Víkurfréttir - 25.08.2016, Blaðsíða 1
n Lögreglustjór-
inn á Suðurnesj-
um veitti í vik-
unni hafnarstjóra
Reykjaneshafnar
tímabundna
undanþágu á
grundvelli 12.
gr. lögreglusam-
þykktar fyrir
Reykjanesbæ til að skjóta sjófugl við
höfnina í Keflavík, en fuglinn hefur
sótt mjög í makrílinn þegar landað
er og verið til vandræða.
Leyfið er bundið nokkrum skilyrðum,
meðal annars að tilkynna skuli lög-
reglu áður en skotið er hverju sinni
og að eingöngu þeir sem hafa leyfi
fyrir viðkomandi skotvopnum megi
nota þau í samræmi við vopnalög nr.
16/1998
Sjófugl hefur gerst mjög nærgöng-
ull við hráefni sem landað er við
Keflavíkurhöfn á meðan það býður
flutnings af hafnarsvæðinu. Fuglinn
hefur m.a. skemmt mikið af hráefni
og þannig valdið bæði seljendum og
kaupendum skaða.
Reykjaneshöfn hefur komið upp sérs-
töku hátalarakerfi með fuglahljóðum
sem eiga að fæla í burt fugl, en það
hefur ekki gefið eins góða raun og
vonir stóðu til.
Hafnaryfirvöld telja núna einu leiðina
til að hemja ágang vargfugla og flæma
frá hafnarsvæðinu sé að beita skot-
vopni.
Beiting skotvopns á hafnarsvæðinu í
Keflavík er háð ströngum skilyrðum
en leyfið gildir fyrst um sinn til 29.
ágúst nk.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagurinn 25. ágúst 2016 • 33. tölublað • 37. árgangur
n Grunnskólarnir hófu göngu sína á ný eftir sumarfrí í vikunni. Alls eru 360 börn sem hefja nám
í fyrsta bekk á Suðurnesjum þetta haustið. Flestir eru 1. bekkingar í Reykjanesbæ eða 243 talsins,
47 í Grindavík, 30 í Sandgerði, 25 í Garði og 15 í Vogum. Grunnskólanemendur á Suðurnesjum
eru heldur fleiri í ár en í fyrra og hefur fjölgað í öllum grunnskólunum fyrir utan í Grindavík. Í
Reykjanesbæ hefur grunnskólanemendum fjölgað um 139 frá fyrra ári og eru nú 2213. Í Sand-
gerði stunda nú 25 fleiri nám við grunnskólann en í fyrra og eru nemendur skólans 252. Nem-
endum í Vogum hefur fjölgað um tvo og eru nemendur Stóru-Vogaskóla 189 talsins. Sömuleiðis
hefur fjölgað um tvo í Gerðaskóla og eru nemendur hans 209 í ár. Nemendum við Grunnskólann
í Grindavík hefur fækkað um 24 frá fyrra ári. Myndin er tekin á fyrsta skóladegi í Grunnskóla
Sandgerðis sl. mánudag. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson
Stuð í skólabyrjun!
Uppbygging á helstu ferðamanna-
stöðum á Reykjanesi er þremur árum
á eftir áætlun, að sögn Eggerts Sól-
berg, verkefnastjóra Reykjanes Geop-
ark. Hann segir skort á fjármagni og
flækju í samskiptum við landeigendur,
sveitarfélög og ríkisvaldið hafa tafið
fyrir.
Eggert segir að það sé búið að vera
mjög mikill straumur ferðamanna
um Reykjanesið og mikill uppgangur
á svæðinu. „Við sjáum að bílastæðin
eru alltaf full og staðirnir með þá inn-
viði sem eru til staðar í dag, eru ekki
að höndla þetta álag. Það er skýrast
við Reykjanesvita og Brimketil. Það
hefur verið byggt upp við Brúna á
milli heimsálfa og Gunnuhver sem
hrósað hefur verið fyrir. Þeir stað-
ir sem við fylgjumst með eru undir
miklu álagi og verða það næstu þrjú
árin, sérstaklega við Gunnuhver,
Reykjanesvita, Brúna milli heimsálfa
og Brimketil.“ Í Víkurfréttum í dag
er fjallað um salernismál í ólestri á
þessum stöðum sem Eggert nefnir.
„Á pappír virka salernismál eins og
það sé lítið mál að redda því. Hins
vegar þarf að leggja lagnir, samþykkja
skipulag og skipulagsferlið hefur tekið
langan tíma. Það er komin ákveðin
lausn hvað það mál varðar og verð-
ur kynnt á næstu vikum. Það verður
byggt þjónustuhús á Reykjanesi þar
sem meðal annars verður salernisað-
staða og annars konar þjónusta.“
Mikið álag á Reykjanesi
Með leyfi til að
skjóta vargfugl
við höfnina
HÁTÆKNI
í stað mannfólks
í stærstu fiskvinnslunni í Sandgerði
- Sjá viðtal á bls. 10 n Frá hverasvæðinu við Gunnuhver. Þar er fjöldi ferðamanna alla daga. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson