Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.2016, Page 10

Víkurfréttir - 21.07.2016, Page 10
10 fimmtudagur 21. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR LESANDI VIKUNNAR Hvaða bók ertu að lesa núna? Núna er ég að bíða eftir bók sem kom nýverið út, bókin heitir Iréne en hún er glæpasaga eftir franskan höf- und að nafni Pierre Lemaitre . Í biðinni er ég að lesa krimma eftir Camillu Läckberg. Hver er þín eftirlætis bók? Það er bókin Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Ég lá á sjúkrahúsi og mátti ekki hreyfa mig og þá kom einhver hérna frá Bókasafni Reykjanesbæjar með bókina á hljóðbók til mín. Ég hlustaði á hana aftur og aftur og endaði svo á að kaupa mér hana þegar mér gafst tækifæri til. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Þeir eru nú svo margir en sem barn hélt ég mikið upp á Mark Twain og í dag les ég allt, bæði gamalt og nýtt. Ég held mikið upp á Auði Övu, Auði Jónsdóttur, Einar Má, Mikael Torfason, Kristínu Steins en ég var mjög ánægð með bækurnar Á eigin vegum og Vonarland, Jane Aamund, Marianne Fredriksson og ég býð alltaf eftir bókum frá Jóni Kalman. Hvernig bækur lestu helst? Ég les mest skáldsögur og ef fræðibækur verða fyrir valinu eru það helst sagnfræðibækur. Einnig les ég ævisögur og þá vel ég ævisögur þeirra sem hafa skipt máli fyrir framgang sögunnar, líkt og ævisögu Winston Churchill og fleiri. Mér finnst líka mjög gaman að lesa um framandi hluti og nefni þá Saffraneldhúsið og Hús moskunnar. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Bókin Veröld sem var eftir Stefan Zweig en aðstæður voru líka sérstakar. Hvaða bók ættu allir að lesa? Það er erfitt að segja til um það, fólk svo ólíkt. Helst væri það Austurlandaviska eina og Vegurinn og allir hefðu gott af því að lesa Hávamál. Hvar finnst þér best að lesa? Í rúminu. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Það eru helst þessar bækur sem ég hef verið að nefna en ég hef verið að gefa bæk- ur eftir Jón Kalman, Einar Má, Auði Övu og Auði Jónsdóttur í jólagjafir. Ég gef ekki nema það sem ég hef gaman að sjálf. Við þökkum Ásrúnu kærlega fyrir og minnum á heima- síðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar. Einnig minnum við á að allir eru velkomnir í leshring eða Bókaspjall Bókasafns Reykjanesbæjar sem hefst aftur í september. ALLIR HEFÐU GOTT AF ÞVÍ AÐ LESA HÁVAMÁL Ásrún Ingadóttir geislafræðingur hefur verið í leshring í Bókasafni Reykjanesbæjar í um 8 ár en hún hefur alltaf lesið mikið, alveg frá því hún lærði að lesa. Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkur- fréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safns- ins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn „Ég les mest skáldsögur og ef fræðibækur verða fyrir valinu eru það helst sagnfræðibækur.“ Aukavinna Óskum eftir tveimur smiðum til að skipta um járn á gömlu húsi. Reynsla nauðsynleg. Húsið er staðsett í Grindavík. Nánari upplýsingar gefur Örn Sigurðsson í síma 869 6820 lést á heimili sínu, þriðjudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, fimmtudaginn 21. júlí kl: 13:00. Guðný Rós Hinriksdóttir, Harry Kahari, Valgeir Örn Hinriksson Birgitta Rán Óskarsdóttir Magdalena Olsen, Valgeir J. Þorláksson, barnabörn og Ásmundur Örn Valgeirsson lést 11. júlí sl. á Mary Immaculate sjúkrahúsinu í Newport News VA., Bandaríkjunum. Anthony Ciotta og fjölskylda Lúðvík, Halldóra , Þórhallur, Gréta , Edda Guðmundsbörn og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, Hinrik Þór Valgeirsson Gónhól 7, Njarðvík Elskuleg eiginkonan mín,móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir Inga K. Guðmundsdóttir Ciotta frá Litlabæ í Keflavík F: 26. 1. 1939 Hvernig verður sumarfríið hjá þér í ár? Sumarið í sumar verður í raun eitt langt sumarfrí bæði heima og að heiman því ég er á milli starfa. Frí- ið mitt byrjaði á því að ég fór ásamt hundinum okkar alein á Snæfellsnes og dvöldum við þar í tjaldvagni í tæp- ar þrjár vikur án rafmagns, alveg dá- samleg upplifun en stundum ögrandi. Þetta var einkadraumurinn minn sem eiginmaðurinn deildi ekki með mér vegna starfa erlendis. Ég er svo mikið náttúrubarn og fer daglega í göngu- ferðir úti í náttúrunni. Elska að labba í fjörunni eða í móanum fyrir ofan Sandgerði þar sem ég bý. Hundar eru góðir göngufélagar. Eftirminnilegasta sumarfríið? Ég á margar skemmtilegar minningar um sumarfrí með fjölskyldu minni og svo einnig með sjálfri mér. Það er stundum þannig að mig langar að prófa að gera eitthvað sem öðrum finnst ekkert svakalega spennandi og þá fer ég bara ein. Skrýtnasta sumar- fríið mitt er sennilega þegar ég fór á gyðjunámskeið úti í skógi í Wales fyrir sextán árum. Við hjónin höfum oft ferðast innanlands og erlendis. Ísland er auðvitað alltaf best og náttúran svo sæt og saklaus, engar slöngur eða úlfar og birnir. Hvert væri draumasumarfríið? Við hjónin eigum okkur þann draum að skoða Hawaii og sigla svo á skipi þaðan um fallegar paradísareyjar í Kyrrahafinu. Kennarinn Marta Eiríksdótt- ir er mikið náttúrubarn og fer daglega í gönguferðir. Á dögunum fór hún í þriggja vikna sumarfrí á Snæfellsnes, alein með hundinum sínum. Skrítnasta sumarfrí Mörtu var þegar hún fór á gyðjunámskeið úti í skógi í Wales fyrir sextán árum síðan. SUMARFRÍIÐ Draumurinn að ferðast til Havaí ●● Ferðaðist●●um●Snæfellsnes●í●þrjár●vikur●með●hundinum●sínum TRILOGIA MEÐ NÝTT LAG OG MYNDBAND Dúóið Trilogia frá Sandgerði hefur sent frá sér nýtt lag, sem kallast Dreams, en glæsilegt myndband fylgir útgáfunni. Það eru þau Fríða Dís Guðmunds- dóttir og Finnbjörn Benónýsson sem skipa hljómsveitina en þau hafa verið að gera tónlist saman frá unglingsaldri. Fríða er flestum kunn úr hljóm- sveitinni Klassart, en þau Finnbjörn voru einnig saman í hljómsveitinni Tabula rasa á árum áður. Annað lag eru væntanleg fljótlega en þau Fríða og Finnbjörn eru búin að vera í hljóðveri síðustu vikur. Þau munu spila á Gærunni á Sauðárkróki í ágúst og líklega eitthvað í kringum Ljósanótt og Sandgerðisdaga. Tónlist sveitarinnar er rafskotið popp en lagið Dreams er önnur smáskífa þeirra. Keflvíkingurinn Þorsteinn Surmeli sá um að gera myndbandið við lagið. Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.