Víkurfréttir - 25.08.2016, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR
Sveitasöngvar eru viðfangsefni hátíðartónleika Ljós-
anætur í Reykjanesbæ þetta árið undir yfirskriftinni:
Hvernig ertu í kántrýinu?
Það er einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara sem taka
þátt í Með blik í auga sem nú eru haldnir í sjötta sinn
og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía
Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson
fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna en hann þekkir
vel kántrýtónlistina og gerði henni góð skil með hljómsveit
sinni Brimkló sem lék kántrýskotna popptónlist.
Þeir voru vinsælir og segja má að þeir hafi verið
frumkvöðlar íslenskrar kántrýtónlistar en
lög þeirra lifa enn góðu lífi meðal þjóðar-
innar.
En hvaðan kemur kántrýáhuginn á Ís-
landi?
“Ég hlustaði auðvitað mikið á Kanann í
gamla daga og kynntist þar kántrý tón-
listinni. Síðan er við stofnuðum Brimkló
árið 1972 þá var efnsskrá okkar mikið
kántrý tónlist eins og glöggt má heyra á öllum
plötum hljómsveitarinnar.”
Hvernig var kántrýið á Íslandi?
„Brimkló var nú held ég eina hljómsveitin sem lagði upp
með þessa tónlist í byrjun og náði mikilum vinsældum. Það
má auðvitað segja að fyrstu lög Villa Vill hafi verið kántrý-
skotin sem og flest íslensk dægurlög sbr. lög Magga Eiríks
og svo er gaman að geta þess að lag Rúna Júll, Það þarf fólk
eins og þig fyrir fólk eins og mig, er upphaflega kántrý lag
samið af Buck Owens frá Bakersville.
Var kántrý á Íslandi öðruvísi en t.d. í Bandaríkjunum?
„Heimili þessarar tónlistar er auðvitað í Bandaríkjunum
en hér heima átti hún mikinn hljómgrunn, það er ekki
spurning.”
Hvað er það sem einkennir kántrý helst?
„Það er hægt að svara þessu með því að segja…4 hljómar
og sannleikurinn, “ segir Björgvin og segir það rétt að Kan-
inn hafi haft mikil áhrif á hlustendur á suðvesturhorninu
og kveikt hjá mörgum áhugan á kántrý þótt ekki hafi það
náð lengra. „Fyrir norðan náðu þeir ekki Kananum
en hlustuðu þá frekar á sjóræningjastöðina Ra-
dio Caroline sem spilaði mest megnis enska
tónlist en stundum þá amerísku.”
Hvað er besta kántrýlag allra tíma?
„Það er ekki hægt að taka eitt lag út. Þau
eru svo mörg. Ég á svo mörg uppáhalds
lög. Uppáhalds lag eftir mig er: „Ég er
ennþá þessi asni sem þú kysstir þá.”
Hvernig leist þér á þetta verkefni þegar
skipuleggjendur höfðu sam band við þig?
„Mér leist vel á þetta framtak og hafði heyrt góðar
sögur af þessu. Ég vona bara að þetta heppnist skamm-
laust, “ segir Björgvin og svarið er einfalt þegar hann er
spurður að því hverju tónleikagestir megi eiga von á á
Ljósanótt. „Fjórum til fimm hljómum og sannleiknum -
sem og lögum sem það þekkir. Ég vona bara að allir syngi
með.”
Frumsýning er miðvikudaginn 31. ágúst og tvær sýningar
verða sunnudaginn 4. september. Sýningar fara fram í
Andrews Theatre á Ásbrú og er miðasala á midi.is.
KÁNTRÝVEISLA Í ANDREWS Á LJÓSANÓTT
FIMM HLJÓMAR
OG SANNLEIKURINN
●● Björgvin●Halldórsson●í●kántrýinu●á●Ljósanótt
■ Sandgerðisdagar voru formlega settir
í Grunnskóla Sandgerðis í gær og munu
standa fram á sunnudag. Á dagskránni
eru ýmsir skemmtilegir viðburðir, svo
sem Loddugangan sem fer fram í kvöld,
fimmtudagskvöld klukkan 20:00. Um helg-
ina mun svo hver viðburðurinn reka annan.
Á föstudag verður litabolti í Íþróttamið-
stöðinni, opið hús hjá Tónlistarskólanum
og sagna- og söngvakvöld í Efra-Sandgerði,
viðureign Norður- og Suðurbæjar í fótbolta
og stórdansleikur með Helga Björnssyni
og Reiðmönnum vindanna. Á hátíðarsviði
við grunnskólann á laugardag koma fram
ýmsir skemmtikraftar, svo sem Villi og
Sveppi, Lína Langsokkur, Jóhanna Ruth og
fleiri. Ýmsir fleiri viðburðir eru á dagskrá
Sandgerðisdaga sem nálgast má á vefnum
sandgerdi.is
Fjör í Sandgerði um helgina
●● Sandgerðisdagar●settir●í●gær
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þriðjudaginn 19. ágúst.
Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Opið alla virka daga kl. 8:00 - 16:00.
Einnig er hægt að greiða atkvæði utankjörfundar á eftirfarandi stöðum:
REYKJANESBÆR, GARÐUR, SANDGERÐI OG VOGAR
Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Ytri Njarðvík
Opið verður milli kl. 17.00 og 19.00 eftirfarandi daga:
Mánudagur 5. september
Miðvikudagur 7. september
Föstudagur 9. september
Þá er hægt að kjósa eftir samkomulagi með því að hringja í tengilið
í síma 864-8288 frá 23 ágúst til 9 september á milli 13:00 og 17:00.
GRINDAVÍK
Félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Víkurbraut 27
Tengiliðir: Katrín Sigurðardóttir s. 821- 1399, Hulda s. 846-9800
og Hjálmar s. 869-7010.
Opið verður milli kl. 17.00 og 19.00 eftirfarandi daga:
Mánudagur 5. september
Miðvikudagur 7. september
Þá er hægt er að kjósa eftir samkomulagi með því að hringja í tengiliði.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi.
Kjósa skal 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölu-
staf frá einum og upp í fimm fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað
er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Yfirstrikanir ógilda kjörseðilinn.
Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum
10. september.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISMANNA Í SUÐURKJÖRDÆMI
10. SEPTEMBER 2016