Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2007, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.03.2007, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við kaffibændur sem og viðskiptavini sína - og að gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Kaffibarþjónn: Starfið/starfssvið: Óskað er eftir starfsmanni á kaffihús okkar í Leifsstöð, um er að ræða fullt starf. Starfið felst í framleiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstakling með metnað og frumkvæði. Kaffitár leggur sig fram við að þjálfa og fræða starfsfólk sitt þannig að hver og einn sé svo vel verki farinn að öruggt sé að bestu eiginleikar kaffisins komist til skila. Skriflegum umsóknum má skila með tölvupósti á lilja@kaffitar.is eða á kaffihús Kaffitárs. Frekari upplýsingar veitir Lilja í síma 696-8805. Kaffitár ehf., stofnsett árið 1990, rekur kaffibrennslu og kaffihús í aðalstöðvum sínum í Njarðvík. Auk þess má finna kaffibúðir/ kaffihús í Bankastræti, Kringlunni, í Þjóðminjasafninu í Reykjavík, Listasafni Íslands og í Leifsstöð. Kaffitár er reyklaus vinnustaður án vínveitinga. -leggur heiminn að vörum þér Fyrir mörgum virðist það, að fara í gang með hugmyndir og jafnvel stofna fyrirtæki virka sem áhættusöm, dýr og tímafrek iðja. Mörgum vex í augum verkefnið og erfitt getur verið að vita hvar eigi að byrja, hvert maður eigi að leita og hvað maður eigi að gera. Námskeiðið Ertu frumkvöðull, hvað áttu að gera? nálgast þetta viðfangsefni á nýjan hátt út frá því að vera leiðbeining fyrir þann sem langar að fara í gang sjálfstætt með hugmynd, verkefni eða fyr- irtæki. Námskeiðinu er ætlað að aðstoða einstaklingin við að fá nýja sýn á eigið verkefni, líta gagnrýnum augum á það og betrumbæta það ef þess er kostur. Námskeiðinu er ætlað að auka magn árangurs- ríkra hugmynda og sýna fram á, á hvern hátt hægt er að þróa verkefnið áfram með sem minnstum tilkostnaði, fyrirhöfn og áhættu. Á námskeiðinu er farið í gegnum grundvallar þætti í ferli því sem á sér stað frá hugmynd að fyrirtæki, þ.e áður en að kemur að því að gera viðskiptaáætlun. Þetta ferli er það mikilvægasta ef réttum árangri á að ná. Einnig er farið í gegnum þætti eins og gerð kynningarefnis og á hvern hátt sé best að selja verkefnið áfram til fjárfesta, banka, kaupenda og annara sem gætu styrkt verkefnið með aðkomu sinni að því. Að auki verður farið í gegnum aðra þætti í tengslum við frumkvöðlahlutverkið. Námskeiðið er fjögur kvöld, 13., 15., 20. og 22. mars frá klukkan 18:00 - 21:00. Námskeiðið er í boði Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500. Birgir Grímsson iðnhönnuður og frumkvöðull e-mail: birgirg@gmail.com Ég fór á stúfana eftir að ég sá að verið væri að selja vímuefna test í verslunum hér í Reykja- nesbæ. Foreldrar og aðrir sem vilja fylgj- ast með því hvort barnið sitt eða maki, félagi, er að neyta einhvers- konar vímugjafa, þá eru til tæki til þess, t.d hjá Olís, 10-11, apó- tekunum og fleiri stöðum, en því miður hefur verið lítil hreyfing á þeim enn sem komið er. Kannski illa auglýst. Sem betur fer þá er til fólk sem þorir að nota þau, ert þú einn af þeim? Ef þú vilt þér og öðrum vel, þá ferð þú núna og kaupir test og notar það. Það er gagnslaust ofan í skúffu. Það er mjög mikilvægt fyrir mann sjálfan að fá staðfest- ingu á því hvort viðkomandi er að neyta einhvers- konar vímugjafa eða ekki. Þá þurfa ekki að vera uppi einhverjar getgátur um það, sem kosta oftar en ekki læti og spennu og ástæðulausar áhyggjur. Það getur verið eitthvað annað að sem ekki tengist vímugjöfum sem gæti leysts með þessari staðfest- ingu. Ef viðkomandi vill ekki taka test, þá þarf ekki frekari staðfestingu á því. En ef viðkomandi sýnir jákvæða niðurstöðu, láttu hann þá ekki segja þér eitthvað annað, t.d að þetta sé gallað eða eitthvað annað, því þau þræta allveg fram í rauðan dauðan, eins og sagt er, og geta verið mjög sannfærandi. En munið það “testið er rétt”. Kveðja. Erlingur Jónsson. Vilt þú þér og þínum vel? Erlingur Jónsson skrifar um fyrirhyggju að forvörnum: FRUMKVÖÐLANÁMSKEIÐ Ertu frumkvöðull? hvað áttu að gera?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.