Hópurinn mun leika gegn Pólverjum og
Slóvökum í nóvember. Ingvar og Elías hafa fengið
tækifæri í æfingaleikjum landsliðsins áður en Arnór
er að fá sitt fyrsta tækifæri eftir frábært tímabil í
Svíþjóð þar sem hann var lykilmaður í meistaraliði
Norrköping. Hann hafði verið valinn áður en gat ekki
leikið sökum meiðsla.
Keflvíkingar eignuðust Ís-
landsmeistara í stökkfimi
XuFimleikadeild Keflavíkur eignaðist tvo Ís-
landsmeistara í stök kfimi um liðna helgi.
Í A-flokki 12-13 ára varð Lovísa Andrésdóttir Íslands-
meistari á dýnu og Thelma Rún Eðvaldsdóttir hlaut
annað sætið, ásamt því að ná öðru sætinu í saman-
lögðum árangri. Í sama flokki varð Andrea Dögg
Hallsdóttir í öðru sæti á trampolíni. Í B-flokki 14-15
ára varð Tanja Ýr Ásgeirsdóttir í þriðja sæti á dýnu. Í
A-flokki 14-15 ára hlaut Alma Rún Jensdóttir Íslands-
meistaratitil á trampolíni og í samanlögðum árangri
ásamt því að ná öðru sætinu á dýnu. Í opnum flokki
16 ára og eldri hlaut Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir
Newman annað sæti á dýnu, trampolíni og í saman-
lögðum árangri.
- alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA
VIKULEGUR
MAGASÍNÞÁTTUR
FIMMTUDAGA
KL. 21:30
Á ÍNN OG VF.IS
Níu ára
í úrslitum
jólastjörnu
Björgvins
Fá afleiðingar
umferðarslyss
beint í æð
KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS
HORFÐU
í KVÖLD
Hvernig verður
listsýning til?
Yfir hundrað
þættir frá upphafi!
ATVINNA
TG RAF Í GRINDAVÍK ÓSKAR EFTIR RAFVIRKJA TIL STARFA
JÁKVÆÐNI - ELDMÓÐUR - TRAUST - FRAMSÆKNI - FAGMENNSKA
TG raf er framsækið fyrirtæki í örum vexti og leggur metnað í að
vera leiðandi í þjónustu við sjávarútveginn.
Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að skila verkum
sem starfsmenn TG raf geta verið stoltir af.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í fjölbreytt starf í
skiparafmagni og þjónustu við höfn, fiskvinnslur og verksmiðjur.
Hæfniskröfur:
- Menntun á sviði rafvirkjunar.
-Reynsla í rafvirkjun.
- Reynsla í skiparafmagni er kostur.
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og áreiðanleiki.
- Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum.
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á tgraf@tgraf.is fyrir 23. nóvember 2015.
Auglýsingasími
Víkurfrétta er 421 0001
www.vf.is/ithrottir