Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 24

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 24
24 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR Tók soninn með í Stýrimannaskólann Jónína á fjögur börn og eru þrjú elstu uppkomin og flutt að heima en yngsti sonurinn, Jón Þór Jónsson Hansen er 18 ára. Hann var á leikskólaaldri þegar Jónína byrjaði í námi við Stýrimanna- skólann og fór stundum með í skól- ann. „Í skólanum var hann stundum spurður hvort hann ætlaði að verða vélstjóri eins og mamma en hann var alveg ákveðinn að verða stýrimaður,“ segir Jónína. Hún hefur nú lokið námi í skipstjórn og er langt komin með 4. stig í vélfræði. Jón Þór stundar nú nám í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir á sjóinn eins og mamma hans. Jónína er virk í björg- unarsveitinni Sigurvon í Sandgerði þegar hún er í landi og er þá hluti af sjóflokknum. Með henni í björgunar- sveitarstörfunum eru eiginmaðurinn, Jón Þór Ingólfsson og yngsti sonurinn. „Þeir eru mjög virkir en ég hef minni tíma vegna vinnunnar. Það er gaman af því að sonurinn ætli að leggja sjó- mennsku fyrir sig eins og ég,“ segir hún. Eldri börnin þrjú, Hlynur Han- sen, Heimir Hansen og Perla Sif Han- sen hafa öll stundað nám í vélstjórn. Saumar jólaskraut allt árið Á milli vakta á sjónum saumar Jón- ína jólaskraut. Jón Þór, eiginmaður hennar, kemur með jólasokk og sýnir blaðamanni og segir í gríni að hún sé búin að sauma utan um klósettið á heimilinu líka. Jónína saumar jóla- skrautið allt árið en tekur sér hvíld frá saumaskapnum í desember. „Þetta byrjaði þannig að frænka mín gaf mér bandarískan sokk til að sauma út. Ég kunni nú ekki við annað en að sauma hann. Síðan þá er ég búin að sauma mikið og jólaskrautið er vin- sælt hjá barnabörnunum. Á sjónum fara sumir að hlæja þegar þeir sjá vél- stjórann sauma út á milli vakta,“ segir Jónína. Allir samstarfsmenn Jónínu í gegnum tíðina hafa verið karlmenn með einni undantekningu. Aðspurð hvernig karlarnir hafi tekið henni þegar hún byrjaði fyrst á sjónum segir hún þetta ekki flókið; annað hvort passi fólk inn í hópinn eða ekki og að henni hafi verið vel tekið. „Ég bara svara körl- unum ef þeir segja eitthvað sem mér líkar ekki. Það verður að hafa munn- inn fyrir neðan nefið á sjónum.“ Núna í sumar sigldi Jónína í fyrsta sinn með áhöfn þar sem önnur kona var en það var Kolbrún Matthíasdóttir bryti. l Sandgerðingurinn Jónína Hansen siglir um heimsins höf með flutningaskipum Eimskips l Fór á sjóinn til að bjarga fjárhagnum „Ég hef alltaf verið svolítill strákur í mér og stundum gera samstarfsfélagarnir grín að því að ég gangi kvenlega í vinnugall- anum,“ segir Jónína Hansen, stýrimaður og vélstjóri hjá Eimskip, fjögurra barna móðir og amma. Hún ólst upp í Reykjavík flutti til Sandgerðis fyrir nokkrum árum síðan. Jónína hefur verið á sjónum í yfir tíu ár og gegnt stöðu stýrimanns, vélstjóra, háseta og kokks. Æskudraumur Jónínu var að verða sjómaður, eins og pabbi sinn. „Á árum áður sótti ég oft um en fékk aldrei vinnu á sjó. Svo missti maðurinn minn vinnuna sína. Við komumst að þeirri niðurstöðu að annað okkar þyrfti að fara á sjóinn til að bjarga fjárhagnum. Maðurinn minn er svo sjóveikur að það kom ekki annað til greina en að ég færi á sjóinn,“ segir Jónína sem af barnabörnunum og sumum vinnufélögum er kölluð amma Dreki. SAUMAR Á SJÓNUM Jónína í vélasalnum á Selfossi, ásamt Gunnari Rafni Skarphéðinssyni og Óskari H. Kristjánssyni. Í desember sigldi Jónína til Bandaríkjanna og var slæmt veður alla leiðina. Myndina tók hún í ferðinni. Jónína hefur verið vélstjóri, stýrimaður, háseti og kokkur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.