Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2007, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 22.11.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Ver ið er að end ur nýja Strandgötuna í Sandgerði þessa dagana með tilheyrandi framkvæmdum. Verður gatan öll endurgerð suður fyrir Túngötu auk þess sem lokið verður við frágang hennar norðan Austurgötu. Jafnframt verður skipt um allar lagnir í götunni og húsin við götuna tengd nýrri vatnsveitu- heimaæð. Gatan mun taka miklum breyt- ingum við þessa framkvæmd því hún verður miðjusett milli húsa og gangstéttar settar beggja vegna við. Strandgatan endurgerð Eins og sjá má á þessari mynd standa yfir miklar framkvæmdir við Strandgötu í Sand- gerði. VF-mynd:elg Guðbrandur Einarsson bæj-arfulltrúi í Reykjanesbæ skrifar í Fréttablaðinu föstu- daginn 16. nóvember sl. um kjarklitla sveitarstjórnarmenn vegna málefna Hitaveitu Suður- nesja. Í grein sinni beinir Guð- brandur nokkrum spurningum til sveitarstjórnarmanna og er okkur ljúft að svara þeim fyrir hönd Grindavíkurbæjar. Spurningar sem Guðbrandur leggur fyrir: 1. Hvers vegna nýttu önnur sveit- arfélög en Reykjanesbær og Hafn- arfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölur ríkisins á hlut í HS? Svar: Grindavíkurbær hafði í allri sinni umfjöllun um sölu ríkisins og HS bókað að nýttur skyldi forkaupsréttur bæjarins og við það var staðið. Grindavíkurbær keypti að nafn- verði kr. 151.410.251 sem nam um 13% af hlut ríkisins í HS. 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirrar ákvörðunar að selja nán- ast allan hlut sinn í HS? Svar: Með 8% hlut í HS var Grinda vík ur bær nán ast án áhrifa og þegar fyrir lá áhugi aðila á að kaupa þann hlut á sjöföldu gengi, þegar mat okkar ráðgjafa var að eðlilegt gengi væri 3,0 til 3,5 þá var ný staða komin upp. Með hagsmuni íbúa að leiðarljósi var einhugur í bæj- Svar við grein Guð- brands Einarssonar vegna sölu á Hitaveitu Suðurnesja arstjórn að selja og ávaxta hlut- inn með öðrum hætti. Það sama gerðist í öðrum sveitarfélögum. Minni sveitarfélögin seldu mest af sínum hlut en Reykjanesbær seldi um 5% sem er svipað og önnur sveitarfélög seldu. M.v. núverandi vaxtastig fást á einu ári um tífalt meiri ávöxtun en arðgreiðslur HS námu á ári. 3. Hvers vegna töldu Grindvík- ing ar nauð syn legt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða mál- efni Kölku, en sáu ekki ástæðu til að óska eftir samskonar fundi þegar ákveðið var að selja HS? Svar: Hið rétta er að Grindavík- urbær óskaði eftir fundi með eignaraðilum HS og var sá fundur haldinn í Svartsengi 12. júní. Grindvíkingar höfðu áhyggjur eins og fleiri að HS yrði skipt upp í kjölfar sölu til GGE en Reykjanesbær lagði áherslu á að GGE fengi að gerast aðili að félaginu með kaupum á hlut ríkisins og að hin sveitarfé- lögin nýttu ekki forkaupsréttar. 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitar- félaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarrásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðar- laga tryggða með því eignarhaldi sem nú er? Svar: Já við erum enn á því að rétt hafi verið út frá þeim for- sendum sem þarna sköpuðust að selja hlut Grindavíkurbæjar þar sem áhrif á rekstur HS var hverfandi og arður af hlutafjár- eign þar var mjög lítill. 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum yrði gef- inn kostur á að auka hlut sinn í HS með það að markmiði að HS yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Svar: Við teljum haghvæmara fyrir okkar bæjarfélag að ávaxta fyrrum eign okkar í HS til hags- bóta fyrir íbúa sveitarfélagsins heldur en að binda það í HS með þeim arðgreiðslum sem þar eru. Við treystum upplýsingum forstjóra HS sem hefur upplýst að engin hætta sé á boðaföllum í gjaldskrárhækkunum þótt inn í rekstur HS komi GGE. Verði félaginu skipt upp er enn komin ný staða sem þarf að taka af- stöðu til. Í grein Guðbrands segir einnig að það hafi verið tillaga sjálfstæð- ismanna í Reykjanesbæ að vísa umtöluðum undirskriftarlista til stjórnar SSS. Á aukafundi stjórnar SSS, sem boðaður var í hádegishléi á aðalfundi sam- bandsins var tekið við undir- skriftarlistanum og efni hans til umfjöllunar síðar um daginn. Hvort þarna hefði mátt öðruvísi fara að má eflaust deila um. En varðandi þá tilgátu að sveitar- stjórnarmenn í Grindavík forð- ist að ræða um málefni HS eða undirskriftarsöfnunina, þá erum við tilbúin til viðræðna um þau málefni hvenær sem er. Þess má að lokum geta að í ágætu bæjarblaði Grindvíkinga, „Góðan daginn, Grindvíkingur“, frá því í ágúst 2007, eru viðtöl við bæjarfulltrúa og bæjarstjóra þar sem farið er mjög ítarlega ofan í saumana á öllu þessu HS máli frá því ríkið ákvað að bjóða hlut sinn þar til sölu. Kær kveðja, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigmar Eðavarðsson, formaður bæjarráðs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.