Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 4

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 4
4 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR Nokkur fjöldi fólks beið í röð á Fitjum síðasta föstudag þegar þar var opnaður Dunkin´ Donuts staður. Boðið var upp á glaðning fyrir fyrstu viðskipta- vinina og voru nokkrir sem lögðu á sig margra tíma bið við staðinn til að tryggja sér sæti framarlega í röðinnni. Kleinuhringjastaðurinn var opnaður klukkan 13:00 á föstudag og sá sem var fyrstur í röðinni mætti klukkan eitt um nóttina og beið því í tólf tíma. Næstu þrír komu svo klukkan hálf sex um morguninn. Það var til nokkuð mikils að vinna fyrir unnendur kleinuhringja því að fyrstu tíu í röðinni fengu að gjöf árskort. Þeir geta þá komið einu sinni í viku í heilt ár og fengið kassa með kleinuhringjum. Næstu fjörutíu viðskiptavinir fengu kaffikort og kassa með kleinuhringjum. Dunkin´Donuts er inni í verslun 10- 11 á Fitjum. Þar var einnig opnaður Ginger veitingastaður í síðustu viku. Þetta eru fyrstu Dunkin- og Ginger- staðirnir sem eru starfræktir utan höfuðborgarsvæðisins og segir Sig- urður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suður- nesjum hafi tekið vel í opnunina. „Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“ segir hann. Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Röð í kleinuhringina ●● Sá●fyrsti●beið●í●tólf●klukkustundir Unnendur kleinuhringja lögðu á sig nokkurra klukkustunda bið þegar Dunkin´ Donuts var opnað á Fitjum í síðustu viku. Rósaselstorg að taka á sig mynd ●● Verslanir●og●veitingastaðir●áforma●rekstur●við●flugvöllinn Gengið hefur verið frá samningum við fjóra aðila um rekstur í verslunar- og þjónustukjarnanum Rósaselstorgi sem áætlað er að rísi rétt við flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þeirra eru Nettó með matvöruverslun, Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 með veitingastaði og Olís með eldsneytissölu og þjónustu. Auk fjölbreyttrar þjónustu við erlent og innlent ferðafólk, er þess vænst að staðsetning kjarnans geti verið gátt að ferðamannastöðum á Reykjanesi og fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem staldra við á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaup- félagi Suðurnesja sem unnið hefur að opnun þjónustukjarnans. Verkefni sem skapar fjölmörg ný störf Samhliða mikilli fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur þörf fyrir fjölbreyttari verslun og þjónustu á flugvallarsvæðinu aukist. Einnig kalla væntanleg stóriðjuumsvif í Helguvík og fjölgun starfsfólks á flugvallar- svæðinu á meira framboð þjónustu á þessum stað. Greiðlega hefur gengið að fá rekstraraðila að verkefninu sem leigja munu rými í nýja kjarnanum en dregist hefur að hefja framkvæmdir þar sem enn er verið að hnýta lausa enda í skipulagi svæðisins. Vonir standa þó til að hægt verði að hefja framkvæmdir fyrri part næsta árs og opna kjarnann síðar sama ár. Verk- efnið mun skapa fjölmörg ný störf en að jafnaði munu 75-100 manns starfa hjá rekstraraðilum í þjónustukjarn- anum. Starfsfólki mun svo fjölga enn frekar þegar síðari áfangar verkefnis- ins komast í gagnið en um er að ræða alls 20.000 fm lóð við síðasta hring- torgið næst flugstöðinni. Hönnun rýma að ljúka „Við hefðum viljað vera komin af stað með framkvæmdirnar, en skipulags- málin taka sinn tíma og góðir hlutir gerast hægt,“ segir Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suður- nesja. „Við höfum gengið frá form- legu samstarfi við kjölfestuaðila vegna 2000 fm verslunar- og þjónustuhúss- ins, það er matvöruhluta þess, elds- neytissölu og við fimm veitingaaðila í matartorgið. Þessir aðilar munu á næstu vikum ljúka þátttöku í endan- legri hönnun sinna rýma en þar eru nokkrar hugmyndir á teikniborðinu. Ýmsir fleiri aðilar hafa sýnt staðsetn- ingunni áhuga og við munum vinna áfram með sveitarfélaginu Garði að uppbyggingu svæðisins,“ segir Skúli. Margar fyrirspurnir um lóðir við flugvöllinn Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði kveðst fagna miklum áhuga fyrirtækja á að hefja starfsemi á þessum stað. „Það er fullur vilji hjá bæjarstjórninni í Garði að uppbygging Rósaselstorgs- ins gangi sem hraðast. Við erum núna að hnýta nokkra lausa enda varðandi skipulag og vegagerð. Þetta er mjög verðmætt svæði til lengri tíma litið og við hjá Garði, Sandgerði og Reykja- nesbæ fáum margar fyrirspurnir vegna lóða í grennd við Keflavíkur- flugvöll. Það er mikil þensla í flug- stöðinni og allt í kringum hana. Við sjáum að mannaflaþörfin vex stöðugt og að atvinnuleysi á svæðinu er nánast að hverfa. Þá er mikil eftirspurn og sala á íbúðarhúsnæði í öllum sveitar- félögunum.“ Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar hjá embætti Tollstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem miða að því að vernda sam- félagið gegn ólöglegum innflutningi og fela í sér mikil sam- skipti við viðskiptavini Tollstjóra. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Starf tollvarða felur m.a. í sér: • Afgreiðslu og eftirlit með skipum, flugvélum, farþegum og áhöfnum. • Eftirlit og skoðun vörusendinga og tollskjala • Sérhæfðar leitir svo sem í bílum, með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms. • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott andlegt og líkamlegt atgervi • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Almenn ökuréttindi. • Hreint sakavottorð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um skipun eða setningu í embætti tollvarða gildir V. kafli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Gunnlaugsson, í síma 560-0300 Umsóknarfrestur er til 5. september nk. Sótt er um starfið rafrænt á www.tollur.is/laus-storf. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. . Gera má ráð fyrir að þeir sem kallaðir verða í inntökupróf mæti 8. eða 9. september. Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá embættinu taka mið af þeim. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðn- ingu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í 6 mán- uði frá því að umsóknarfrestur rennur út. TOLLVÖRÐUR SPENNANDI STARF Í LIFANDI UMHVERFI

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.