Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR www.lyfja.is - Lifið heil Bólusetning gegn inflúensu – engin bið ÍS L E N S K A /S IA .I S L Y F 3 94 18 1 0/ 07 Lyfja Keflavík: föstudaga kl. 13–17 Námskeið Brunamálaskól-ans fyrir atvinnuslökkvi- liðs menn hófst í að stöðu skólans á gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Elísabet Pálmadóttir skólastjóri setti námskeiðið, sem er annað sinnar tegundar sem haldið er í aðstöðu skól- ans. Námskeiðið sem er samtals 540 kennslustundir í tveim hlutum, en fyrri hlutinn stendur yfir næstu sjö vikur og sá síðari verður haldin á sama tíma að ári liðnu, eða um haustið 2008. Nemendur koma frá atvinnu- slökkviliðunum og eru kennarar reyndir með bóklega þekkingu og verklega reynslu. Brunamálaskólinn á Suðurnesjum: Námskeið komin í fullan gang Íþróttahúsið á Keflavíkur-flugvelli hefur verið tekið í notkun að hluta til. Húsið sem stað ið hef ur autt og ónotað síðan herinn kvaddi er nú að lifna við og mun það iða af fjöri í allan vetur sem aldrei fyrr. Óhætt er að segja að þegar herinn byggði húsið fyrir um 40 árum síðan hafi orðið ákveðin vatnaskil fyrir íþróttamenn, ekki bara varnar- liðsmenn heldur líka íslenska íþróttamenn. Húsið var mun stærra en þau íþróttahús sem fyrir voru á landinu og því voru landsleikir í handbolta og körfubolta oft á tíðum spil- aðir á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem mörg lið í nágrenni vallarins nutu góðs af þessu merka húsi. Síðan þá hefur húsið tekið breyt- ingum, bæði að utan og innan. Aðalsal hússins er hægt að skipta í tvennt. Í hvorum sal er hægt að spila körfubolta, blak, knatt- spyrnu og aðra boltaleiki. Sé sal- urinn óskiptur er hægt að leika körfubolta á löglegum keppnis- velli, auk annarra boltaíþrótta og leikja sem þurfa nægt rými. Strax á vinstri hönd þeg ar komið er inn í húsið er lyftingar- salur með fullkomnum tækjum til að byggja upp þrek og kraft. Í húsinu eru einnig fjórir rúm- góðir salir til að leika veggtennis eða spila körfubolta, auk tveggja rúmgóðra sala sem verða not- aðir til upphitunar (með hlaupa- brettum, stigvélum og róðra- tækjum) og til að stunda jóga, eróbik, dans eða nútíma leikfimi til að krydda hið hefðbunda. Stór sundlaug er svo í viðbygg- ingu sem kom síðar til sög- unnar. Laugin er um 25x20 metra og um 4 metra djúp þar sem hún er dýpst. Ekki er alveg ljóst á þessari stundu hvenær hún verður tilbúin til notkunar. Búningsklefar hússins eru tveir og báðir feykilega rúmgóðir. Í báðum klefum er aðstaða til að fara í sauna og gufubað og mun sú aðstaða komast í gagnið fljót- lega. Á næstu dögum og vikum munum við leigja út tíma í sal- ina fyrir einstaklinga sem og hópa og kappkosta við að fá sem flesta til að hreyfa sig. Enda fátt betra fyrir líkama og sál en holl hreyfing. Allar nánari upplýsingar um íþróttahúsið er hægt að fá hjá Tómasi Tómassyni, umsjónar- manni í síma 899 0525. Íþróttavellir taka til starfa Íþóttahúsið á Keflavíkurflugvelli. Háskólasvæðið á Keflavíkurflugvelli:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.