Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Keflavíkurstúlkur unnu sinn annan titil í körfubolta á einni viku þegar þær lögðu Hauka að velli í keppni um meistara- bikar KKÍ um síðustu helgi. Keflavík vann yfirburðasigur, 84-52. Haukar léku án síns erlenda leikmanns Kieru Hardy sem er meidd. Án hennar er liðið eins og höfuðlaus her og nýttu Keflvíkingar sér það til hins ítrasta. Þær pressuðu stíft allan leikinn og töpuðu Haukar fjölmörgum boltum. Stigahæst hjá Keflavík var Kesha Watson með 19 stig og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir skoruðu 14 stig ásamt því að Bryndís tók 11 fráköst. Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 19 stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom henni næst með 10 stig og hún tók einnig 13 fráköst. Ótrúlegir yfirburðir Kesha Watson lyftir Meistarabikar KKÍ hátt á loft. VF-mynd/Stefán Tíu ára bikarafmæli Keflavík lagði ÍBV að velli í Bikarkeppni KSÍ fyrir réttum tíu árum. Viðureignir liðanna voru magnþrungnar af spennu og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem Bjarki Guðmundsson markvörður fór á kostum. Nokkrir leikmenn úr meistaraliðinu komu saman um síðustu helgi til að minnast þessara tímamóta, en skemmst er þess að minnast að Keflavík vann bikarinn bæði í fyrra og árið 2004. í hópnum eru nokkrir kappar sem hafa lyft bikarnum þrisvar, og hver veit nema hann fari aftur á loft hjá þeim áður en langt um líður. VF-mynd/Þorgils Landsbankinn í Keflavík og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafa ákveðið að endurnýja samstarf sitt og verður Lands- bankinn aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildarinnar næstu þrjú árin, eða fram á vor 2011. Það voru Almar Þór Sveinsson, útibússtjóri Landsbankans í Keflavík, og Birgir Már Bragason, formaður körfuknatttleiksdeildar Keflavíkur sem undirrituðu samninginn. Landsbankinn og Keflavík endurnýja samstarfið Fyrsta umferðin í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld með nokkrum leikjum og þar á meðal er stórleikur Njarðvíkur og Snæfells í Ljónnagryfjunni. Liðin eru á sitt hvorum end- anum þegar kemur að stöð- ugleika því að Snæfell er með nokkurn vegnin sama mannskap og í fyrra á meðan Njarðvíkurliðið er gjörbreytt frá fyrra ári. Fyrir utan þá leik- menn sem eru farnir til ann- arra liða eða hættir er útlit fyrir að Friðrik Stefánson, fyrirliðið gæti verið frá um óákveðinn tíma sökum veikinda. Hann var engu að síður bjart- sýnn fyrir leik kvöldsins og hefur trú á sínum mönnum. „Mér líst vel á þetta þó Snæfell- ingar gætu litið sterkari út en við á pappírnum. Við misstum marga leikmenn og erum með nýjan þjálfara. en Við höfum þá allt að vinna og sanna. Þetta verður stál í stál.“ Friðrik telur að deildin verði jöfn og að þó Njarðvíkingum sé spáð í fjórða sæti sé markið sett á gullið. Snæfellingar mæta í Ljónagryfjuna Á morgun mætast Keflavík og Grindavík í sönnum grannaslag þar sem ekkert verður gefið eftir. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut. Magnús Þór Gunnarsson, fyrir- liði Keflvíkinga, hlakkar til leiks- ins. „Það er skemmtilegast að spila á móti sterkum liðum og það er bara flott að byrja tíma- bilið á móti liði sem er sterkt og vel mannað.“ Keflvíkingum var ekki spáð góðu gengi í hinni árlegu könnun sem fram fór í vikunni, en Magnús segir það ekki breyta þeirra stefnu í vetur. „Væntingarnar eru alltaf þær sömu í Keflavík. Við viljum titla! Við höfum að vísu ekki verið að leika vel á undirbún- ingstímabilinu en við erum með vel mannað lið og lendum ekki í fimmta sæti... ég get lofað því!“ Friðrik Ragnarsson, þjálfari UMFG, horfir fram á spennandi vetur og skemmtilegan opnunar- leik. „Það er dálítið óþægilegt að koma inn í þennan leik því Kefl- víkingar eru alveg óþekkt stærð. Þeir eru nýbúnir að fá þrjá út- lendinga sem ég hef ekki séð en hef heyrt að séu góðir spil- arar. Þeir eru samt með gott lið og alltaf erfiðir heim að sækja. Við spilum bara okkar leik og þá eigum við eftir að fara langt með að vinna þennan leik.“ Grannaslagur! Jón Norðdal Hafsteinsson á flugi í leik á undirbúningstímabilinu. Hvað gera hann og félagar hans gegn Grindavík annað kvöld? VF-mynd/Þorgils Knattspy rnu k appinn Jónas Guðni Sævars- son, fyrirliði Keflavíkur, er með eftirsóttari mönnum í bransanum. Mörg lið hafa augastað á honum og hafa tvö lið úr efstu deild, Fram og Íslands- meistarar Vals, gert fyrir- spurn um hann hjá stjórn Keflavíkur. Þetta staðfesti Jónas, sem á eitt ár eftir af samningi sínum, í samtali við Víkur- fréttir. „Ég hef ekki heyrt frá neinum, en Keflavík hefur fengið fyrirspurnir frá Fram og Val um að fá að ræða við mig. Þeir hafa ekki fengið leyfi til þess og stjórnin er að hugsa sín mál og sömuleiðis ég, þannig að þetta mál er al- gjörlega á frumstigi.“ Jónas segist annars lítið vera að hugsa um þetta mál, en hann er líka að leita fyrir sér erlendis. Hann tekur það ann- ars fram að hann hafi ekki haft samband við liðin að fyrra bragði og sé sáttur við stöðu sína hjá Keflavík. Vilja bjóða í Jónas

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.