Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Síða 9

Víkurfréttir - 21.07.2016, Síða 9
9fimmtudagur 21. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR Bifhjólaklúbburinn Ernir stóð fyrir fjölmennri minningarstund á Reykjanesbraut við Hafna- veg sl. fimmtudagskvöld þar sem Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar var minnst. Hann lést í umferðarslysi á gatnamótunum fyrir hálfum mánuði. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, flutti ávarp þar sem hann hvatti til vitundarvakningar í umferðar- öryggismálum, að bifhjólafólk klæddist sýnilegri fatnaði. Þá hvatti hann ökumenn til að spyrja sig spurningarinnar „Er bifhjólamaður í nánd?“. Eftir ávarp Óskars settist hjólafólkið á fáka sína og þandi mótora í 10 sekúndur. Þá var öllum boðið til kaffisamsætis í félagsheimili bifhjólaklúbbsins á Ásbrú. Ávarpið má lesa hér að neðan. „Félagar, góðir gestir. Ég vil þakka ykkur fyrir að koma hingað í kvöld og deila með okkur þessari stund. Það vita allir hvert tilefnið er, en í síðustu viku var hér hræðilegt slys, þar sem Jóhannes Hilmar Jóhannesson lét lífið á mótorhjóli sínu. Við skulum láta þetta atvik vera okkur hvatning til þess að eiga samtal við alla bílstjóra og líka samtal við okkur sjálf, varðandi öryggi hjólamanna. Við þurfum að útskýra fyrir bílstjórum hvað erfitt er að koma auga á okkur og hvað við erum óvarin í umferðinni og hve auðveldlega við getum orðið fyrir líkamstjóni jafnvel við minnstu óhöpp. Við skulum fá bíl- stjóra ti l þess að spyrja sig viðbót- arspurningar eftir að þeir hafa litið eftir öðrum bílum í um- ferðinni, spurningu sem hljóðar svona: „ER BIFHJÓLA- MAÐUR Í NÁND“. Það eru líka aðrar hliðar á þessum ör- yggismálum hjóla- manna sen snúa að okkur sjálfum. Það er sýnileiki okkar hjólamanna. Okkur finnst við öll voða flott og töff í svörtu búningunum okkar þegar við erum úti að hjóla. En við verðum ekki svo töff þegar búið er að KLESSA okkur, hvort sem er af völdum annar í umferðinnin eða okkar sjálfra. Þess vegna er það svo mikilvægt, eins og þegar við setjumst undir stýri og setjum á okkur bíl- beltin, að þegar við setjumst á hjólin, klæðast þá SÝNILEIKAVESTI eða vera í vel sýnilegum búningi áður en við byrjum að hjóla og förum út í umferðina. Það getur hjálpa til þess að aðrir ökumenn sjái okkur betur og við komumst heil á húfi heim úr hjólatúrnum. Þriðja hliðin er svo ofsaakstur sumra okkar hjóla- manna, með hraðakstri erum við að draga veru- lega úr líkum þessa að aðrir bílstjórar geti séð okk- ur og brugðist við eftir aðstæðum. Með hraðakstri erum við líka að draga úr virðingu annara vegfar- anda gagnvart okkur hjólafólki. Við erum hér samankomin til að sýna hinum látna Jóhannesi Hilmari virðingu okkar og sýna samstöðu um aukna athygli á öryggi bifhjólafólks. Ég ætla fyrir hönd okkar allra að leggja blóm hér við slysstaðinn og kveikja á kerti til minngingar um fallinn hjólamann. Við sendum ættingjum og ástvinum Jóhannesar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og við sendum þeim líka góðar hugsanir. Við munum svo setjast á hjólin okkar ræsa þau og þenja mótorinn í 10 sec. í virðingaskyni við hinn látna. Að lokum skulum við svo hjóla upp í Hreiður og þiggja kafi og meðlæti í boði Bifhjólaklúbbsins ARNA. Takk fyrir samstöðuna um að AÐ LÁTA TIL OKKAR TAKA,“ sagði Óskar Húnfjörð í ávarpi sínu. Hulda kynnti heilsukoddann Keili á heilsuráð- stefnu í Kaup- mannahöfn á dögunum. Eftir ráðstefnuna gerði hún samning við danskt fyrirtæki um að koma honum á markað í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. koddann því þegar maður er með hálsáverka getur maður ekki gist með hvaða kodda sem er á hótelum.“ Koddinn hefur fengið ýmis verðlaun á erlendri grundu, til að mynda Special Recognition Award hjá EUWIIN (European Union Women Inventors & Innovators Network) og Inpex-verðlaunin í flokknum Health and Fitness í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Það verður því spennandi að fylgjast með markaðs- sókn Huldu erlendis með koddann Keili. Hún segir marga hafa stutt sig við það verkefni að koma koddan- um á markað og að án þeirra hafði hann aldrei orðið að veruleika. Nánar má lesa um heilsukoddann Keili á vefsíð- unni buildyourpillow.com og á Facebooksíðunni Keilir Health Pillow. HULDA SVEINSDÓTTIR hlaut áverka á háls árið 2005 og átti eftir það erfitt með svefn. Í framhaldinu þróaði hún heilsukoddann Keili fyrir fólk með hálsá- verka. Hann hefur verið seldur í litlu upplagi hér á landi síðan 2009 en á dögunum gerði Hulda samning við heilsufyrirtækið Careware Kompagniet í Dan- mörku um dreifingu á Norðurlöndunum til að byrja með og víðar í framtíðinni. „Það eru spennandi tímar framundan og gaman að hafa náð samningum um dreifingu á Norðurlöndum,“ segir Hulda en koddinn verður framleiddur hjá fjölskyldufyrirtækinu Ekamed í Þýskalandi. Koddinn samanstendur af fimm stykkjum, botni, tveimur hliðarstykkjum og tveimur sívalningum sem festir eru á botnstykkið með frönskum rennilás. Koddinn samanstendur af fimm stykkjum, botni, tveimur hliðarstykkjum og tveimur sívalningum sem festir eru á botns- tykkið með frönskum rennilás. Búið er að setja koddaver utan um efri koddann á myndinni. VF-myndir/Aldís Ósk l Ökumenn spyrji sig: Er bifhjólamaður í nánd? Fjölmenn minningarstund við Reykjanesbraut Allur ágóði grannaslags í Garði rennur til fjölskyldu Jóhannesar Í kvöld, fimmtudagskvöld, mætast erkifjendurnir Víðir og Reynir í 3. deild karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Garðinum en Víðismenn sigruðu í síðustu rimmu 0-3 í Sandgerði. Allur ágóði af miðasölu mun renna til fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar sem lést í umferðarslysi við Hafnarveg fyrir skömmu. Leikurinn hefst klukkan 20:00 en grillin fara í gang klukkan 19:00. Frá minningarstundinni á gatnamótum Reykjanes- brautar og Hafnavegar í síðustu viku. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Vélhjólafólk af Suðurnesjum fjölmennti í minningarstundina.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.