Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 28

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 28
28 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR „Sameiginlegur vinur hafði sam- band við okkur og stakk upp á að við myndum minnast Nonna með þessum hætti. Hans annað heimili var lyftingasalurinn í Sandgerði,“ segir Fannar Sigurbjörnsson vinur Nonna en hann stendur fyrir mótinu ásamt Þórdísi Marteinsdóttur systur Nonna. Keppt verður bæði í karla og kvenna flokki í hnébeygju, bekkpressu, rétt- stöðulyftu og bóndagöngu. Undirbúningur og skráning í mótið hefur gengið ótrúlega vel en þegar eru komnir 10 keppendur í karlaflokki og 10 sömuleiðis í kvennaflokki og nokkrir eru á biðlistum. „Nú til að byrja með er mótið hugsað til gamans en við vonumst til að halda áfram næstu árin og að þetta vindi upp á sig. Ef það safnast einhver peningur mun hann renna til verk- efnisins „Út me’ða.“ Það verður opið fyrir frjáls framlög en við ætlum ekki að hafa neitt keppnisgjald þetta árið, en örugglega á næsta ári þegar við erum búin að fá reynslu á þetta. Við erum þó hörð á einni reglu og það er að keppendur verða að vera í sitt- hvorum sokknum. Nonni var alltaf í sitthvorum sokknum, hvort sem það var í æfingasalnum eða í fínni veislu,“ segir Þórdís, systir Nonna. Nonni sjálfur hafði gaman af því að taka fólk í bóndabeygju og hótaði því gjarnan þegar vel lá á honum, en hann var mikill húmoristi að sögn vina og ættingja. Þannig kom nafngiftin til á Bóndabeygjunni. Var alltaf brosandi út á við Að sögn þeirra sem voru nánastir Nonna þá var hann með mikið jafnaðargeð. Það var alveg sama hvert hann fór, hann náði að heilla fólk á öllum aldri og var vinur allra. „Hann glímdi við þunglyndi og var í miklum barning við sjálfan sig. Hann tók síðan sitt eigið líf fyrr í sumar. Hann var alltaf mjög góður við alla aðra í kringum sig en kannski ekki við sjálfan sig. Hann var ekki mikið að ræða erfiðleika sína við fólk en þeir allra næst honum átt- uðu sig á því hvað var í gangi. Hann var þó alltaf brosandi út á við þannig að þetta kom eflaust mörgum á óvart. Við ákváðum að ræða sjálfsvígið opin- berlega eftir andlát Nonna. Þetta á ekki að vera feimnismál, andleg veik- indi eiga frekar að vera uppi á yfir- borðinu svo að fólk sé ekki feimið við að leita sér hjálpar,“ segir Þórdís. Mótið fer að fram í Íþróttamiðstöð- inni í Sandgerði en bóndagangan, sem er síðasta greinin, fer fram á hátíðar- svæðinu utandyra við íþróttahúsið. ●● Andleg●veikindi●eiga●að●vera●uppi●á●yfirborðinu●segja●aðstandendur●Nonna● sem●standa●fyrir●kraftlyftingamóti●í●hans●minningu Á laugardeginum á Sandgerðisdögum verður haldið minningarmót í kraftlyftingum til heiðurs heimamanninum Jóni G. Mar- teinssyni. Nonni eins og hann var alltaf kallaður, lést langt fyrir aldur fram þegar hann svipti sig lífi í fyrra. Mótið verður því til styrktar „Út me’ða,“ sem er átak til forvarna gegn sjálfsvígum ungra karla. Skylda að mæta í sitthvorum sokknum í Bóndabeygjuna Þau Þórdís og Fannar eru ansi dugleg í ræktinni. Þau halda minningu bróður og vinar á lofti með því að blása til kraftlyft- ingamóts á Sandgerðisdögum. Sameiginlegir fundir frambjóðenda vegna prófkjörS SjálfStæðiSmanna í Suðurkjördæmi 2016 Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu í aðdraganda prófkjörsins, sem fer fram laugardaginn 10. september næstkomandi, standa fyrir sameiginlegum fundum með prófkjörsframbjóðendum. fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum: mánudaginn 29. ágúst kl. 12.00 á Hótel dyrhóley í vík – súpufundur mánudaginn 29. ágúst kl. 20.00 í nýheimum á Höfn í Hornafirði Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu dynskálum 8 á Hellu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20.00 í ásgarði í vestmannaeyjum fimmtudaginn 1. september kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu óðinsvé í árborg mánudaginn 5. september kl. 20.00 á nesvöllum í reykjanesbæ Gunnella Jóhannsdóttir, Sigtryggur Hafsteinsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Eygló Hafsteinsdóttir, Agnar Hafsteinsson, Sigurborg Þorvaldsdóttir, Lovísa Hafsteinsdóttir, Massimo Luppi, Hafdís N Hafsteinsdóttir, Karl Gústaf Davíðsson, Alda Úlfars Hafsteinsdóttir, Jón Þór Maríusson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Janus Hafsteinn Engilbertsson, Sjómaður Heiðarhvammi 5, Reykjanesbæ, lést á HSS 19. ágúst síðastliðinn. Útför fer fram á mánudaginn 29. ágúst í Keflavíkurkirkju kl.13.00. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Brynjólfsson, Lilja Dögg Bjarnadóttir, Ólafur Ingólfsson, Jóhanna Guðmundsdóttir Sells, William Sells, Hildur Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttirs, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir.   Ósk Sólrún Kristinsdóttir, frá Bræðraborg Höfnum, til heimilis að Aðalgötu 5   Reykjanesbæ,   lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 30. ágúst kl: 15:00.   Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar er bent á skilunardeild Landsspítalans. TÖLVUNNI SNJALLSÍMANUMVF.IS Í NÝJUM FÖTUM FYLGSTU MEÐ Í... SPJALDTÖLVUNNI

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.