Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.12.2015, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 10.12.2015, Qupperneq 6
6 fimmtudagur 10. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Þið eruð sætasta stelpan á ball- inu, þegar kemur að þessari ferðamannasprengju. Tækifærin á Suðurnesjum eru gríðarleg, af öllum toga í ferðamannaiðnað- inum,“ segir Skúli Mogensen, eigandi Wow air flugfélagsins í viðtali við VF en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu At- vinnurþróunarfélagsins Heklu- nnar í Hljómahöll í síðustu viku. Umræðuefnið var framtíð og möguleikar Suðurnesja. Skúli hefur byggt upp flugfélagið á stuttum tíma og náð mjög góðum árangri en hann segir að menn séu einhvern veginn ekki að viður- kenna þá öru þróun sem er í ferða- þjónustunni og ekki nógu hröð viðbrögð við stækkun og breytingu Keflavíkurflugvallar hafi meðal annars komið niður á stækkun Wow félagsins fyrstu tvö árin. „Ég hef sagt að þetta sé okkar stærsta tækfæri. Við höfum bara ekki þorað að trúa þessari öru þróun. Þess vegna hefur fjárfest- ingin og uppbyggingin ekki verið í réttum takti. Þá finnst mér þessi umræða um tilveru og framtíð Keflavíkurflugvallar á villigötum. Keflavíkurflugvöllur er framtíðar- völlur landsins og verður það. Það er enginn tími til að efast um það. Framtíðaruppbygging liggur fyrir í masterplani og það þarf að byrja strax á framkvæmdum, hefði þurft í raun að vera í gær. Það virðist ekki vera einhugur um málið og því óttast ég að tímaáætlun muni ekki standast.“ Skúli segir mjög mikilvægt að hagsmunir í þessu máli séu allt að 200 milljarðar króna og því mjög brýnt að settur sé saman samstarfs- hópur sem tækli þetta mál svo það gangi eins og þarf. Aðalmarkmiðið á að vera að stækka kökuna og þrátt fyrir að það sé samkeppni milli að- ila er mikilvægt að allir sameinist undir einu flaggi um að styrkja inn- viðina og byggja upp. Það munu allir græða á því. 80% tengifarþegar sem þarf að ná betur til Skúli segir að uppbygging flug- félagsins byggist að mestu á far- þegum sem noti Ísland sem stoppi- eða tengistöð en um 80% farþega séu slíkir. Heimamenn þurfa að nýta sér tækifærin í kringum það, m.a. með því að fá þessa farþega til að stoppa lengur. Fjölgun áfanga- staða Wow snúist um að ná betur til 80% hópsins en ferðamanna- aukningin til og frá Íslandi muni samfara þessu aukast en hún nemur um 20% af heildarkökunni í dag. Skúli fæddist í Keflavík og móður- fjölskyldan hans er þaðan. Föður- fjölskyldan frá Selfossi. „Þetta er svaka kokteill,“ sagði hann og hló en varðandi framtíðina sagði hann Suðurnesin í algerri sérstöðu. „Starfsþörfin verður gríðarlega mikil á Suðurnesjum á næstu árum, svo nemur þúsundum. Þið eruð eins og ég segi: Sætasta stelpan á ballinu, í þessum ferða- mannaiðnaði. Svo er einnig fleira í pípunum á Reykjanesi í öðrum greinum.“ Skúli sagði að efla þyrfti sam- göngur um allt land en ekki síst á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og dæmið um hraðlestina ætti að skoða betur. Það myndi styrkja svæðið til framtíðar sem þyrfti á miklu starfsfólki að halda í náninni framtíð. Það gæti komið frá höfuð- borgarsvæðinu og nágrenni og þá skiptu góðar samgöngur miklu máli. Hraðlest myndi vera góður þáttur í flæði til og frá svæðinu bæði fyrir ferðamenn og vinnu- markaðinn. Þá myndi það hafa góð áhrif á húsnæðismál. „Ég held að það þróunin á vinnumarkaði verði meiri á þann veg á næstunni að fólk muni sækja til Suðurnesja en öfugt og þannig verði enn meiri fólksfjölgun. Það verði eftirsóknar- vert að sækja vinnu þangað vegna þessara miklu tækifæra sem eru á svæðinu.“ Stóriðja ekki í framtíð Íslands Skúli hefur ekki leynt þeirri skoðun sinni að hann er ósáttur við stefn- una í stóriðjumálum. Hún eigi ekki heima í framtíð Íslands, bæði hvað varðar tengingu við ferða- þjónustuna og einnig viðskiptalegs eðlis. Uppbygging hafi gengið vel á undanförnu árum án hennar. Hann sagði að það væri mikilvægara að efla nýsköpun og verðmætaaukn- ingu og nefndi sem dæmi um það í ferðaþjónustunni eigið fyrirtæki, Wow, hefði ekki verið til fyrir fimm árum og Bláa Lónið fyrir tuttugu árum. Samtals verði þessi tvö fyrirtæki með um eitt þúsund starfsmenn á næsta ári. Wow hefði byrjað með tvær flugvélar árið 2012 en á næsta ári, 2016 verði þær orðnar tíu, þar af þrjár breiðþotur og árið 2017 verði vélarnar orðnar fimmtán, farþegafjöldinn með Wow orðinn 2,5 milljón og veltan 55 milljarðar króna. PÁLL KETILSSON RITSTJÓRNARPISTILL Skúli ekki að skafa utan af því! Hann var ekki að skafa utan af hlutunum hann Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins á fundi um stöðuna á Suðurnesjum í Hljómahöllinni í síðustu viku. Skúli fór mikinn og sagði að Suðurnesin væru sætasta stelpan á ballinu þegar kæmi að ferðaþjónustunni. Suðurnesin væru mest spennandi svæðið á Íslandi á næstu árum. Þá yrðu Íslendingar að fara að viðurkenna og þora að meðtaka þá svakalega hröðu þróun sem á sér stað í ferðaþjónustunni. Nú þegar væri tregða í því búin að koma niður á vexti Wow. Það er óhætt að segja að það hafi komið meðvindur með kappanum á fundinum fyrir heimamenn sem núna eru í allt ann- arri stöðu en fyrir tveimur árum síðan. Skúli benti til dæmis á það að Wow hefði ekki verið til fyrir fimm árum en yrði komið með 800 starfsmenn árið 2017 og að Bláa lónið væri heldur ekki mjög gamalt fyrirtæki og væri með um 400 starfsmenn. Þessi fyrirtæki hafi orðið til án nokkurrar aðkomu opinberra aðila sem hefðu hins vegar hjálpað mikið til í uppbyggingu stór- iðju sem hann sagði á villigötum og algera tímaskekkju. Talandi um stóriðju þá er óhætt að segja að það hafi verið mikil vonbrigði hvað þátttaka var lítil í íbúakosningu um mál- efni kísilvers Thorsils í Helguvík. Um 900 manns tóku þátt en 2800 skrifuðu á undir- skriftalista um að fram færi kosning. Þetta er ráðgáta og er óhætt að segja að það sé frekar fátt um svör frá þeim sem létu hæst í þessu máli. Þá eru þetta líka vonbrigði þegar horft er til íbúalýðræðis að þátttaka í rafrænni kosningu hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Það þarf virkilega að skoða hvað hafi komið í veg fyrir þátttöku. Var þetta of flókið eða var áhugi fólks bara ekki meiri? Vonbrigði á alla kanta. Ofan í þetta koma svo tíðindi úr splunkunýrri skoðana- könnun í Reykjanesbæ um viðhorf fólks til iðnaðaruppbyggingar í Helguvík. Yfir 70% sögðust hlynnt uppbyggingunni. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug- lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Fjölmenn ráðstefna Heklunnar um framtíðarmöguleika Reykjanessins og stöðuna í dag: Gríðarleg tækifæri á Suðurnesjum XXÞað búa gríðarlega mörg tæki- færi á Suðurnesjum og þau þarf að virkja. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjölmennri ráðstefnu Heklunnar, atvinnu- þróunarfélags Suðurnesja sem haldin var í Hljómahöll sl. fimmtudag. Þar var fjallað um stöðuna á Suðurnesjum í dag, tækifærin og þær hindranir sem þarf að hafa í huga en yfir- skrift ráðstefnunnar var: Hver er staðan? Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður skoðunarkönnunar sem HN markaðssamskipti hafa unnið fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum á ímynd Reykja- ness og vinna sem framundan er í bættri ímynd svæðisins í sam- starfi við sveitarfélög og fyrirtæki með stuðningi frá Sóknaráætlun Suðurnesja. Þeir sem fluttu erindi voru Skúli Mogenssen framkvæmdastjóri Vow air sem lagði áherslu á upp- byggingu á Keflavíkurflugvelli til framtíðar, Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Codland sagði frá nýsköpun í sjávarútvegi þar sem stefnt er að 100% nýtingu þorksins, Kristján Ásmundsson skólameistari FS sagði frá áskor- unum í tengslum við starfs- og iðnám á Suðurnesjum og Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafull- trúi Bláa Lónsins sagði frá mikil- vægi mannauðs hjá fyrirtækinu sem er einn af stærri vinnuveit- endum á Suðurnesjum. Fundarsjtóri var Berglind Krist- insdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar og Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Sagði hún eftirtektarvert hversu mörg verk- efni væru í farvatninu á Suður- nesjum og mikilvægt að rétt væri að málum staði svo nýta megi þau tækifæri sem vissulega búi á svæðinu. Magnea Guðmundsdóttir sagði frá magnaðri uppbyggingu Bláa Lónssins á undanförnum árum. Ímynd Suðurnesja er lægsta allra landssvæða á Íslandi en mörg tækifæri eru í stöðunni til að snúa því við, sagði Kristján Hjálmars- son hjá HN markaðssamskiptum. Skúli Mogensen eigandi Wow flugfélagsins segir að tækifærin séu gríðarleg á Suðurnesjum í tenglsum við ferðaþjónustuna og starfsþröfin mikil á næstu árum: Þið eruð sætasta stelpan á ballinu Skúli Mogensen fór mikinn í erindi sínu um mögu- leika Suðurnesja, á gömlum heima- slóðum en hann fæddist í Keflavík og bjó fyrstu árin sín í bítlabænum. VF-myndir/pket.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.