Víkurfréttir - 15.03.2007, Qupperneq 39
39ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Í KVÖLD
Deildarkeppninni í Iceland Express deild karla í
körfuknattleik er lokið og í
kvöld hefst úrslitakeppnin sem
margir körfuknattleiksunn-
endur bíða jafnan eftir í of-
væni. Suðurnesjaliðin Njarð-
vík, Keflavík og Grindavík
verða öll í eldlínunni en Kefl-
víkingar leika sinn fyrsta leik
í keppninni í kvöld og annað
kvöld leika Njarðvík og Grinda-
vík sína fyrstu leiki.
Keflavík mætir Snæfell í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar og
þar sem Snæfellingar hafa heima-
vallarréttinn fer leikur kvöldsins
fram í Stykkishólmi og hefst
hann kl. 19:15. Annar leikur
liðanna fer fram í Sláturhúsinu
á laugardag og hefst hann kl.
16:00. Sigurður Ingimundarson
hefur þegar gefið út að meiðsli
Tony Harris komi í veg fyrir
að hann leiki með Keflavík
í úrslitakeppninni. Óvíst er
hvort að nýr Bandaríkjamaður
komi til liðs við Keflavíkur en
það kemur í ljós síðar. Nokkuð
sennilegt er því að Keflvíkingar
leiki án Bandaríkjamanns í
kvöld. Annað kvöld taka Njarð-
víkingar á móti Hamri/Selfoss
og að sögn Einars Árna Jóhanns-
sonar verður Igor Beljanski klár
í slaginn en hann reif maga-
vöðva á dögunum og hefur verið
að jafna sig af þeim meiðslum.
Grindvíkingar mæta Skallagrím
í Borgarnesi annað kvöld þar
sem Borgnesingar hafa heima-
vallarréttinn en Grindavík og
Njarðvík leika sinn annan leik
í úrslitakeppninni á sunnudag
og hefjast þeir báðir kl. 19:15.
Njarðvíkingar eru núverandi Ís-
landsmeistarar og eiga titil að
verja en þeim var spáð sigri í
Íslandsmótinu fyrir þessa leiktíð
sem og á blaðamannafundi sem
fram fór í Reykjavík síðastliðinn
þriðjudag.
Í gær lauk deildarkepnninni í
Iceland Express deild kvenna en
Víkurfréttir fóru í prentun áður
en úrslit urðu kunn í leikjunum.
Fyrir þessa síðustu umferð var
ljóst hvaða lið myndu mætast
í úrslitakeppninni en það eru
Íslands- og bikarmeistarar
Hauka s em mæta ÍS og
Suðurnesjaliðin Grindavík
og Keflavík mætast í hinum
leikjunum í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar. Komið hefur
í ljós að Birna Valgarðsdóttir
mun að öl lum l ík indum
ekki leika með Keflavík í
úrslitakeppninni og er það
mikil blóðtaka fyrir Keflavík
en Birna er mikill reynslubolti í
kvennakörfunni.
Um síðustu helg i fór f r a m Í s l a n d s m ó t í
hópfimleikum en mótið var
haldið í Versölum í Kópavogi.
Fimleikadeild Keflavíkur náði
lágmörkum í tveimur hópum
inn á mótið og vegnaði þeim
ágætlega í mótinu.
Annar hópurinn frá Keflavík
tók þátt í keppni á dýnu en hinn
keppti á trampólíni. Hópunum
gekk ágætlega en þeir náðu
ekki á verðlaunapall að þessu
sinni en vissulega mikill sigur
fyrir Fimleikadeild Keflavíkur
að hafa náð tveimur hópum
inn í mótið. Framundan eru
tvö f imleikamót sem fara
fram í Keflavík. Annað mótið
er Vortrompsmótið en hitt er
Ponsumót. Vortrompsmótið
fer f ram helg ina 28 .-29.
apríl en dagsetning er ekki
komin á Ponsumótið. Hið
árlega Innanfélagsmót FK
fer fram þann 12. maí en þá
er keppt bæði í áhalda- og
hópfimleikum.
Ágætur árangur FK
Geirmundur fékk
gullmerkið
Aðalfundur Keflavíkur í þ r ó t t a - o g
ungmennafélags fór fram
í byrjun marsmánaðar en
þar var Einar Haraldsson
endurkjörinn sem formaður
f é l a g s i n s . G e i r m u n d u r
Kristinsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðsins í Keflavík var
heiðraður með gullmerki
Keflavíkur á fundinum en
þetta var í fyrsta sinn sem
gullmerki Keflavíkur er veitt.
S t j ó r n K e f l a v í k u r v a r
endurkjörin á fundinum en
sérstakur gestur fundarins var
Björn B. Jónsson, formaður
UM F Í , o g a f he nt i han n
félaginu Hvatningarverðlaun
UMFÍ og he iðraði hann
þaun Birgi Má Bragason og
Sesselju Birgisdóttur með
starfsmerki UMFÍ. Á fundinum
mærði Björn mjög það starf
sem unnið er í Keflavík og
hvatti Suðurnesjamenn til
að sækja um að fá að halda
ungmennalandsmót UMFÍ árið
2009 þar sem það hefur aldrei
verið haldið í landshlutanum.
Á fundinum voru veittar
viðurkenningar (starfsmerki)
fyrir stjórnarsetu og voru sjö
bronsmerki veitt þeim Elínu
Kjar tansdóttur, Kelmenzi
S æ m u n d s s y n i , S i g r í ð i
Björnsdóttur, Ólaf i Birgi
Bjarnasyni, Hal ldóri Leví
Björnssyni, Hjörleifi Stefánssyni
og Þorsteini Marteinssyni.
Þeir Þorgrímur St. Árnason
og Guðjón Axelsson fengu
si lfurmerki Kef lavíkur en
starfsbikarinn fengu þau Linda
Gunnarsdóttir og Jón KR.
Magnússon fyrir störf sín til
handa sunddeild Keflavíkur.
Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, ásamt
gullmerkishafanum Geirmundi Kristinssyni.
Einar tekur við hvatningarverðlaununum úr höndum Björns B.
Jónssonar, formanns UMFÍ.
Frans samdi við UMFN
Knattspyrnumaðurinn Frans
Elvarsson hefur gert þriggja
ára samning við Njarðvíkinga.
Frans verður 17 ára í ágúst
en lék áður með Sindra á
Hornafirði.
Fyrstu stig Grindvíkinga
Andr i Ste inn Birg iss on
b j arg a ð i f y r s tu s t i g u m
Grindvíkinga í hús um
síðustu helgi þegar hann gerði
jöfnunarmark Grindavíkur í
2-2 jafntefli gegn KA. Markið
kom í viðbótartíma. Grindavík
mætir Val í kvöld kl. 19:00 í
Egilshöll.
Víðismenn máttu sætta sig við
stórt tap gegn Selfyssingum í
Lengjubikarnum en lokatölur
leiksins voru 6-2. Leikurinn
fór fram í Reykjaneshöllinni
og var fyrsti leikur Víðis
í keppninni. Næsti leikur
Víðis er gegn Njarðvíkingum
þann 24. mars næstkomandi
og fer leikurinn fram í
Reykjaneshöllinni kl. 15:00.
Hóparnir frá Keflavík sem kepptu í Íslandsmótinu. Myndin er
frá þátttöku hópsins í Haustmótinu fyrr á tímabilinu.