Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2007, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.07.2007, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Listaskóli barnanna í Reykjanesbæ: Sparisjóðurinn í Keflavík er sjálfseignarstofnun sem hefur það að takmarki að veita viðskiptavinum sínum góða og örugga ávöxtun sparifjár og alhliða þjónustu á sviði fjármála. Sparisjóðurinn var stofnaður 1907 og er því 100 ára á árinu. Höfuðstöðvar eru í Keflavík en afgreiðslur eru í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og einnig á Ólafsvík. Sparisjóðurinn auglýsir eftir gjaldkera við afgreiðslu sína í Sandgerði. Reynsla af banka- eða skrifstofustörfum æskileg, svo og stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun. Leitað er eftir þjónustuliprum starfsmanni með jákvætt viðhorf til mannlegra samskipta. Umsóknarfrestur fyrir bæði störfin er til 16. júlí n.k. og skal umsóknum skilað til starfsmanna- þjónustu Sparisjóðsins, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík eða á netfang: gudnyba@spkef.is Sparisjóðurinn auglýsir eftir þjónustufulltrúa við afgreiðslu sína í Vogum. Hæfniskröfur: • Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun. • Reynsla af banka- eða skrifstofustörfum æskileg. • Frumkvæði og góð mannleg samskipti. • Áhugi á sölu- og markaðsmálum. • Jákvætt viðhorf og þjónustulipurð. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma afgreiðslunnar og felur ofangreint starf í sér ábyrgð á aukinni þjónustu hennar. Þjónustufulltrúi í VogumGjaldkeri í Sandgerði Laun eru samkvæmt kjarasamningi bankamanna. 07.07.07 Á RÁNNI Listahátíð barna var haldin fyrir fullu húsi í frumleik- húsinu á fimmtudag en þá útskrifuðust 40 nemendur af fyrra námskeiði í Listaskóla barna. Á listahátíðinni sýndu nem- endur afrakstur námskeiðsins bæði myndverk og leikverk við góðar undirtektir foreldra og annara aðstandenda. Listaskóli barna er tilraun til að skapa börnum í sveitarfélaginu tækifæri til þátttöku í listrænu og skapandi starfi. Í Svarta pakk- húsinu er lögð áhersla á mynd- ræna tjáningu á fjölbreytilegan hátt. Í Frumleikhúsinu er leik- ræn tjáning hins vegar í fyrir- rúmi. Þar munu börnin setja upp leikþætti, dansa, syngja og segja frá. Far ið er víða um bæinn og leitað fanga til listrænnar sköp- unar. Söfnin eru skoðuð, styttur bæjarins athugaðar og farið á nokkra staði sem eru merkilegir út frá sögu- eða menningarlegu sjónarhorni. Verður þar stuðst við bæði sanna atburði og þjóð- sögur á svæðinu. Myndlistarmaðurinn Guðmundur Maríusson mun opna málverkasýningu á veitingahúsinu Ránni við Hafnargötu í Keflavík laugardaginn 7. júlí nk., eða þann 07.07.07. Þann dag fagnar Guðmundur 75 ára afmæli og býður því fólki til opnunar á myndlistarsýningunni kl. 15 á laugardaginn. Guðmundur hefur verið að prófa sig áfram í abstrakt-myndum og mun sýna sjö verk, sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin mun standa í hálfan mánuð. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund með eitt þeirra verka sem hann sýnir á Ránni. Myndirnar eru allar málaðar í sterkum litum. Ljósm.: Hilmar Bragi ÚTSKRIFAR FYRSTA HÓPINN Í SUMAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.