Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 27

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 27
27fimmtudagur 25. ágúst 2016 VÍKURFRÉTTIR STARFSMAÐUR Í BÍLAÞRIF Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á Keflavíkursvæðinu. Stutt lýsing á starfi: • Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa eins og skutl viðskiptavina til og frá starfsstöð Hæfniskröfur: • Laghentur og hörkuduglegur verkmaður • Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Stundvísi • Framúrskarandi þjónustulund • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið má finna undir Laus störf á brimborg.is Umsóknarfrestur er til 1. september 2016 Sæktu um í dag! Bílaþrif_DTI_Víkurfréttir_99x150_20160818.indd 1 18.8.2016 16:00:45 DO YOU LOVE CLEANING? AÞ-Þrif is looking for people to work at the airport, both for daytime work and shift work PROFESSIONALISM GOOD SERVICE HONESTY Punctual and efficient individual, between the age of 20–40 years old with driving license and no criminal record. Must speak english and/or icelandic. Challenging work in a multicultural environment. If you are interested, please apply via www.ath-thrif.is or email: gerda@ath-thrif.is Kolbrún á að baki langan feril í mynd- listinni og hafði lengi átt sér þann draum að fara í myndlistarnám. Kol- brún á þrjú börn með eiginmanni sín- um, Jóni Bjarna Pálssyni, og þegar þau voru búin með sitt háskólanám fannst henni tímabært að að láta drauminn sinn rætast og fara í myndlistarskóla. Þá var hún komin á sextugsaldur. „Árið 2010 ákvað ég að leigja mér íbúð á Akureyri og hefja eins árs fornám í Myndlistarskóla Akureyrar. Eftir þetta eina ár fann ég að mig langaði til að halda áfram og hóf þriggja ára nám í fagurlistum.“ Kolbrún útskrifaðist vorið 2014. „Maðurinn minn hélt áfram á sjó en heimsótti skólastelpuna sína í fríum. Við héldum okkar heimili hér í Sandgerði og vorum við því í eins konar fjarbúð,“ segir Kolbrún. Námið á Akureyri var öflugt, að sögn Kolbrúnar og þar lærði hún margt, bæði í listasögu og listsköpun. „Ég kynntist fullt af frábæru fólki, kenn- urum skólans, skólasystkinum og eignaðist góða vini. Þetta var svo mikið ævintýri og ég hef lært að það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast.“ Síðasta veturinn fyrir norðan lét Kol- brún sig hafa það að búa ein í 20 fer- metra bústað sem var hinu megin í Eyjafirðinum. „Á morgnana gekk ég í svarta myrkri í gegnum skóg með vasaljós. Þetta var um 600 metra leið upp brekku í bílinn minn, oft í miklum snjó og byl. Það var mikið lagt á sig fyrir skólann.“ Kolbrún segir námið hafa gefið sér sjálfstraust til að halda áfram að þróa sína list og jafn- framt veitt sér mikinn innblástur. Fyrir rúmlega ári síðan hélt Kol- brún einkasýningu í Norðurbryggju í Hörpu og voru verkin þar innblásin af lokaverki hennar úr Myndlistar- skóla Akureyrar. Málverkasýning Kolbrúnar sem nú stendur yfir í sal Listatorgs við Vitatorg í Sandgerði er sölusýning. Verkin á sýningunni eru unnin í olíu og blek á bómullarefni með blandaðri tækni. „Birtan spilar stórt hlutverk í verkunum þannig að þau eru ávallt að breytast og fylgja birtunni í rýminu,“ segir hún. Verkin eru römmuð inn í plexígler til þess að birtan geti leikið um þau. Sýningin mun standa til 4. september og verður opin alla daga frá klukkan 13:00 til 17:00. dagnyhulda@vf.is ALDREI OF SEINT AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST ●● Kolbrún●Vídalín●fór●í●myndlistarnám●á●sextugsaldri ●● Heldur●sýningu●á●Sandgerðisdögum Listakonan Kolbrún Vídalín heldur sýningu á verkum sínum núna á Sandgerðisdögum og mun hún standa til 4. september. „Markmið mitt í gegnum lífið hefur ávallt verið að efla listsköpun í umhverfi mínu og hef ég verið dugleg að sækja ýmis konar námskeið og miðlað þekkingu minni til annarra og með því vakið áhuga margra á listsköpun,“ segir hún. Á morgnana gekk ég í svarta myrkri í gegnum skóg með vasaljós Sýning Kolbrúnar mun standa til 4. september í Listatorgi við Vitatorg í Sandgerði. Verk eftir Kolbrúnu á sýningunni í Listatorgi. Birtan spilar stórt hlutverk í öllum verkunum á sýningunni. AÐALFUNDUR FRJÁLS AFLS stjórnmálasamtaka verður haldinn þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 17:30 að Hafnargötu 91 jarðhæð. Auk félagsmanna eru aðrir stuðningsmenn boðnir velkomnir. Kaffi á könnunni. Stjórnin. Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garð- skagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíó- amatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð. Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radí- óamatörar saman við vita víðsvegar um heim- inn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, heldur gefa menn upp kallmerki sitt og stað- setningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garð- skaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn. Þegar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvar- fólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar. Nánar um radíóamatöra í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og ÍNN. Beint samband til Norður Kóreu frá Garðskagavita Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi. Radíóamatör í sam- skiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.