Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 19

Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 19
19fimmtudagur 7. apríl 2016 VÍKURFRÉTTIR Helga Ragnarsdóttir, gjaldkeri minja- félagsins, sagði í samtali við Víkur- fréttir að hugmyndirnar með Norður- kot væru að gera húsið að skólasafni og gera merkilegri skólasögu Voga myndarleg skil en sú saga er 144 ára gömul. Á safnahelgi á Suðurnesjum, sem haldin var á dögunum, voru ýmsir munir úr skólasögunni til sýnis í Norðurkoti. Fjölmargir lögðu leið sína í húsið til að skoða það og þá muni sem það hefur að geyma. Minjafélagið heldur ekki eingöngu utan um Norðurkot. Ofan við húsið stendur hlaðan Skjaldbreið sem reist var um 1850 og stendur á hlaðinu á Kálfatjörn. Skjaldbreið hefur um- talsvert menningarsögulegt gildi um aðstöðu og lifnaðarhætti bænda á 19. öld auk þess að vera ómissandi hluti af umhverfinu við kirkjuna og mikilvægur þáttur í sögu staðarins. Samkvæmt aldursákvæði Þjóðminja- varðar er hlaðan friðuð og vinnur Minja- og sögufélag Vatnsleys- ustrandar að endurbótum á henni. Fyrir nokkrum árum varð mikið tjón á hlöðunni í óveðri þegar þak hennar fauk af í heilu lagi þannig að nú standa bara eftir hlaðnir veggir hlöðunnar. Til stendur að endurbyggja þakið á næstu misserum en unnið er að fjár- mögnun verksins. Störf minjafélagsins snúast um að varðveita minjar og sögu sveitarfélags- ins, komandi kynslóðum til ánægju og lærdóms. Frá stofnun hefur stjórn fé- lagsins unnið hörðum höndum að því að bjarga ýmsum gömlum munum frá glötun ásamt því að miðla til almenn- ings sögulegum staðreyndum og halda á lofti gildi starfs af þessu tagi. Einn af merkilegum munum sem félagið varðveitir í dag er bátur sem Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn og fjölskylda gáfu minjafélaginu. Bátur- inn er súðbyrðingur með engeysku lagi. Hann var smíðaður um 1930 - 1940 og er einn fjölmargra báta sem Ingimundur Guðmundsson, bóndi á Litlabæ og nágranni Kálfatjarnar- fólksins, smíðaði. Báturinn líkist mjög þeim opnu mótorbátum sem ein- kenndu bátaflotann á Íslandi frá 1925 til 1935. Í honum er vél áþekk þeim sem knúðu þá báta, og hefur verið í frá upphafi. Báturinn hefur nú að hluta til verið gerður upp ásamt vél. Þá hefur félagið unnið að ýmsum verkefnum frá því starfsemi þess hófst. Má þar meðal annars nefna grjóthleðslunámskeið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, þátttöku í safnahelgi á Suðurnesjum, verkefnið Sagan vaknar á vefnum sem og söfnun á gömlum ljósmyndum úr sveitarfélaginu, sem Sesselja Guð- mundsdóttir hafði veg og vanda að. Þá eru framtíðarverkefnin ótalmörg, að sögn Helgu Ragnarsdóttur, gjald- kera félagsins. Hlaðan Skjaldbreið áður en óveður tók þakið af henni. Skólasögu Voga er gerð skil í Norðurkoti. D 22 D 23 D 24 D 26 D 28 D 29 D 27 D 25 D 31 D 33 D D 15 D 21 D 32 D 34 D 35 D 36 A 2 A 1 A 11 A 13 A 15 C 21 C 32 C 34 C 35 A 12 A 14 A 16 C 23 C 24 C 26 C 28 C 29 C 27 C 25 C 22 C 31 C 33 C 36 Skilta- og leiðbeiningarkerfi Keflavíkurflugvallar hefur verið endurskoðað með það að markmiði að auðvelda farþegum að komast leiðar sinnar. Með breytingunni eru hlið aðgreind með lit og bókstaf eftir því í hvaða hluta flugstöðvarinnar þau eru og hvort þau eru fyrir flug til áfanga- staða innan eða utan Schengen svæðisins. Leiðbeiningakerfið er hugsað til framtíðar og mun falla vel að framtíðaruppbyggingu sam kvæmt þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar. Við erum þess fullviss að breytingin eigi eftir að gera ferðalagið auðveldara og þægilegra. — Góða ferð! # W H E N I N K E F W W W. K E F A I R P O R T . I S Ö N N U R H Æ Ð F Y R S T A H Æ Ð B R O T T F A R A R H L I Ð Á K E F L A V Í K U R - F L U G V E L L I F Á N Ý N Ú M E R

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.