Víkurfréttir - 04.10.2007, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Það mátti vart tæpara standa hjá Njarðvíkingum
í sumar sem með 3-0 sigri á
Fjarðabyggð tryggðu sæti sitt
í 1. deildinni í næstsíðustu um-
ferðinni. Eftir fremur brösugt
gengi luku Njarðvíkingar leik-
tíðinni með sæmd og höfðu
sigur á Fjarðabyggð og Stjörn-
unni í síðustu tveimur umferð-
unum. Varnarjaxlinn Gestur
Gylfason var svo á lokahófi
deildarinnar valinn besti leik-
maður sumarsins og sá efnileg-
asti var Frans Elvarsson. Njarð-
víkingum vantar nú nýjan
kall í brúnna á skútunni þar
sem Helgi Bogason hefur sagt
starfi sínu lausu en hann hefur
þjálfað félagið síðan 2001.
Helgi tók við Njarðvíkingum í
3. deild og á þessum sjö leiktíma-
bilum hefur hann komið liðinu
upp í 1. deild. Helgi segir tím-
ann sinn hjá Njarðvík hafa verið
góðan en nú sé komið að því að
efna loforð við fjölskylduna.
„Síðan ég tók við liðinu höfum
við saman áorkað ýmsu og t.d.
unnið vel í því að festa okkur
í sessi í 1. deild. Við vorum
óheppnir framan af þessu sumri
en menn héldu haus og kláruðu
þetta með sæmd,“ sagði Helgi.
„Ég átti góðan tíma í Njarðvík,
klúbburinn er góður í alla staði
og framtíðin er björt. Það eru
efnilegir menn að koma upp og
margir fastamenn í liðinu sem
eiga mörg ár eftir í boltanum,“
sagði Helgi sem nú bíður
spenntur eftir því að verja tíma
með fjölskyldu sinni. „Ég var
búinn að lofa minni fjölskyldu
því að taka mér gott frí, í það
minnst eitt ár og það er kominn
tími til þess að standa við lof-
orðið,“ sagði Helgi sem hefur þó
ekki afskrifað þjálfaraferilinn.
„Það geri ég ekki á meðan ég
hef enn ánægju af þessu,“ sagði
Helgi en ekki er enn búið að
ráða mann í hans stað. „Það er
ekkert komið á hreint en það
kæmi mér ekki á óvart ef Helgi
Arnarson yrði ráðinn í starfið
en boltinn er alfarið hjá stjórn-
inni,“ sagði Helgi og verður
hans vafalítið sárt saknað í her-
búðum Njarðvíkinga.
Gestur bestur og Helgi hættur
Rosalegt sumar
hjá Ramsay
Keflavík
Powerademeistarar
Haukakonur voru af-krýndar Poweradebikar-
meistaratitlinum í Laugardals-
höll um síðustu helgi þegar
Keflavík lagði margfalda
meistarana 95-80. TaKesha
Watson, bandaríski bak-
vörðurinn í liði Keflavíkur,
setti met í úrslitaleik keppn-
innar er hún gerði 36 stig,
gaf 7 stoðsendingar og stal 6
boltum.
Leikurinn var í járnum framan
af en í upphafi síðari hálfleiks
meiddist bandaríski leikmaður
Hauka og varð frá að víkja. Við
þetta tvíelfdust Keflavíkurkonur
og réðu lögum og lofum í síð-
ari hálfleik og höfðu að lokum
öruggan sigur. Pálína Gunn-
laugsdóttir lék um helgina sinn
fyrsta leik gegn sínu gamla fé-
lagi Haukum en hún gekk til
liðs við Keflavík í sumar. Kefla-
vík hefur orðið fyrir miklum
missi fyrir þessa leiktíð þar
sem María Ben Erlingsdóttir
stundar nú nám í Bandaríkj-
unum og þá eru þær Birna Val-
garðsdóttir og Svava Stefáns-
dóttir báðar með barni og leika
ekki með Keflavík framan af
vetri. Aðstoðarþjálfarinn frá því
í fyrra Agnar Gunnarsson er nú
á mála hjá Njarðvíkingum sem
þjálfari í yngri flokkum.
Grindvíkingar fögnuðu sigri í 1. deild karla í ár
og munu því leika í Lands-
bankadeildinni á næstu leik-
tíð. Grindvíkingar sýndu það
og sönnuðu að þeir eiga vel
heima á meðal þeirra bestu.
Milan Stefán Jankovic tók
við erfiðu búi í Grindavík en
sterkir póstar á borð við Ray
Anthony Jónsson, Óla Stefán
Flóventsson, Paul McShane og
fleiri ákváðu að vera áfram í
gulu og það reyndist vel.
Maður sumarsins hjá gulum var
vafalítið galdramaðurinn Scott
Ramsay sem átti hvern stórleik-
inn á fætur öðrum. Ramsay er
mikill spyrnusérfræðingur og
reyndist andstæðingunum oft
skeinuhættur. Jafnan voru tveir
til þrír varnarmenn að hamast á
kappanum sem gaf ekki tommu
eftir. Ramsay á tvö ár eftir af
samningi sínum hjá Grindavík
og verður því væntanlega með
þeim í eldlínunni í Landsbanka-
deildinni á næstu leiktíð. „Ég
vildi gjarnan spila áfram fyrir
Grindavík því ég á enn tvö ár
eftir af samningi mínum hérna.
Ég veit ekki hvað verður með
hina erlendu leikmennina sem
voru hjá okkur en við þurfum
líkast til að styrkja okkur eitt-
hvað fyrir Landsbankadeildina,“
sagði Ramsay sem á lokahófi
Knattspyrnudeildar Grindavíkur
var valinn besti maður sumars-
ins hjá Grindavík og var hann
vel að titlinum kominn. Þeir Óli
Stefán Flóventsson, fyrirliði, og
Paul McShane eru báðir með
lausa samninga en of snemmt
er segja til um hvað verður hjá
Grindvíkingum enda síðasta
leiktíð rétt á enda runnin.
Töframaðurinn Ramsay
fíflaði þá marga
varnarmennina í 1.
deildinni í sumar og
nú mega varnarmenn
í Landsbankadeildinni
fara að vara sig.
Helgi segir framtíðina vera bjarta
hjá Njarðvíkingum en nú sé komið
að því að hann efni loforð sem
hann gaf fjölskyldu sinni fyrir
nokkru.
Gestur var valinn bestur.
Keflavíkurkonur sælar eftir langþráðan
sigur á Haukum sem hafa síðustu
leiktímabil jafnan haft yfirhöndina gegn
Keflavík.