Víkurfréttir - 07.04.2016, Qupperneq 20
20 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Föstudaginn 1. apríl frumsýndi Leik-
félag Keflavíkur í samstarfi við Vox
Arena, Leikfélag Fjölbrautaskóla
Suðurnesja söngleikinn „Eitt töfra-
teppi, takk!“. Höfundar og leikstjórar
verksins eru þeir Jón Bjarni Ísaksson
og Arnór Sindri Sölvason sem hafa
verið viðloðandi leiklist til margra ára.
Þarna er á ferðinni eitt skemmtilegasta
verk sem sett hefur verið á svið hér í
bæjarfélaginu og glumdi hlátur leik-
húsgesta frá upphafi sýningar til enda.
Verkið sem styðst við söguna af Alla
og töfralampanum hans er frábær-
lega skrifað verk fyrir alla fjölskyld-
una. Höfundarnir skjóta inn ótrúlega
skemmtilegum, nútíma „fullorðins“
bröndurum sem fólk hreinlega tók
bakföll af hlátri yfir. Umgjörð verksins
er snilldarlega upp sett en leikmyndin
er hönnuð af Davíð Erni Óskarssyni
sem einnig sá um smíði hennar ásamt
Gunnari Valdimarssyni, kennara í FS
og hans nemendum.
Hlutverkin í þessari uppsetningu eru
ótrúlega vel valin og hver leikari að
smellpassa í sitt hlutverk. Leikarar
koma allir úr röðum FS og skila sínu
vel. Söngvarar eru að skila sínum söng
óaðfinnanlega og nefni ég þá sérstak-
lega þær Brynju Ýri og Ásdísi Rán
sem eiga hrós skilið fyrir sína frammi-
stöðu.
Götudrengurinn Aladdín er leikinn
af Jóhönnu Jeanne og skilar hún hlut-
verki sínu með miklum ágætum og
syngur vel. Jasmín prinsessa er leikin
af Rítu Kristínu sem kemst mjög vel
frá sínu. Sóldáninn föður Jasmínar
leikur Magnþór Breki frábærlega og
gerir mikið úr hlutverkinu. Að öðrum
leikurum ólöstuðum verð ég einnig að
nefna þá Guðstein Fannar sem leikur
sögumanninn og Guðlaug Ómar sem
leikur Jafar. Báðir leika þeir og syngja
sín hlutverk af mikilli sannfæringu og
krafti. Stjarna og senuþjófur sýningar-
innar er þó án efa Sigurður Smári í
gerfi Andans en hann marg stal sen-
unni með hnyttnum línum og svip-
brigðum og tókst að gera hlutverk sitt
ákaflega sjarmerandi og skemmtilegt.
Töfrateppið fylgdi Andanum alla sýn-
inguna og var einstaklega vel hannað
og leikið af Lovísu Ýri.
Eins og áður sagði er sýningin í
alla staði ákaflega lifandi, litrík og
skemmtileg og þar skemmir ekki
að búningarnir eru einstaklega vel
gerðir og vandaðir. Dansarar og
danshöfundar eiga einnig hrós skilið
fyrir þeirra vinnu en dansinn setur
skemmtilegan svip á heildarmyndina.
Það er full ástæða til að óska öllum
þeim sem að þessari sýningu koma
til hamningju með frábært verk og
um leið hvetja alla áhugasama leik-
húsunnendur til þess að skella sér á
„Eitt töfrareppi, takk“. Ég átti stór-
skemmtilegt kvöld ásamt minni fjöl-
skyldu og vorum við öll sammála um
að hér væri á ferðinni tímamótaverk
sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Takk fyrir mig og mína.
Ánægður leikhúsgestur.
Eitt töfrateppi, takk!
●● Töfrandi●og●frábær●sýning●í●Frumleikhúsinu
ATVINNA
Sumarafleysingar
Starfsmaður óskast í útkeyrslu
og afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4.
Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig
er hægt að sækja um á steinar@olis.
Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.
AÐALFUNDUR
KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA
Aðalfundur KSK verður haldinn í dag fimmtudaginn 7. apríl
kl. 18:00 í Krossmóa 4, 5 hæð.
Aðalfundarfulltrúar og varamenn eru hvattir til að mæta.
Dagskrá samkvæmt félagslögum
Ávarp flytur Þuríður Aradóttir Markaðsstofu Reykjaness.
Ferðaþjónustan-okkar ábyrgð.
Boðið er til kvöldverðar að fundi loknum.
Ómar
Valdimarsson,
Framkvæmda-
stjóri Samkaupa
Skúli Skúlason,
Formaður KSK
Þuríður Aradóttir,
Verkefnastjóri
Markaðsstofu
Reykjaness
María Björk Ólafsdóttir og Marjolein Roodbergen verða með
námskeið í sogæðanuddi hjá Krabbameinsfélgi Suðrnesja
12. og 19. apríl nk. kl. 16:00 báða daganna.
Námskeiðið verður í tvo og hálfan tíma í hvert skipti.
Verð er kr. 5.000,-
Námskeiðið er öllum opið.
Vinsamlag skráið ykkur í síma 421 6363
eða með tölvupósti sudurnes@krabb.is
SOGÆÐANUDD