Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2016, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.03.2016, Blaðsíða 4
4 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR Eldey kór eldri borgara verður með kökubasar í Nettó á morgun, föstu- daginn 18. mars klukkan 14:00. Til- efnið er söfnun kórfélaga til að standa straum af kostnaði við 25 ára af- mæli kórsins. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að mikið verði um að vera hjá þeim á afmælisárinu og að maí mánuður verði undirlagður af viðburðum. Þann 5. maí á Uppstign- ingardag syngur Eldeyjarkórinn við messu í Keflavíkurkirkju, þann 19. maí í Víðihlíð og á Hlévangi, 20. maí á Nesvöllum. Þann 21. maí tekur kórinn svo þátt í kóramóti á Akranesi, og 26. maí verða vortónleikar í Keflavíkur- kirkju. Fyrirhuguð er afmælisferð kórsins 16 til 21. september til Þýskalands. Af- mælistónleikar og fleira verða á dag- skrá með haustinu. Kórfélagar vonast til að sjá sem flesta á kökubasarnum og á viðburðum ársins hjá kórnum. Hnuplaði fyrir þúsundir ■ Karlmaður sem staðinn var að hnupli í verslun í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum játaði þjófnaðinn þegar lögreglumenn ræddu við hann. Það sem hafði freistað hans voru tvær dósir af Nivea næturkremi, ein dós af dag- kremi sömu tegundar, eitt box af lið- verkjatöflum og ein tebolla. Maður- inn skilaði varningnum, sem var að verðmæti á níunda þúsund krónur, í réttar hendur. Fleygði fíkni- efnum úr bifreið ■ Farþegi í bifreið kastaði fíkni- efnum út úr henni þegar Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni hennar í vikunni. Öku- maðurinn hafði ekki virt stöðvunar- skyldu og því gáfu lögreglumenn honum merki um að stöðva bifreið- ina. Þá var farþegahurð bifreiðar- innar opnuð og poka með kanna- bisefnum kastað út. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkni- efna við aksturinn að því er sýna- tökur á lögreglustöð staðfestu. Báðir mennirnir voru því handteknir. Kökubasar kórs eldri borgara á föstudag Icelandair Cargo ehf. óskar eftir að ráða þjónustulipran og ábyrgðarfullan starfsmann í sumarafleysingar á skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofustarf við tollskjalagerð, skjalavinnslu og almenn skrifstofustörf þar sem reynir á sjálf- stæð og öguð vinnubrögð auk skipulagsfærni og nákvæmni í starfi. Starfssvið: • Tollskjalagerð • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini • Skjalavinnsla • Upplýsingagjöf • Símsvörun • Önnur skrifstofustörf Menntunar- og hæfniskröfur: • Námskeið í tollskjalagerð eða hafa unnið við tollskjalagerð er æskilegt • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Góð almenn tölvukunnátta m.a. á Microsoft Office forrit og Navision • Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð samskiptahæfni • Góð íslensku- og enskukunnátta • Hæfni til þess að vinna sjálfstætt sem og undir álagi Unnið er virka daga frá 8-16 frá 15. maí til 30. ágúst. Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2016 Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir óskast sendar til Soffíu Axelsdóttur, deildar- stjóra Miðlunar hjá Icelandair Cargo ehf. á Keflavíkur- flugvelli, á netfangið soffia@icelandaircargo.is. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár ATVINNA STÖRF HJÁ ICELANDAIR CARGO KEFLAVÍKURFLUGVELLI Eiríkur Eyfjörð Þórarinsson, til heimilis að Framnesvegi 15, Keflavík, lést þann 27. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Þjónusta Tek að mér klippa og snyrta smá- hunda. Löng reynsla. Er í Innri Njarð- vík. Kristín s. 897 9002 Til sölu 2 stk Michelin heilsárs dekk 185/65  14 tommu, óslitin. Upplýsingar í síma 899 8041 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is LOFTNET NETSJÓNVARP UPPSETTNING OG VIÐGERÐIR Loftnet-Lofnetskerfi- Ljósnet-Ljósleiðarateng- ingar-Tölvulagnir- Símalagnir-Bústaðir- Húsbílar Loftnetstækni.is Sími 894-2460 Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SMÁAUGLÝSINGAR Það er annað hvort í ökkla eða eyra við Reykjanesvita. Þar hefur ferðamönn- um fjölgað mikið en þjónustu, eins og salernisaðstöðu hefur vantað. Nú lítur út fyrir að tveir þjónustuskálar fyrir ferðamenn rísi þar á næstu misserum. Reykjanes Geopark auglýsti í febrúar síðastliðnum eftir áhugasömum að- ilum til að hefja uppbyggingu þjón- ustumiðstöðvar við Reykjanesvita og bárust fjórar umsóknir. Ekki hefur verið tilkynnt hvaða tillaga verði valin. Hugmyndin er að reisa allt að 400 fm byggingu á lóð á milli Reykjanesvita og Valahnúks, sem hýsa mun upp- lýsingamiðstöð, veitingasölu, salerni og fleira. Í rúmlega eitt ár hafa eigendur ann- arrar lóðar við Reykjanesvita undir- búið byggingu 140 fm þjónustumið- stöðvar við Reykjanesvita. Fyrirtækið á bak við þau áform heitir Vitavörður- inn ehf. og er í eigu þriggja dætra Sigurjóns Ólafssonar sem var vita- vörður á Reykjanesi frá 1947 til 1976. Íbúðarhúsið við vitann er í eigu þeirra og er ætlunin að byggja þjónustumið- stöð við hlið þess, í framtíðinni hótel þar á bak við og að hafa ráðstefnu- hús í gamla vitavarðarhúsinu. Gréta Súsanna Fjeldsted er í forsvari fyrir- tækisins og segir hún það hafa komið sér á óvart þegar hún sá að Reykjanes Geopark væri að auglýsa eftir áhuga- sömum aðilum til að byggja á næstu lóð. „Í ferlinu hafði ég verið í reglulegu sambandi við ýmsa embættismenn hjá Reykjanesbæ og það kom aldrei upp í umræðunni að önnur þjónustu- bygging væri að rísa þarna. Byggingin á vegum Reykjanes Geopark á að rísa við túnfótinn á lóðinni minni. Ég fékk leyfi frá Minjastofnun í febrúar í fyrra til að byggja og byggingaleyfi frá Reykjanesbæ 6. janúar síðastliðinn. Ég er komin með sterka fjárfesta og bygg- ingastjóra og er því tilbúin að hefja framkvæmdir,“ segir hún. Að sögn Róberts Ragnarssonar, for- manns stjórnar Reykjanes Geopark, var þeim kunnugt um að eigendur íbúðarhúss við Reykjanesvita hafi í nokkur ár haft áhuga á að byggja upp þjónustu og hafi fengið bygg- ingarleyfi fyrir byggingu húss innan lóðarinnar. „Reykjanesbær og Reykja- nes UNESCO Geopark hafa auglýst lausa lóð á svæðinu og hafa fjórir aðilar lýst yfir áhuga á uppbyggingu þjónustumiðstöðvar, veitingahúss og gistingar. Upplýsingaöflun stendur yfir og verður málið rætt á næsta fundi stjórnar. Það er hvorki hlutverk sveitarfélaga né geoparka að takmarka samkeppni. Markaðsaðstæður og fjár- mögnun ráða því hvort annað eða bæði verkefnin verða að veruleika,“ segir hann. Gréta telur of mikið að byggja tvær þjónustubyggingar við Reykjanesvita. „Þá væri einfaldlega verið að eyði- leggja svæðið sem er það fallegasta á Suðurnesjum. Ég óttast að það fólk sem þessu ræður skilji ekki hversu fallegur staðurinn er. Ég er tilbúin til samstarfs um þjónustu við Reykjanes- vita og vona innilega að af því verði.“ Eysteinn Eyjólfsson, formaður Um- hverfis- og skipulagsráðs Reykjanes- bæjar, fagnar auknum áhuga á upp- byggingu á svæðinu. Þar sé mikil umferð, mikill ágangur og þjónustu skorti. „Svæðið við Valahnúk á Reykjanesi er dýrmæt perla sem við Suðurnesjamenn höfum ekki sinnt sem skyldi. Breyting hefur þó orðið á því á síðustu árum eins sést meðal annars í nýju og skynsömu deiliskipu- lagi sem tekur gildi á vordögum.“ Tvær þjónustubyggingar við Reykjanesvita á teikniborðinu ●● Landeigandi●segir●tvær●byggingar●við●náttúruperlu●of●mikið● Formaður●stjórnar●Reykjanes●Geopark●segir● markaðsaðstæður●og●fjármögnun●ráða●því●hvort●annað●eða●bæði●verkefnin●verði●að●veruleika

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.