Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. Sigrúnar Ingólfsdóttur, Kirkjuvegi 11, Keflavík, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, fyrir frábæra ummönnun og einstaka hlýju við hana og okkur, Guð blessi ykkur öll. Magnús Haraldsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hinrik Sigurðsson, María S. Haraldsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Jóna Jónsdóttir, Heiðarvegi 24 Keflavík, Lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík, föstudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. október kl. 14.00 Jóhann Björn Dagsson, Dagbjartur Björnsson, Valur Björnsson, Erla Guðjónsdóttir, María Björnsdóttir, Svavar Sædal Einarsson, Ingiþór Björnsson, Regína Rósa Harðardóttir, Bjarnveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fyrir rúmu ári síðan til-kynnti Árni M. Mathiesen fjár mála ráð- herra að hann ætlaði að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- u r n e s j a h f . (HS) til einkaað- ila. Það verður að segjast eins og er að þessi ákvörðun orkaði mjög tví- mælis í hugum margra hér á Suðurnesjum enda verið að opna fyrir það að þetta fjöregg gæti orðið leiksoppur á upp- boðsmarkaði fjármálamanna. Mörgum fannst – þar á meðal mér – að fyrst á annað borð væri verið að bjóða hluti HS til sölu til einkaaðila mætti allt eins bjóða það öllum al- menningi. En nei, það þótti of flókið og varð því úr að hlutur ríkisins í HS var seldur umbreytingarfyrirtæki Hann- esar Smárasonar o. co. Geysir Green Energy. Síð an þetta gerðist hafa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum selt hlut sinn í HS nema Reykjanesbær. Það vakti undrun þegar Orku- veita Reykjavíkur keypti hlut í HS – til hvers? Sumum fannst reyndar gott að fá Orkuveituna inn í HS. Orkuveitan myndi sem opinber aðili standa vörð um fyrirtækið með Reykjanesbæ og Hafnfirðingum og þannig héldist það í eigu Íslendinga en saman eiga þessir þrír aðilar 67% hlut í HS. Annað virðist þó vera að koma á daginn því Orku- veitan er tilbúin til að fórna HS og leggja eign sína þar fram sem áhættuhlut í Reykjavík Energy Invest (REI). Var þetta ætlun forystumanna Orkuveitunnar þegar þeir keyptu hlutinn í HS? Stofnun útrásarfyrirtækisins REI er merkileg smíð þar sem spunameistarar fjármálamann- anna hefur náð hæstu hæðum. Með ótrú legum klókindum hafa þeir náð að véla meirihluta hlutafjár Hitaveitu Suðurnesja inn í REI án þess að nokkur taki eftir því. Meðan deilt er um keis- arans skegg í Reykjavík hverfur HS í reykjarmökkinn af írafár- inu um kaupréttarsamninga og lítið samráð. Það er ekki verið að tala um einhverja örfáa millj- arða króna í hlutafé þegar HS er annars vegar. Þar er verið að tala um orkuna og virkjanaleyfi fram- tíðarinnar. Þær eignir HS sem fara inn í REI eru tvær virkjanir þ.e. Reykjanesvirkjun og Svarts- engi ásamt vatnsréttindum á meirihluta Reykjanesskagans og það sem meira er virkjanaleyfi á svæðinu m.a. við Trölladyngju, Sandfell og Krísuvík. Geysir Green Energy á 32% í HS og þar sem Orkuveita Reykjavíkur á tæp 17% ásamt forkaupsrétti í 15% hlut Hafnfirðinga er REI orðinn meirihluta eigandi í HS. Þá er enginn eftir til að gæta opinberra hagsmuna fólksins á Suðurnesjum nema Reykja- nesbær með sinn tæplega 35% eignarhlut, en hvað dugir hann á móti spunameisturum pening- anna? Ef ráðherrar telja að Orkuveita Reykjavíkur eigi ekki að vera í áhættusömum rekstri getur það varla talist eðlilegt að Hita- veita Suðurnesja hf. sé notuð sem hlutafé í áhætturekstri. Ef ráðherrar ríkisstjórnar Ís- lands meina eitthvað með því sem þeir segja - um að koma böndum á orkuauðlindir lands- manna og binda í lög að þær verði ekki seldar erlendum að- ilum eða til áhættufjárfestinga - þá verður að stoppa það að REI eignist Hitaveitu Suðurnesja. Ef það gerist ekki getur umræða síðustu daga vart talist vera annað en orðaglamur. Kristján Pálsson f.v. alþingismaður og bæjarstjóri í Njarðvík Það er búið að fara illa með okkur Suðurnesjamenn Hitaveita Suður- nesja hefur svo gott sem verið einka vædd án þess að nokkur um ræ ða haf i far ið fram um fram tíð ar fyr- irkomulag í þessum málum í okkar samfélagi. Allt stefnir í að 48% eignarhlutur í Hitaveitunni verði eign hlutafélags sem verði alfarið í einkaeign og stefnt sé með það félag á markað í er- lendri kauphöll. Fjármálaráðherra fékk heimild til að selja hlut ríkisins í Hita- veitunni ! Fyrst fékk fjármálaráðherra heimild til sölu á 15% eignar- hlut Ríkisins í Hitaveitunni á alþingi. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum töldu almennt að sveitarfélögin (þáverandi eig- endur Hitaveitunnar) fengu að kaupa hlut ríkisins á matsverði, ekki ósvipað og þegar Ríkið keypti hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Ákveðið að fara með söluna í gegnum einkavæðingarnefnd Sú furðulega ákvörðun um að selja hlut Ríkisins í gegnum einkavæðingarnefnd þar sem sérstaklega var kveðið á um að opinberir aðilar mættu ekki bjóða í hlutinn er sennilega sú vanhugsaðasta ákvörðun sem nokkur ráðherra hefur tekið. Við súpum seyðið af þessari vit- lausu ákvörðun. Geysir Green býður verð sem fáir standast Tilboðin í Hitaveituna voru mörg, en eitt fyrirtæki bauð miklu hæra en öll önnur. Við þetta fjórfaldaðist áætlað virði Hitaveitu Suðurnesja og margir sveitastjórnarmenn stóðust ekki freistinguna og seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Þannig eru eingöngu tvö sveitarfélög eftir í Hitaveitu Suðurnesja með ráðandi hlut, Reykjanes- bær og Hafnarfjörður. Öll hin sveitarfélögin seldu og hugs- uðu ekki um afleiðingar þess. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ tóku ákvörðun um að selja 5% hlut bæjarins í Hitaveitunni. Ákvörðun sem gæti átt eftir að reynast okkur dýrkeypt. Eftir þessi við skipti voru Geys ir Green búnir að auka hlut sinn í 32% og Orkuveita Reykjavíkur var komin með 16% hlut í Hita- veitunni. REI og Geysir Green sameinast Með sameiningu þessara félaga er enn og aftur verið að skipta um eigendur á stórum hlutum í Hitaveitunni okkar. Borgarfull- trúum í Reykjavík finnst allt í lagi að nota hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suður- nesja sem skiptimynt í viðskipta- braski sínu. Nú liggur einnig fyrir að Sjálfstæðismenn í Borg- inni vilja selja hlut sinn í REI og þar með hætta afskiptum af félaginu. Borgarfulltrúar eru tvöfaldir í roðinu Ekki er hægt að skilja afstöðu borgarfulltrúa, þeir tala um það hve mikilvægt það sé að Orkuveita Reykjavíkur sé eign almennings og undir stjórn lýð- ræðislega kjörinna manna, en finnst á sama tíma allt í lagi að nota Hitaveitu Suðurnesja sem skiptimynt í viðskiptum við einkaaðila. ÞETTA KALLAST AÐ VERA TVÖFALDUR Í ROÐINU. Fyrst fer Ríkisstjórnin illa með okkur og svo meirihlutinn í Reykjavík. Reyndar hefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lýst því yfir að hann vilji að eign Orku- veitunnar í Hitaveitunni hald- ist. Borgarstjóra finnst það hins vegar mjög eðlilegt og telur að um lítilræði sé að ræða. Verst þykir mér yfirlýsing Árna Sigfús- sonar um að hann leggist ekki gegn því að hluturinn renni inn í REI. Árni er semsagt ekki andsnúinn því að markaðsvæða Hitaveitu Suðurnesja. Eysteinn Jónsson Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ Hver á Hitaveitu Suðurnesja á morgun? Hitaveitan á markað Kristján Pálsson skrifar: Eysteinn Jónsson skrifar: SBK hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá Reykjavík til reynslu fram að áramótum. For svars menn SBK segja þetta gert til að mæta óskum íbúa, m.a. frá námsmönnum sem eru mun fleiri á svæðinu eft ir stofnun Frumgreina- deildarinnar. Þá hefur þeim nemendum fjölgað sem sækja nám til Reykjavíkur auk þess sem aukning er í tengslum við Íþróttaakademíuna. Einnig er fólk sem sækir atvinnu til og frá svæðinu í auknum mæli farið að nýta sér þjónustu SBK. Að sögn Ólafs Guðbergssonar hjá SBK er vonast til þess að farþegum fjölgi enn frekar með þessum breytingum. Sjá einnig auglýsingu hér í blað- inu. SBK fjölgar ferðum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.