Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Side 4

Víkurfréttir - 21.07.2016, Side 4
4 fimmtudagur 21. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Þegar atvinnuleysi var sem verst á árunum eftir hrun var sett af stað virkniverkefni hjá sameiginlegri félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitar- félagsins Voga. Þó svo að flestir sem eru vinnufærir hafi fengið vinnu með batnandi atvinnuá- standi heldur virkniverkefnið áfram enda alltaf einhverjir sem af ýmsum ástæðum fara af vinnumarkaði. Una Björk Krist- ófersdóttir félagsráðgjafi segir markmiðið með virkniverkefninu að allir hafi hlutverk. „Það er aldrei of oft sagt hversu mikilvæg virkni er. Að fólk fari á fætur á morgnana, að lífið sé í rútínu og að fólk hafi hlutverk. Það skiptir svo miklu máli að eiga að mæta eitthvert og að fólk finni að það skipti máli fyrir sig sjálfa, fyrir aðra og fyrir samfélagið,“ segir hún. Árið 2014 var samanlagður fjöldi þeirra sem þáði fjárhagsaðstoð til framfærslu frá félagsþjónustu sveitarfélaganna þriggja rúmlega fimmtíu. Í dag hefur fjöldinn fækkað um meira en helming. „Það er mikill munur á aðeins tveimur árum. Ég tel að fjöldinn hafi náð hámarki í flestum sveitarfélögum í kringum árið 2014. Núna eru breyttir tímar og atvinnuhorfur á Suðurnesjum aðrar og störfum hefur fjölgað. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur auk- ist.“ Á árunum eftir hrun voru flestir sem leituðu til félagsþjónustunnar eftir fjárhagsaðstoð til fram- færslu vinnufærir en án atvinnu og án atvinnu- leysisbóta. Í dag er meirihlutinn aftur á móti fólk sem ekki er vinnufært. Una segir ekki alltaf liggja ljóst fyrir hvers vegna fólk er óvinnufært og ekki á vinnumarkaði. „Stundum vantar fólk aðeins aðstoð við atvinnuleit en svo geta líka legið aðrar og dýpri ástæður að baki því að fólk fór af vinnumarkaði og þá þarf að vinna með það. Ástæðurnar geta verið margvíslegar enda erum við öll ólík og bak- runnur mismunandi. Ástæðurnar geta til dæmis verið andleg og/eða líkamleg veikindi, neysla eða annað.“ Að jafnæði er gerð einstaklingsáætlun með hverj- um og einum, fólk skráir sig vikulega á bæjarskrif- stofunni og segir Una það hluta af því að halda fólki virku í atvinnuleitinni. Ásamt því að mæta reglulega í viðtöl til félagsráðgjafa. Vinnufærum einstaklingum sem leita til félagsþjónustunnar er vísað í Stíg, sem er samstarfsverkefni á vegum Vinnumálastofnunar og félagsþjónustunnar. Það er fyrir einstaklinga sem eru í atvinnuleit en án atvinnuleysisbóta en fær framfærslu frá sveitarfé- laginu. Þar fær fólk aðstoð í atvinnuleit og er vísað í úrræði á vegum Vinnumálastofnunar. Einnig eru í boði úrræði hjá Miðstöð símenntun- ar á Suðurnesjum (MSS), meðal annars virkni- námskeið sem er samstarfsverkefni félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitar- félagsins Voga, félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ og MSS. Virkninámskeiðið er fyrir atvinnuleitend- ur sem fá fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum. Atvinnuleitendum, 25 ára og yngri, er vísað í Fjöl- smiðjuna og er félagsþjónustan reglulega með sam- ráðsfundi með þátttakendum þar sem og forstöðu- manni Fjölsmiðjunnar. Að sögn Unu getur langvarandi atvinnuleysi haft mikil áhrif á einstaklinginn, sjálfstraust hans, sem og fjárhagslega- félagslega- og heilsufarslega stöðu viðkomandi. Eftir að fólk hefur verið án atvinnu í langan tíma getur átta stunda vinnudagur stundum verið yfir- þyrmandi, að sögn Unu. Því sé gott að búta vinnu- daginn niður á meðan fólk aðlagast því að vinna fullan vinnu. „Stundum er fólk tilbúið að vinna fullan vinnudag en það getur verið þannig ef fólk er með stutta vinnusögu, hefur lengi verið án atvinnu og hugsanlega að glíma við veikindi sem hamla því þá er oft gott að starfshlutfallið sé minna til að byrja með.“ Kröfur vinnumarkaðsins er mismunandi og þarf að samræma hvert mál fyrir sig sem hentar best fyrir einstaklinginn og vinnustaðinn. Í þeim tilfellum sem fólk er óvinnufært er einstak- lingum vísað í endurhæfingu í samráði við lækni. Ýmis úrræði eru einnig í boði fyrir fólk sem ekki er vinnufært, til að mynda Virk: starfsendurhæfing, Björgin: geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum, Mið- stöð Símenntunar á Suðurnesjum sem og regluleg viðtöl hjá félagsráðgjafa. Hvernig gengur svo hjá fólki almennt að fara út á vinnumarkaðinn eftir langvarandi atvinnuleysi? „Ég upplifi að fólk almennt þiggur þær ráðleggingar sem það fær. Fólk er að öllu jöfnu móttækilegt og tilbúið í þetta og vill breyta til. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Við horfum á hvert og eitt mál og reynum að finna hvað hentar hverjum og einum,“ segir Una að lokum. dagnyhulda@vf.is Gúmmíkurlið ryksugað upp Nú er unnið að því að ryksuga gúmmí- kurl af sparkvöllunum tveimur í Grindavík auk þess að skipta út grasi á eldri vellinum við Ásabraut. Samið var við Altis um framkvæmdina. Myndin var tekin sl. mánudag við Ásabrautina í Grindavík þar sem byrjað er á því að ryksuga gúmmí- kurlið upp áður en grasið verður svo rifið af og nýtt sett í staðinn. Ljósmynd: Grindavíkurbær Lögreglan stöðvaði veiði á Pókemo Ökumaður bifreiðar var stöðvaður á Ránargötu í Reykjanesbæ eftir að hafa ekið á móti einstefnu á Suður- götu. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið að aka um með unnustu sinni í leit af Pokemonum og hafi hann ekki verið alveg að fylgjst með umferða- merkjum. Ökumaður játaði brotið og staðfesti vett- vangskýrslu með undirskrift sinni, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. „Nú er komið að þeim tímapunkti að við verðum að fara að taka okkur taki, öll sömul, og fylgjast með umhverfinu í kringum okkur er við erum úti í umferðinni. Nú er sumar og mikið af börnum og fólki á götum og gangstéttum og vitandi það að ökumenn eru farnir á Pokemon veiðar á bílunum sínum er galið. Allir vita hættuna sem getur skapast við það að vera í símanum og aka bifreið á sama tíma og er ekkert það mikil- vægt að það megi ekki bíða í nokkrar mínútur. Ef það er mikilvægara en svo þá er hægt að fara út í kant og svo má benda á það að handfrjáls búnaður er ódýrari en sektin sem hlýst af því að aka bifreið og nota farsíma. Svo skilst okkur að þetta Pokemon æði sé hin besta hreyfing og viljum við hvetja fólk til að fara út og ganga um bæinn í leit af þessum verum,“ segir á fés- bókarsíðu Suðurnesjalögreglunnar. Skemmdar- verk og rusl við Krísuvík Það var ófögur sjón sem blasti við vegfarendum í Krísuvík þar sem fólk hafði augljóslega komið saman að skemmta sér um helgina. Gestirnir skildu eftir sig talsvert magn af rusli á túninu við kirkjustæðið í Krísuvík. Auk þess að dreifa rusli um svæðið höfðu gestirnir kveikt í vörubrettum og unnið skemmdir á sviði sem er á svæðinu. Marta Sigurðardóttir bæj- arfulltrúi í Grindavík var á ferðinni um Krísuvík á sunnudag og greindi hún frá þessu á Facabooksíðu sinni. Marta segir að Óskar Sævarsson landvörður og kona hans Guðbjörg Eyjólfsdóttir hafi verið önnum kafin við þrif þegar hana bar að. „Það er aldrei of oft sagt hversu mikilvæg virkni er. Að fólk fari á fætur á morgnana, að lífið sé í rútínu og að fólk hafi hlutverk,” segir Una Björk Kristófers- dóttir, félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu Sveitarfé- lagsins Garðs, Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga. Markmiðið að allir hafi hlutverk l Á árunum eftir hrun voru flestir sem leituðu til félagsþjónustunnar eftir fjárhagsaðstoð til framfærslu vinnu- færir en án atvinnu og án atvinnuleysisbóta l Í dag er meirihlutinn aftur á móti fólk sem ekki er vinnufært

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.