Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Síðasta keppnin í Íslands-mótinu í ralli, Haustrall BÍKR, var haldin á Djúpavatni og Kleifarvatni laugardaginn 29. september. Sigurvegarar rallsins urðu Suðurnesjamenn- irnir Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson á Subaru Impreza wrx á 56,53 mín og í öðru sæti urðu Jón Hrólfsson og Borgar Ólafsson á Subaru Impreza sti á 57,54 mín. Henning Ólafsson og Anna Birna Björnssdóttir lentu í 3. sæti í max1 flokki á tímanum 1.09.21, en þetta eru allt Suður- nesjamenn. Eknar voru 6 sérleiðar í mikilli bleytu og djúpum pollum sem voru ein til tvær bíllengdir. Öku- menn sögðu þetta klárlega erf- iðasta dagsrall sem haldið var í sumar og virkilega krefjandi. „Við komum oft á yfir 100 km hraða í pollana og komum þversum útúr þeim. Þetta var virkilega erfitt.“ Þetta er í fyrsta skipti í 17 ár sem Suðurnesjamenn vinna rall á Íslandi, en árið 1990 unnu Ólafur og Ingi, bræðurnir úr Bíl- bót, alþjóðarall. Suðurnesjaliðunum er spáð óvenju dræmu gengi í karlakörfunni á komandi tímabili, en í árlegri könnun formanna, þjálfara og fyrirliða er Grindvíkingum spáð bestu gengi eða þriðja sæti. Í humátt þar á eftir koma Njarðvíkingar í fjórða og Keflvíkingar í því fimmta. Meisturum síðasta árs, KR, er spáð titlinum, en Snæfell- ingum öðru sæti. Í kvennakörfunni eru það Keflvíkingar sem þykja sigurstranglegastar, enda hafa þær leikið geysivel á undirbúningstímabilinu og þegar unnið tvo titla, Powerade-bikarinn og Meistarakeppni KKÍ. Þær fengu nær fullt hús stiga en meistarar Hauka koma þar á eftir og svo Valur. Grindavík er svo spáð fjórða sætinu. Þessar spár eru að sjálfsögðu einungis til gamans gerðar, en þær sýna vel hvernig innanbúðarfólki finnst landið liggja í þessum efnum. Keflavíkur- stúlkur eru vissulega sigurstranglegar. Þær hafa misst sterka leikmenn frá fyrra ári, en hafa einnig fengið aðra. Önnur lið hafa ekki náð að vinna upp þá leikmenn sem þau misstu líkt og Haukar sem misstu m.a. Helenu Sverrisdóttur, og Grindavík sem missti Hildi Sigurðardóttur aftur heim til KR. Í karlaflokki er erfitt að spá þó meistararnir hafi fengið nokkra sterka leikmenn til sín, því öll liðin í efstu fimm sætunum gætu unnið hvern sem er á góðum degi. Grindavík styrkti sig fyrir tímabilið, en Njarðvíkingar eru með gjörbreytt lið frá fyrra ári og erfitt að spa fyrir um gengi þeirra. Það sama má segja um Keflavík, sem eru nú með þrjá erlenda leikmann innan sinna raða, en þeir gætu komið öðrum liðum í opna skjöldu í upphafi móts. Þó Hraðlestin hafi ekki sýnt sitt rétta andlit undanfarin misseri, skal enginn voga sér að van- meta þá. Nýliðar Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna fá það erfiða verkefni að sækja Keflvíkinga heim í fyrsta leik vetrarins á laugardag. Keflavíkurstúlkur sigruðu í Meistarakeppni KKÍ um helg- ina og þær eru til alls líklegar. Er því hætt við að þessi leikur verði algert skylduverkefni og Fjölnisstúlkur muni ekki sjá til sólar í leiknum. Jón Eðvaldsson, þjálfari Kefla- víkur, segir að það sé augljóst hvort liðið sé sigurstrang- legra. „Það er alveg ljóst að ef bæði lið leika af eðlilegri getu þá ætti þetta að verða sigur fyrir okkur. Það er alveg klárt. Ég sé ekki að önnnur lið fari að ógna okkur ef við höldum áfram á þeirri siglingu sem við erum!“ Hópurinn hjá Jóni er minni en hann var í fyrra, en hann nýtur þess að það eru margir leikmenn sem geta lagt sitt af mörkum og það gæti verið lyk- ill að því að fá bikarinn aftur heim. Þá mæta Grindvíkingar Hamri á sama tíma, en Grindvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta vetri þar sem Tamara Bowie og Heildur Sigurðardóttir hafa leitað á önnur mið. Kristján Guðmundsson, þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár, eða til árs- ins 2009. Hann hefur þjálfað liðið frá vorinu 2005 og náð góðum árangri með það þó síðari hluti núlið- ins tímablis hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Meðal annars varð liðið Bikarmeistari undir hans stjórn á síðasta ári. Þá má geta þess að Vesna Smilj- kovic, Danka Podovac og Jelena Petrovic, serbnesku leikmenn kvennaliðs Keflavíkur, hafa framlengt samninga sína við Keflavík til tveggja ára. Er það mjög mikill fengur fyrir Keflavík að hafa náð að tryggja sér krafta þeirra næstu árin, en þær eru meðal burðarása í liðinu. Vesna hefur m.a. verið einn af skæð- ustu framherjum deildarinnar frá því að hún kom til liðsins fyrir þremur árum. Þær hafa nú snúið aftur til síns heima en mæta galvaskar aftur að ári. Einni framlengdi knattspyrnu- deild Keflavíkur samning sinn við Danann Nicolai Jörgen- sen, sem var einn af betri leik- mönnum Keflavíkurliðsins á nýliðinni leiktíð. Það er fagn- aðarefni fyrir Keflvíkinga, því orðrómur var á kreiki um að önnur lið hér á landi hafi borið víurnar í leikmaninn. Samning- urinn er til tveggja ára. Sameinað fyrirtæki Samhæfni í Reykjanesbæ og tölvuþjónusta Vesturlands skrifuðu á dögunum undir styrktarsamning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Fyritækið er starfrækt bæði á Suðurnesjum og á Vesturlandi og ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins að slá tvær flugur í einu höggi í hálfleik á viðureign Keflavíkur og ÍA og skrifuðu undir styrktar- samninga við bæði lið í einu. Keflavíkurstúlkur byrja gegn nýliðunum Nýr leikmaður Keflavíkur, Pálína Guðmundsdóttir, sést hér keyra að körfunni gegn sínum gömlu félögum í Haukum. VF-mynd/Stefán Keflvíkingar semja við lykilmenn -samkvæmt spá leikmanna og þjálfara Keflavíkurstúlkur endurheimta titilinn Fulltrúar liðanna í kvennadeildinni. VF-mynd/Stefán Samhæfni styrkir Keflavík Fulltrúar félaganna tveggja ásamt eigendum SAmhæfni/TV Suðurnesjamenn gera góða hluti í rallinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.