Víkurfréttir - 11.10.2007, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. OKTÓBER 2007 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Elsku bróðir og mágur.
Það er ekki létt verk fyrir okkur
og fjölskyldu þína að þurfa að
sætta sig við að missa þig og
kveðja svona fljótt. Þú varst
búinn að vinna hjá okkur í Bú-
stoð í þrjátíu ár og betri starfs-
kraft var ekki hægt að hugsa
sér. Þú varst ekki tilbúinn að
hætta að vinna þó þú værir orð-
inn sjötíu ára og veikur síðustu
tvö árin en fram að þeim tíma
varstu nánast aldrei veikur. Ef
einhver flensa náði að krækja í
þig þá mættirðu oftar en ekki til
vinnu. Þurfti þá iðulega að reka
þig heim með harði hendi því
það amaði aldrei neitt að þér að
þínu mati. Enda varstu hraustur
og sterkur öll árin á bílnum og
varst eins og unglamb að keyra
út vörur. Öll þessi ár sem bíl-
stjóri varstu farsæll og lentir
aldrei í óhappi. Þegar til okkar
komu vörur og við vorum að
tæma gáma varstu alltaf manna
sprækastur og fórst alltaf í það
erfiðasta sem þurfti að gera.
Þú hafðir alltaf ráð við öllum
vandamálum og varst þúsund-
þjalasmiður. Gerðir við allt
sem aflaga fór og bjargaðir
verð mæt um með ótrú legri
lagni og útsjónarsemi þinni. Öll
þessi þrjátíu ár sem við vorum
saman féll aldrei styggðaryrði
á milli okkar bræðranna. Þar
var örugglega þinn áhrifamáttur
meiri, blíða þín og gæði geisl-
uðu alltaf frá þér og það getur
annað starfsfólk tekið undir. Þú
varst hugljúfastur allra og vildir
allt fyrir alla gera enda sást það
vel á börnum. Öll hændust þau
strax að þér og sögðu þegar
þau komu í heimsókn: „Hvar
er Hebbi?“
Við viljum einnig minnast allra
þeirra stunda sem við áttum
með ykkur hjónum við Þing-
vallavatn þar sem við áttum sum-
arhús hlið við hlið. Öll þessi ár
voruð þið ómissandi og verður
erfitt að geta ekki notið þín þar
lengur með öllu góðu ráðin og
hjálpina. Ekki voru það margar
helgar sem ekki þurfti að leita
ráða hjá þér.
Þegar við ákváðum að endur-
byggja bústaðinn okkar fyrir
þrettán árum kom tímabil sem
aldrei gleymist. Nýtt og glæsi-
legt hús byggt á örfáum vikum.
Þú, smiðurinn, varst með allt á
hreinu, stýrðir okkur fjölskyld-
unni af fagmennsku og kunn-
áttu. Þú fórst aldrei frá verki fyrr
en þú vast búinn að gera þitt
besta enda var útkoman eftir
því glæsilegt og vandað sum-
arhús í alla staði. Við lærðum
öll svo mikið þessar vikur. Þó
fékk sonur okkar Reynir, sem
mest var með þér við bygging-
una, þann besta skóla sem hann
hefur fengið og hefur hann oft
vitnað um það. Sama má segja
um Reyni í vinnunni þar sem
hann vann þér við hlið á annan
áratug. Við vitum að oftar leitaði
hann til þín en föður síns þegar
hann vantaði góð ráð eða hjálp
sem þú varst alltaf tilbúinn að
veita. Já, það vottaði stundum
fyrir afbrýðisemi þegar hann
var að gera eitthvað heima fyrir
og faðir hans ætlaði að fara að
koma með einhverjar athuga-
semdir þá var svarið hjá honum:
„Já, ég veit, hann Hebbi kom og
ég á að gera þetta svona“ eða
„Hebbi kom og reddaði þessu.“
Ekki fóru heldur dætur okkar
þær Sibba og Munda varhluta
af hjálpsemi þinni. Þú varst sá
sem alltaf varst tilbúinn að rétta
hjálparhönd. Sama getum við
sjálf sagt því alltaf varstu eitt-
hvað að gera fyrir okkur elsku
bróðir. Þið voruð lík og samstíga
í þessu hjónin, alltaf tilbúin að
hjálpa öðrum og hugsa um aðra
fyrst og fremst.
Þú varst maður sem vildir hafa
allt á hreinu og vildir ekki vera
að taka óþarfa áhættu. Þú vildir
eiga þitt og skulda engum neitt,
þá leið þér best. Það mátti helst
ekki gera þér greiða. Til marks
um það var t.d. að ef þú þurftir
að skreppa eitthvað á bíl fyrir-
tækisins þá spurðir þú alltaf um
leyfi. Ég var alltaf að segja þér
að þú þyrftir ekki að gera það
og svo varstu að færa mér rauð-
vínsflösku fyrir lánið. Þá varstu
vanur að spyrja Reyni hvaða
rauðvín þú ættir að kaupa. Það
var örugglega í einu skiptin sem
þú fórst í vínbúðina því þú varst
bindindismaður sjálfur.
Svo varstu svo skemmti lega
vanafastur. Það er kannski því
að þakka að þú varst hjá okkur
í þrjátíu ár. Þú gast bara ekki
hugsað þér að skipta um vinnu
sem var heppni fyrir okkur.
Sama kaffimálið notaðir þú í
öll þessi ár þó krúsin væri orðin
svolítið lúin. Alltaf sagðirðu
þegar við vorum að reyna að fá
þig til að skipta: „Nei, nei þessi
dugar.“
Þín verður sárt saknað Hebbi
minn af öllum sem þekktu til
þín. Það verður erfitt að geta
ekki leitað til þín. Við sögðum
nú oftar en einu sinni að þegar
þú myndir hætta hjá okkur þá
myndum við bara hætta líka.
Elsku Maddý mín, Svav ar,
Jóna, Simmi og fjölskyldur við
sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk.
Róbert og Hafdís
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík
s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is
Mávabraut 1a, Keflavík
Góð 123m2 íbúð á 1 hæð í fjórbýlishúsi.
Bílskýli í kjallara sem er sameiginlegt með
annari íbúð. Parket og flísar á gólfum.
Stór og góð sameign í fjórbýlinu.
23.000.000,-
Vallargata 24, Keflavík
Mjög góð 143m2 miðhæð og rishæð með
3 svefnh. Miðhæð öll nýlega tekin í gegn
að innan með náttúrustein á gólfum, eikar
innréttingar og nýir gluggar. Bílskúrinn er
90m2 á 2 hæðum.
25.000.000,-
Klapparstígur 9, Reykjanesbær
79m2 neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi.
Íbúðin er með tveimur svefnherb. parket
og flísar á gólfum. Eignin er nýtekin í
gegn að utan.
11.900.000,-
Faxabraut 34c Keflavík
Snyrtileg 72m2. íbúð á jarðhæð með séri-
nngangi. 2. svefnherbergi. Parket og flísar
á gólfum. Mikið endurnýjað að innan.
10.900.000,-
Fífumói 3c
Falleg 2ja herbergja íbúð á 1.hæð. Parket
og flísar á gólfum, fínar innréttingar og
steypt verönd. Falleg eign.
8.500.000,-
Gónhóll 16, Njarðvík
Glæsilegt 161m2 parhús með bílskúr. 3
svefnherbergi, parket og flísar á gólfum,
sólstofa sem gengið er í úr stofunni. Eikar
innihurðar, forhitari á miðstöðvarkerfinu.
Heitur pottur á verönd.
33.900.000,-
asberg.is
Hraunsvegur 2, Njarðvík
Stórt og gott einbýlishús ca. 238m2 með
bílskúrs. Búið að endurnýja allt í eldhúsi
og baðherbergi, hitalögn í gólfum. Verið
að setja nýjan dúk á þakið. Afgirtur garður
með 9 fm garðhúsi. Stutt í alla þjónustu.
39.000.000,-
Hraundalur 2, Reykjanesbæ
Gott og fallegt 217m2 einbýli með bílskúr
byggt úr timbureiningum. Selst fullfrá-
gengið að utan með tyrftri lóð en fokhelt
að innan. Milliveggja efni fylgir með.
25.000.000,-
Herbert
Sædal
Svavarsson
fæddist 21.
apríl 1937 í
Keflavík en
bjó í Njarð-
vík frá 7
ára aldri.
Hann lést á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut
28. september síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Georg
Svavar Sigfinnsson fæddur á
Seyðisfirði 29.11 1906, d. 29.09
1992 og Sigurbjörg Magnús-
dóttir frá Hnjóti, Rauðasands-
hreppi fædd 05.04 1907,
d. 02.08 1985.
Systkini hans eru 1) Erla
f. 16.06 1931. 2) Sigríður
Magna f. 23.10 1933, d.
23.05 1934. 3) Einar Sædal f.
10.10 1935. 4) Unnur Aldís
f. 31.07 1938, d. 15.09 2004.
5) Guðbjörg f. 03.01 1940. 6)
Magnús Sædal f. 11.03 1946.
7) Róbert Sædal f. 19.09 1947.
Hálfsystkini Herberts
samfeðra eru 1) Regína
Fjóla f. 29.04 1929. 2)
Garðar f. 29.10 1930.
Hinn 31. 12 1958 kvæntist
Herbert eftirlifandi eiginkonu
sinni Margréti S. Karlsdóttur
ljósmóður f. 27.09 1931 í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Karl Óskar Sigmundsson
f. 25.03 1910, d. 04.08 1937
og Jóna Gislína Sigurðar-
dóttir f. 02.09 1910, d. 06.04
1998. Margrét ólst upp hjá
föðurforeldrum sínum, Sig-
mundi Rögnvaldssyni fisksala
og Margréti Jónsdóttur.
Börn Herberts og Margrétar
eru: 1) Svavar f. 05.06 1959. 2)
Jóna Karlotta f. 11.05 1960 gift
Guðbjarti Karli Ingibergssyni
f. 21.09 1959. Dóttir þeirra
er Karen Ösp f. 27.03 1992.
Áður var Jóna gift Guðbergi
Guðnasyni en þau slitu sam-
vistum. Dætur þeirra eru a)
Ásta Maria f. 18.03 1983 og
sambýlismaður hennar er
Brynjar Valgeir Steinarsson f.
26.12 1978. b) Margrét Ósk f.
20.05 1985. 3) Sigmundur Már
f. 01.08 1968 kvæntur Sigur-
björgu Eydísi Gunnarsdóttur
03.06.1970 og synir þeirra eru
a) Herbert Már f. 20.06 1992
b) Gunnar Már f. 10.09 2001.
Herbert lærði húsasmíði hjá
Skúla H. Skúlasyni í Keflavík
á árunum 1953–1957. Lauk
sveinsprófi frá Iðnskólanum
í Kelfavík árið 1957 og varð
húsasmíðameistari 1960. Vann
við smíðar hjá Páli Lárussyni
á Hvammstanga árið 1957 -
1958. Frá 1959 - 1976 starfaði
hann í Tréiðjunni hf. í Njarð-
vík. Var verkstjóri í Ramma hf
um skeið og hóf svo störf í hús-
gagnaversluninni Bústoð árið
1977. Þar starfaði hann þar til
hann lét af störfum vorið 2007.
Herbert Sædal
Svavarsson
MINNING