Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2016, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 17.03.2016, Blaðsíða 1
„Ég óttast að það fólk sem þessu ræð- ur skilji ekki hversu fallegur stað- urinn er. Ég er tilbúin til samstarfs um þjónustu við Reykjanesvita og vona innilega að af því verði,“ segir Gréta Súsanna Fjeldsted, forsvars- maður fyrirtækisins Vitavörðurinn ehf., sem undanfarna mánuði hefur unnið að undirbúningi á byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir ferða- menn við Reykjanesvita. Í febrúar auglýsti Reykjanes Geopark svo eftir áhugasömum aðilum til að byggja þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á annarri lóð rétt við þá lóð sem Gréta hyggst byggja á. Gréta er þegar komin með leyfi frá Minjastofnun og byggingaleyfi frá Reykjanesbæ. Eins og staðan er nú er því verið að undirbúa byggingu á tveimur þjón- ustubyggingum við Reykjanesvita. Að sögn Róberts Ragnarssonar, for- manns stjórnar Reykjanes Geopark, stendur upplýsingaöflun vegna máls- ins yfir og verður það rætt á næsta fundi stjórnarinnar. „Það er hvorki hlutverk sveitarfélaga né geoparka að takmarka samkeppni. Markaðs- aðstæður og fjármögnun ráða því hvort annað eða bæði verkefnin verða að veruleika,“ segir hann. Eysteinn Eyjólfsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fagn- ar auknum áhuga á uppbyggingu á svæðinu og segir mikla umferð þar, mikinn ágang og að þjónustu skorti. Gréta segir of mikið að byggja tvær þjónustubyggingar við Reykjanes- vita. Með því verði fallegasta svæðið á Suðurnesjum eyðilagt. Nánar er fjallað um málið á bls. 4 í Víkurfréttum í dag. Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • Fimmtudagurinn 17. mars 2016 • 11. tölublað • 37. árgangur l Markaðsaðstæður og fjármögnun ráða því hvort annað eða bæði verkefnin verða að veruleika l Tilbúin til samstarfs um þjónustu við Reykjanesvita Skoða hvað læra megi af stór- framkvæmdum ■ Vetrarfundur Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum verður haldinn á morgun, föstudag, í sal Gerðaskóla í Garði. Atvinnumál á Suðurnesjum, uppbygging við Keflavíkurflug- völl, erlendir starfsmenn - réttindi þeirra og skyldur og „Einn réttur - ekkert svindl“ verða viðfangsefni fundarins. Undir atvinnumálum verður rætt um stórframkvæmdir á Austur- landi og hvað megi læra af þeim en á Suðurnesjum hefur á skömmum tíma hlaupið mikið líf í atvinnumálin og atvinnuleysi orðið eitt það minnsta á landinu. Fundurinn hefst kl. 15:00 á föstudag en gert er ráð fyrir því að honum ljúki kl. 18:30. Sandgerði og Garð- ur gera umferðar- öryggisáætlanir ■ Sveitarfélögin Sandgerði og Garð- ur kalla eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélaganna vegna gerðar nýrra umferðaröryggisáætlana. Bæjarbú- ar eru hvattir til að taka virkan þátt með því að senda inn ábendingar fyrir 24. mars á netfangið sand- gerdi@sandgerdi.is eða afgreidsla@ svgardur.is eða móttöku bæjarskrif- stofu Sandgerðis eða Garðs. Sveitarfélögin og Samgöngustofa haf a u nd i r r i t - að samning þess efnis að umferð- aröryggisáætlun verði gerð fyrir hvort sveitarfélag. Vinna við áætlan- irnar hófst í byrjun árs 2016 og hafa verið skipaðir samráðshópar með helstu hagsmunaaðilum hvors sveitar- félags og fleiri aðilum tengdum þessu málefni. Stefnt er að því að halda íbúafundi í báðum sveitarfélögum í júní þar sem helstu niðurstöður umferðaröryggisá- ætlana sveitarfélaganna verða kynntar. Fyrirtækið Friðrik VIII byggir glæsilegan þjónustu- og söluskála við Reykjanesvita. Það er okkur ánægja ð tilkynna að allri undirbúningsvinnu er nú lokið og að framkvæmdir hefj st bráðleg .  Friðrik VIII VIÐ BYGGJUM UPP Á REYKJANESI BRAGI&BÓKIN HOLLARI FÆÐA HLJÓÐNEMINNEITT TÖFRATEPPI, TAKK Bragi Hilmarsson er 8 ára bóka- útgefandi í Stóru-Vogaskóla Ásdís Ragna kennir okkur að búa til hollari rétti á fimm mínútum! Syrpa frá sönglagakeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja Leikfélag Keflavíkur og Nemendafélag FS í skemmtilegu samstarfi í Frumleikhúsinu - eitthvað fyr ir alla! Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld kl. 21:30 Tvær byggingar eru of mikið við Reykjanesvita - segir Gréta Súsanna Fjeldsted, forsvarsmaður fyrirtækis sem hefur undirbúnið byggingu þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita. ■ Á fundi stjórnar Reykjaneshafnar var samþykkt samhljóða að Reykjanes- höfn fari fram á við fjárhagslega kröfuhafa hafnarinnar um að framlengja kyrrstöðutímabil frá 15. mars 2016 til og með 15. apríl 2016. Reykjaneshöfn og Thorsil gerðu jafnframt með sér samkomulag vegna tafa á framgangi lóðar- og hafnarsamnings frá 11. apríl 2014 og ákveðið var að fresta gjalddaga Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helgu- vík. Thorsil var með frest til 15. mars en þarf nú ekki að greiða gjöldin fyrr en í síðasta lagi 15. maí. Thorsil fær fimmta frestinn Skortur á yfirsýn algengustu mistökin ■ „Algengustu mistökin sem fólk gerir í fjármálum er að skorta yfirsýn og treysta bara á tilfinninguna sína,“ segir Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun. Hann rekur heima- síðuna Skuldlaus.is og opnaði nýlega ráðgjafastofu í Reykjanesbæ. // 15 ■ „Þetta byrjaði sem áhugamál en er nú farið að taka yfir flest annað,“ segir Guðrún Marteinsdóttir, prófess- or við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og frumkvöðullinn á bak við fyrirtækið Taramar. // 10 Framleiða krem úr sjávarfangi og lækningajurtum V ÍK U R FR ÉT TA M YN D : H IL M A R B R A G I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.