Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2007, Page 38

Víkurfréttir - 15.03.2007, Page 38
38 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 1 Tottenham-Watford X 2 1 2 Blackburn-West Ham 1 1 2 3 Chelsea-Sheff.Utd. 1 1 4 Middlesbro-Man.City 1 X 1 5 Reading-Portsmouth 1 2 1 6 Wigan-Fulham 1 1 7 Derby-Cardiff 1 1 8 Luton-Ipswich 1 1 X 9 Norwich-Stoke 1 2 X 10 Plymouth-Crystal Palace 1 1 X 11 Sheff. Wed.-Wolves 1 1 X 2 12 Southend-Leeds 1 X 2 13 Sunderland-Hull 1 X 2 1 Fyrirtækjaleikur barna- og unglingaráðs Keflavíkur HJALTI GUÐMUNDS. IGS Nú er 11. leikvika og að þessu sinni mætast Hjalti Guðmundsson og IGS en í síðustu viku mættust Brunavarnir Suðurnesja og SpKef þar sem Brunavarnirnar tóku Sparisjóðinn í kennslustund með alls níu réttum gegn fjórum. Vöruhús Fríhafnarinnar er efst um þessar mundir með 13 stig en þar á hæla þeirra eru BS-menn með 11 stig. Örn Eiríksson tippar nú fyrir IGS en Óli Bragi tippar fyrir Hjalta Guðmundsson. Keflavík bikarmeistari Bikarúrslitahelgi yngri flokka í körfuknatt- leik fór fram um síðustu helgi þar sem drengja- flokkur Keflavíkur var eina Suðurnesjaliðið sem náði að landa titli. Nokkur Suðurnesjalið léku til úr- slita um helgina en það var drengjaflokkur Kefla- víkur sem landaði titli eftir góðan 67-55 sigur á FSu. Þröstur Leó Jóhanns- son fór á kostum í liði Keflavíkur en hann var val- inn maður leiksins með 26 stig, 8 fráköst, 5 varin skot og 4 stolna bolta. Suðurnesjaliðin léku öll skemmtilega leiki um helg- ina en máttu flest játa sig sigruð að undaskildum drengjaflokki Keflavíkur. Stúlknaflokkur Keflavíkur tapaði 61-47 gegn Haukum og unglingaf lokkurinn hjá Njarðvík tapaði 90-73 gegn Fjölnismönnum. Þá lágu Keflavíkurkonur enn eina ferðina gegn Haukum og nú í unglingaflokki og voru lokatölur leiksins 65- 64 Haukum í vil í æsispenn- andi leik. Bikarhelgin fór fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum á heimavelli KR og var umgjörð móts- ins til mikillar fyrirmyndar. Hægt er að skoða mynda- safn og myndbrot frá bikar- helginni á vef Víkurfrétta, vf.is. Forsbrand vakti lukku Um 60 kylfingar mættu á fyrirlestur og sýnikennslu hjá Svíanum Anders Fors- brand í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Forsbrand fór vítt og breitt yfir sviðið í fyrirlestri sínum. Hann lagði áherslu á að kylfingar ættu að einbeita sér meira að tækniæfingum til að ná ár- angri. Eftir fyrirlesturinn var farið út í Reykjaneshöllina og þar sýndi hann snilli sína með fleygjárnið. Það duldist engum sem þar var að Forsbrand er galdramaður með fleygjárnið, enda talinn einn besti fleyg- járns kylfingur heims. Forsbrand, sem er 46 ára, vann til fjölmargra titla á 22 ára ferli sínum sem atvinnumaður, m.a. sex sinnum á Evrópumótaröð- inni. Árið 2004 var hann aðstoð- arfyrirliði í Ryderbikarnum með Þjóðverjanum Bernhad Langer í farabroddi. Lið þeirra sigraði örugglega. Þetta var í annað sinn sem Forsbrand kemur til Íslands, í fyrra skiptið lék hann hér í Norðurlandamóti unglinga árið 1980. Hann segir að fleyg- járnið sé mikilvægasta kylfan í golfpokanum. Kylfingar á PGA-mótaröðinni eru flestir með fjögur fleygjárn í pok- anum sínum í mótum. Mestri nákvæmni er hægt að ná með fleygjárnunum og því eru þau svo mikilvæg og nýtast vel af innan við 100 metra færi. Hann segir fleygjárnið oft vanmetið hjá kylfingum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki orðnir at- vinnumenn. Svíinn Anders Forsbrand sýnir hér hvernig á að handleika fleygjárnið. Hann er talinn einn besti fleygjárnskylfingur heims. Fyrsti íþróttaþátturinn í loftið Fyrsti íþróttaþátturinn í vefsjónvarpi Víkurfrétta fór í loftið á þriðjudagskvöld en fyrstu gestir Víkurfrétta í íþróttaþættinum voru körfuboltaþjálfarar Suðurnesjaliðanna. Rætt var um úrslitakeppnina og var af nógu að taka. Hægt er að nálgast þáttinn í VefTV Víkurfrétta á vf.is. Á síðunni er einnig að finna ítarlega umfjöllun frá Samkaupsmótinu sem og bikarhelgi yngri flokka sem fór fram í Reykjavík. www.vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.