Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2007, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 08.03.2007, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR ����������������� ��������������� ������ ������������� ������������������������������������ ����������������� �������������������������� ���������������������������� �������������������������������������� ����������������������������������� ������������������ ���������� ���������� ������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ���������������������� �������������������������� ������������������������ �������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ Í dag, 8. mars, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hefst átak Reykja- nes bæj ar og fleiri sveitarfé- laga á Íslandi gegn heimilis- ofbeldi. Mark- mið ið er að vekja athygli almennings á því vandamáli sem heimilisof- beldi er og benda á leiðir til lausnar og úrbóta í þessum mál um. Í skýrslu frá 1997 kemur fram að 14% íslenskra kvenna hafi verið beittar of- beldi af hendi núverandi eða fyrrverandi maka og 7% hafi verið beittar mjög grófu of- beldi. Í nýjum upplýsingum frá Evrópuráðinu kemur fram að 12-15% Evrópskra kvenna, eldri en 16 ára, eru þolendur heimilisofbeldis í samböndum sínum, auk þess sem margar halda áfram að vera fórnar- lömb andlegs og kynferðislegs ofbeldis af hendi þessara sömu aðila eftir að hjónabandi eða sambúð lýkur. Heim il is of beldi á sér ýmis birtingarform, þar á meðal ein- angrun, efnahagslega stjórnun, tilfinningalega kúgun, hótanir og andlegt niðurbrot, kynferð- isleg misnotkun og líkamlegt ofbeldi. Líkamlega ofbeldið er það sem er sýnilegast en oftast er það andlega ofbeldið sem er það erfiðasta að vinna úr. Við- brögð umhverfisins við því að opna umræðuna um heimilisof- beldi hefur mikið að segja þegar þolendur og gerendur vilja leita sér aðstoðar og vinna úr sínum málum. Það er auðvelt fyrir þá sem þekkja ekki til að slá fram frösum eins og Af hverju fer hún bara ekki? Ég myndi ekki láta bjóða mér þetta? Með slíkum fullyrðingum gerum við hlutaðeigandi erfiðar um vik að gera eitthvað í sínum málum. Við megum ekki gleyma því að í ofbeldissamböndum er konan nið ur brot in og sjálfs mynd hennar í molum, hennar eigin tilfinningar eru hættar að skipta máli. Þegar hún íhugar kosti sína í stöðunni speglar hún sig í tilfinningum og viðbrögðum of- beldismannsins auk þess að vera oft háð honum efnahagslega. Í flestum tilvikum bera konur það ekki utan á sér ef þær búa við heimilisofbeldi og því getur slík aðstaða hafa verið svo vel falin að jafnvel fólk úr nánasta um- hverfi hefur ekki hugmynd um það sem átt hefur sér stað innan veggja heimilisins. Vanlíðan sem heimilisofbeldi fylgir brýst oft út í líkamlegum einkennum sem leitað er til heimilislæknisins með án þess að sannleikurinn um stöðu mála komi fram. Það er stórt skref að tala um vanda- mál sín og getur tekið langan tíma fyrir konuna að brjótast útúr heimilisofbeldinu, en oft- ast felst besti stuðningurinn í því að hlusta á í trúnaði án þess að dæma. Þar sem þolendur upplifa oft að ofbeldið sé þeim að kenna, heimilisofbeldið sé á þeirra ábyrgð, er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á fram- færi að ofbeldi sé aldrei réttlæt- anlegt. Samfélagið verður að vera tilbúið til að hlusta og ræða málin, ekki síst atvinnurekendur og samstarfsfólk. Það getur verið mjög mikilvægt að breytingar gangi hratt fyrir sig þegar þol- andi ákveður að rjúfa vítahring- inn, t.d. á launagreiðslum ekki hvað síst í þeim tilvikum þar sem laun viðkomandi hafa verið lögð inná reikning makans. Reykjanesbær tekur í samvinnu við Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópa- vog, Mosfellsbæ og Árborg þátt í útgáfu og dreifingu póstkorts inn á öll heimili í sveitarfélög- unum, með upplýsingum um hvert þolendur og gerendur geta leitað eftir aðstoð, auk þess að dreifa veggspjöldum með slag- orðum átaksins víða um bæinn til að vekja athygli á málefn- inu. Bókasafn Reykjanesbæjar mun stilla upp sýningarstandi með bókum og safnagögnum um heimilisofbeldi og annað of- beldi gegn konum og börnum. Unglinga á leiklistarnámskeiði Fjör heima munu í vik unni flytja gjörning um málefnið, í lífsleikni í 10. bekk Njarðvíkur- skóla verður málefnið tekið til umfjöllunar og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður umfjöllun um heimilisofbeldi gerð skil í átaksvikunni. En Reykjanesbær vinnur ötullega að öðrum verk- efnum í baráttunni gegn ofbeldi og afbrotum gegn náunganum og þá sérstaklega börnum. Má í því sambandi nefna fyrirhugað námskeið fjölskyldu-og félags- þjónustu Reykjanesbæjar fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum og unglingum. Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu starfsmanna á því hvernig greina megi ofbeldi gegn börnum og hvernig eigi að bregðast við komi slík mál upp á í þeirra starfi, auk þess að efla þekkingu starfsmanna á því í hvaða feril slík mál fara og hvernig vinnuferli barnaverndar er frá tilkynningu til úrræða. Í sumum grunnskólum Reykja- nesbæjar er verið að innleiða Olweusaráætlunina gegn einelti meðal barna og unglinga. Einelti er staðreynd í íslensku samfélagi, skaðleg fyrir hvern þann sem fyrir því verður. Birtingarform eineltis er bæði beint, s.s. högg, spörk, blótsyrði eða niðurlægj- andi og háðslegar athugasemdir eða óbeint eins og t.d. illt umtal og útilokun frá félagahópnum. Í Noregi hefur verið sýnt fram á að einelti hefur minnkað um allt að helming í þeim skólum sem tekið hafa upp Olweusar- áætlunina. Annað verkefni sem fór af stað seinni hluta síðasta árs fyrir til- stilli menningar-íþrótta-og tóm- stundasviðs Reykjanesbæjar og er hluti af aðgerðaáætlun Reykja- nesbæjar gegn ofbeldi og vímu- efnanotkun á skemmtistöðum í Reykjanesbæ er námskeið Lýðheilsustöðvar og Reykjanes- bæjar “Rétt ákvörðun - skyn- samleg við brögð fyrir veitinga- húsamenn” Með námskeiðinu er verið að efla þekkingu dyra- varða og barþjóna til að koma í veg fyrir ofbeldi með því að taka rétt á málum við þær aðstæður þegar ofbeldi gæti komið upp, í tengslum við neyslu áfengis eða annarra vímuefna, auk þess sem verið er að styrkja veitingahúsa- menn í þeirri aðgerð sinni að virða og viðhalda reglum um takmörkun aðgengis ungs fólks að vínveitingahúsum og aldurs- takmörk við áfengissölu. Frekari aðgerða er að vænta og er það til samræmis við aðgerða- áætlun ríkis og sveitarfélaga vegna ofbeldis á heimili og kyn- ferðislegs ofbeldis gegn konum og börnum sem tók gildi í ár og gildir til 2011. Nú er komið að okkur samborg- urunum að standa saman gegn heimilisofbeldi, hlusta án þess að dæma og vera sá stuðningur sem nauðsynlegur er til að ein- staklingum og fjölskyldum sem búa við heimilisofbeldi sé gert kleift að rjúfa þögnina og leita sér aðstoðar. Árni Sigfússon bæjarstjóri Stöðvum heimilisofbeldi Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.