Víkurfréttir - 21.07.2016, Side 1
n Sv e i t a r fé l a g i ð
Garður hefur keypt
sig inn í ferðaþjón-
ustu á Garðskaga.
Bæjarráð Garðs sam-
þykkti á fundi sínum
á dögunum að kaupa
8% hlut í ferðaþjón-
ustufyrirtækinu Garðskaga ehf.
sem rekur ferðaþjónustu í húsnæði
byggðasafnsins og vitunum á Garð-
skaga.
Kaupin á 85 hlutnum eru að nafn-
virði 800.000 krónur. Garðskagi ehf.
hefur undanfarna mánuði unnið að
breytingum á húsnnæði byggðasafns-
ins á Garðskaga þar sem rými fyrir
veitingaþjónustu hefur verið aukið. Þá
hefur verið innréttað kaffihús í gamla
vitanum á Garðskaga og unnið að
uppsetningu sýninga í stærri vitanum.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagurinn 21. júlí 2016 • 29. tölublað • 37. árgangur
Mótmæla skerðingu
veiðiheimilda
n Félag smábátaeigenda á Reykjanesi
hefur sent þingmönnum Suðurkjör-
dæmis opið bréf þar sem skerðingu
á veiðiheimildum til strandveiða er
harðlega mótmælt. Meðal þess sem
kemur fram í bréfinu er að komin sé
góð reynsla á veiðarnar og að þær hafi
fest sig í sessi. Með reglugerð sem gef-
in var út í vor, nokkru áður en strand-
veiðar hófust, hafi afli á svæðinu frá
Djúpavogshreppi að Arnarstapa verið
skertur um 200 tonn, úr 1.500 tonn-
um í 1.300 tonn, eða um 13,3 prósent.
Félag smábátaeigenda á Reykjanesi
skorar á þingmenn Suðurkjördæm-
is að beita sér af alefli fyrir því að
tonnunum 200 verði aftur bætt við
veiðiheimildir.
Í nýlegri könnun sem stuðnings-
menn Elliða Vignissonar, bæj-
arstjóra í Vestmannaeyjum, létu
vinna sögðust 67,5% líklegri til að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði
leiddi listann í stað Ragnheiðar El-
ínar Árnadóttur oddvita flokksins.
Ragnheiður segir ekki missa svefn
yfir könnunni en hún hyggst áfram
bjóða sig fram í fyrsta sæti hjá Sjálf-
stæðisflokknum í Suðurkjördæmi.
„Er maður ekki
alltaf í kosningabar-
áttu,“ segir ráðherra
létt í bragði þar sem
blaðamaður nær af
henni tali á ferðinni
um suðurlandið.
Þar er hún að tala
við sveitastjórn-
arfólk og taka stöðuna á ferðaþjón-
ustunni. „Auðvitað berast kosningar
til tals, annað væri óeðlilegt,“ bætir
Ragnheiður við.
„Ég ætla að fara fram aftur og þetta er
sú aðferð sem við höfum til að velja
okkar forystu með því að hleypa al-
mennum flokksmönnum að. Ég er
ákveðin í bjóða mig fram aftur. Ég er
keik og legg mín verk í dóm kjósenda,
hvort sem er í prófkjöri eða þegar við
Sjálfstæðismenn göngum saman til
kosninga. Þeir málaflokkar sem ég
hef borið ábyrgð á, við höfum náð
miklum árangri þar,“ segir iðnaðar- og
viðskiptaráðherrann.
Ragnheiður segist finna fyrir miklum
stuðningi og meðbyr hjá Sjálfstæðis-
mönnum. „Ég fæ mikla hvatningu og
þá sérstaklega eftir að þessi umræða
hefur farið hærra. Þetta kveikir í mín-
um stuðningsmönnum og þeir eru all-
ir komnir á fullt. Ég er mjög bjartsýn á
þetta allt saman.“
Aðspurð um tölur úr könnun sem
stuðningsmenn Elliða létu gera á
dögunum þá segir ráðherra. „Veistu
það að ég ætla bara að taka mark á
stóru könnunni sem prófkjörið er.“
Ragnheiður hefur sjálf aldrei látið
framkvæma slíka könnun fyrir próf-
kjör og hyggst ekki gera það heldur
núna. Henni finnst vænlegri aðferð
að fara og tala við kjósendur augnliti
til augnlits. „Ég gef ekki mikið fyrir
þessa könnun fyrr en ég fæ að vita um
aðferðafræðina. Þannig að ég missi nú
engan svefn yfir þessari könnun og
held mínu striki.“
Ragnheiður hefur einnig heyrt af
gagnrýni þar sem hún ferðast um
kjördæmið. „Þetta er ekki eintóm hal-
elúja umræða. Það eru málaflokkar
sem heyra kannski ekki beint undir
mig sem ráðherra. Það eru helst inn-
viðamál, samgöngur, heilbrigðismál,
mér finnst fólk vera þeirrar skoðunar
að þessi mál séu næst á dagskrá og að
við þurfum að gera betur þar. Það er
í takt við það sem við höfum sagt að
við ætlum að gera. Nú er hugsanlega
komið meira svigrúm en var í þröngri
stöðu þegar við tókum við.“
Óásættanlegt að tvöföldun
sé ekki á samgönguáætlun
Ragnheiður segir að fundur með
innanríkisráðherra og fulltrúum frá
Stopp-hópnum hafi verið ánægju-
legur. Þar hafi komið skýrt fram að
innanríkisráðuneytið hafi augun á
þessum bolta. „Það er vilji ráðherra
að þessi hluti, Fitjar-Flugstöð, fari inn
á 12 ára samgönguáætlunina fram að
2022. Ég verð svo að láta þakklæti mitt
í ljós til hópsins sem hefur sett málið
fram á málefnalegan hátt þannig að
það sé tryggt að það verði hlustað.
Menn gera sér líka grein fyrir því að
það er ekki bara þarna sem úrbóta
er þörf. Nú er verið að koma þessu í
þannig farveg að við sjáum til lands.
Í millitíðinni getum við sinnt þeim
úrbótum sem eru nauðsynlegar en
meira hugsaðar til bráðabirgða til þess
að tryggja öryggi okkar sem þurfum
að ferðast þarna um að hverjum degi.“
Ragnheiður segir að langtímamark-
miðið sé að ljúka tvöföldun og eygir
von um að það verk komist inn á sam-
gönguáætlun. „Það er óásættanlegt
að þetta sé ekki þar vegna mikilvægis
þessarar framkvæmdar,“ segir hún að
endingu.
l Ragnheiður Elín leggur verk sín í dóm kjósenda l Vilji til að Reykjanesbraut fari á samgönguáætlu
„Tek mark á stóru könnunni“
n Hulda Sveins-
dóttir hlaut áverka
á háls árið 2005 og
átti eftir það erfitt
með svefn. Í fram-
haldinu þróaði
hún heilsukodd-
ann Keili fyrir fólk
með hálsáverka.
Hann hefur verið
seldur í litlu upplagi hér á landi
síðan 2009 en á dögunum gerði
Hulda samning við heilsufyrir-
tækið Careware Kompagniet í
Danmörku um dreifingu á Norð-
urlöndunum til að byrja með
og víðar í framtíðinni. Nánar er
fjallað um koddann og rætt við
Huldu í miðopnu VF í dag.
Heilsukoddinn
Keilir á markað
erlendis
Kaupa hlut í
ferðaþjónustu
á Garðskaga
Fulltrúar hópsins áttu fund með
innanríkisráðherra og Iðnaðar-, við-
skipta- og ferðamálaráðherra til að
koma á framfæri kröfum sínum. Ísak
Ernir Kristinsson íbúi Reykjanes-
bæjar og talsmaður hópsins segir að
hópurinn muni standa fyrir ýmsum
uppákomum á samfélagsmiðlunum
á næstunni. „Þetta er okkar samfé-
lagslega verkefni og við verðum að
standa saman í því. Sögurnar eru svo
margar, þær eru svo erfiðar og sár-
ar margar hverjar og við verðum að
nýta þær til þess að segja að við vilj-
um ekki meira af þessu.“
Ekki fékkst sérstakt leyfi til þess að
staðsetja skiltin við Reykjanesbraut-
ina við Fitjar og við Rósaselstorg. „Við
sem íbúar þessa samfélags höfum
ekki verið spurð leyfis um hvort við
viljum hafa slæmt umferðaröryggi.
Við búum við slæmt umferðaröryggi
og það er ekkert almennilegt verið að
gera til þess að fara í bráðabirgðaað-
gerðir er varða þessi þrjú hættulegu
gatnamót. við Hafnarafleggjara, Að-
algötu og Þjóðbraut. Þannig að við
verðum að gera eitthvað. Ég veit að
vegagerðin er öll að vilja gerð en það
er pólitíkin sem verður að koma með
fjármuni í þetta verkefni. Við erum
ekki með leyfi en við höfum ekki ver-
ið spurð leyfis hvort við viljum búa
við sæmt umferðaröryggi,“ sagði Ísak
í samtali við VF.
„VARÚÐ - BANASLYS HAFA ORÐIÐ
Á NÆSTU FJÓRUM KÍLÓMETRUM“
Félagar í samfélagshóp sem hefur það að markmiði að þrýsta á stjórnvöld um að tvöfalda Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli til Hafnarfjarðar,
létu til sín taka á táknrænan hátt með því að setja upp skilti á tveimur stöðum við Reykjanesbrautina í vikunni. Þau fengu að standa í rúman sólarhring
þangað til að starfsmenn Vegagerðarinnar fjarlægðu þau. Á skiltinu eru stutt en skýr skilaboð: „Varúð - banaslys hafa orðið á næstu fjórum kílómetrum -
akið varlega!“ Textinn er einnig á ensku enda eru fjölmargir erlendir ferðamenn í umferðinnni árið um kring.
l Skilti stopp-hópsins tekin niður jafnharðan af Vegagerðinni l „Búum við slæmt umferðaröryggi“