Víkurfréttir - 21.07.2016, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 21. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR
n Einn hraðbanki er í Sandgerði
og hefur hann verið bilaður síðan í
lok apríl. Hraðbankinn er á vegum
Landsbankans sem áður rak útibú
í bæjarfélaginu í mörg ár en því var
lokað haustið 2014. Sandgerðingar
eru því margir hverjir orðnir lang-
þreyttir á biðinni eftir að hrað-
bankinn verði lagfærður og hafa
Víkurfréttum borist ábendingar
þess efnis. Að sögn Sigrúnar Árna-
dóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, hafa
bæjaryfirvöld látið sig málið varða
og þrýst á Landsbankann að hafa
hraðbankann aðgengilegan. „Okkur
hefur þótt taka allt of langan tíma
að setja upp hér nýjan hraðbanka
og íbúar hafa kvartað vegna þessa,“
segir hún.
Samkvæmt upplýsingum frá Lands-
bankanum eru margar ástæður fyrir
því að ekki er búið að koma hraðbank-
anum í Sandgerði í lag. Ekki er hægt
að laga þann sem fyrir er og var því
fjárfest í nýju tæki sem nýkomið er
til landsins. Þá hefur verið ákveðið
að færa hraðbankann í nýtt og hent-
ugra húsnæði en þar þarf að gera
breytingar svo að aðgengi verði að
hraðbankanum allan sólarhringinn.
Í svari bankans segir að töfin hafi
komið sér illa fyrir alla íbúa Sandgerð-
isbæjar og hefur bankinn fullan skiln-
ing á óánægju viðskiptavina vegna
málsins. „Því miður hefur ekki tekist
að klára málið eins fljótt og væntingar
stóðu til en nú hyllir undir lokin á
verkefninu,“ segir jafnframt í svari
bankans.
Reykjanesbraut hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en krafan um
tvöfalda Reykjanesbraut alla leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Hafnarfjörð
verður háværari með hverjum deginum. Umferðin um Reykjanesbaut eykst
stöðugt sem m.a. má rekja til aukinnar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.
Myndina hér að ofan tók Einar Guðberg frá efstu hæð háhýsis við Pósthússtræti
í Keflavík og sýnir hún langa röð flugvéla bíða eftir því að komast í flugtak frá
Keflavíkurflugvelli á dögunum. Myndin er táknræn fyrir þá þéttu umferð sem er
til og frá Keflavíkurflugvelli.
Farþegafjöldi
WOW air
tvöfaldast
n WOW air flutti 168.451 farþega til
og frá landinu í júní eða um 103 pró-
sent fleiri farþega en í júní í fyrra.
Sætanýting WOW air í júní var 86
prósent en sætanýting í fyrra á sama
tímabili var 83 prósent og er þetta
aukning um þrjú prósentustig þrátt
fyrir mikla framboðsaukningu.
Sætanýting WOW air jókst milli
ára þrátt fyrir 97 prósent aukningu
á sætaframboði í júní en félagið hóf
áætlunarflug í þessum mánuði til San
Francisco, Los Angeles, Frankfurt og
Nice. Framboðnum sætiskílómetrum
fjölgaði um 125 prósent í júní frá því á
sama tíma í fyrra.
Það sem af er árinu hefur WOW air
flutt um 548 þúsund farþega en það er
111 prósent aukning farþega á sama
tímabili frá árinu áður.
Íslenskir Aðalverktakar hættu framkvæmd-
um við kísilver United Silicon í Helguvík á
hádegi sl. fimmtudag. Að sögn Sigurðar R.
Ragnarssonar, forstjóra ÍAV, var það vegna
ógreiddra skulda sem slaga hátt í milljarð
króna. Ekki er öll upphæðin þó gjaldfallin.
Hins vegar segir Magnús Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri United Silicon, að fyrirtækið
hafi rift samningi við ÍAV vegna ýmissa van-
efnda, til að mynda við skil á verkinu sem
hann segir hafa tafist. Þá hafi ÍAV innheimt
hærri upphæð en samið var um.
„Við fengum þau skilaboð að United Silicon ætli
ekki að greiða neitt af þessari upphæð og því var
þessi ákvörðun tekin,“ segir Sigurður.
ÍAV hefur verið aðalverktaki við framkvæmdir
kísilversins og var að leggja lokahönd á þær
þegar framkvæmdum var hætt í gær. Enn á
verktakafyrirtækið búnað á staðnum sem Sig-
urður segir að þeim hafi verið varnað að sækja.
„Við ætlum þó ekki að standa í handalögmálum
við starfsfólk United Silicon til að sækja búnað-
inn, heldur láta frekar reyna á dómstólaleiðina.“
Á framkvæmdatímanum hefur ÍAV verið með
mikinn búnað á svæðinu en að sögn Sigurðar
er það sem eftir er óverulegt í samanburði var
það sem áður var þar, en þó nokkurra milljóna
virði. Magnús segir hluta af búnaðinum hafa
verið keyptan af ÍAV en að United Silicon hafi
þegar greitt fyrir hann og því hafi lögregla verið
kölluð til sl. fimmtudag þegar ÍAV var að fjar-
lægja búnaðinn. Magnús kveðst fagna því að
málið fari fyrir dóm og vonar að það leysist þar.
Áfram verði haldið með framkvæmdir sem eru
á lokametrunum og framleiðsla hafin í ágúst.
l Íslenskir Aðalverktakar segja ógreidda skuld kísilversins vera um einn milljarð króna l Lögregla kölluð til sl. fimmtudag
ÍAV og United Silicon deila um fram-
kvæmdir við kísilverið í Helguvík
Þétt umferð um Keflavíkurflugvöll
Hraðbankinn í Sandgerði
bilaður síðan í apríl
Horft yfir byggðina í Keflavík og til Helguvíkur þar sem kísilver United Silicon hefur verið að rísa undanfarna mánuði. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Hraðbanki þeirra Sandgerðinga hefur verið bilaður frá því í byrjun sumars.
Isavia hefur afhent Kaffitári gögn
er tengjast forvali um samkeppni
til reksturs verslana og veitinga-
staða í flugstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli. Á vef Isavia kemur fram
að gögnin hafi verið boðsend í
morgun á skrifstofu Kaffitárs þar
sem tekið var við þeim. Þar segir
jafnframt að Samkeppniseftirlitið
hafi varað við því að afhending
gagnanna, sem og viðtaka, gæti
verið brot á samkeppnislögum og
því hafi hendur Isavia eru bundnar
í þessu máli þar sem Héraðsdómur
Reykjavíkur hafi úrskurðað að af-
henda bæri gögnin.
Samkeppniseftirlitið hafði beint
þeim tilmælum til Isavia og Kaffi-
társ að leita allra mögulegra leiða
til að veita Kaffitári aðgang að þeim
upplýsingum sem gera félaginu
kleift að gæta að réttarstöðu sinni án
þess að sú upplýsingamiðlun gangi
svo langt að samkeppni væri rask-
að. Í því skyni bauð Isavia Kaffitári
að lögmenn félaganna settust yfir
gögnin og fyndu leið til að verða við
tilmælum Samkeppniseftirlitsins.
Því hafnaði Kaffitár, samkvæmt frétt
á vef Isavia. Þá kemur þar fram að
Isavia hafi alla tíð haldið því fram
að óeðlilegt væri að afhenda þriðja
aðila viðkvæm gögn um rekstur
og áætlanir samkeppnisaðila og að
Samkeppniseftirlitið taki undir það
í bréfi sínu.
Isavia hefur afhent
Kaffitári gögnin