Víkurfréttir - 22.11.2007, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 22. NÓVEMBER 2007 29STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Guðlaugur H. Guðlaugsson
Löggilltur fasteignasali
laugi@studlaberg.is
Halldór Magnússon
Löggilltur fasteignasali
dori@studlaberg.is
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Sölumaður
gulli@studlaberg.is
Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is
Heiðarbraut 2, Garði. Um 118m2 4ra
herbergja einbýlishús ásamt 35m2 bílskúr. Eign sem
býður upp á ýmsa möguleika. Nýlegt þakjárn er
á húsinu og búið er að endurnýja fl esta glugga og
skolplagnir. Forhitari er á miðstöðvarlögn.
Suðurgata 5, Sandgerði. Gott 153m2 4ra
herbergja einbýli, þar af 43m2 bílskúr. Húsið er í
góðu ástandi með harðvið í gluggum. Hvít
innrétting í eldhúsi með beiki köntum. Háloft er yfi r
öllu húsinu og hluta bílskúr. Forhitari er á miðstöð.
Tjarnagata 29, Kefl avík. Um er að ræða tvær
3ja herbergja íbúðir í tvíbýli ásamt tvöföldum
bílskúr. Íbúðinar eru í ágætu ástandi að innan en
bóða upp á mikla möguleika. Hús á góðum stað,
stutt í skóla og aðra þjónustu.
Hringbraut 69, Kefl avík. Um 110m2 4ra
herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli ásamt ca. 25m2
bílskúr. Eignin hefur öll nýlega verið tekin í gegn, öll
gólfefni eru ný, allar innihurðir nýjar, ný innrétting er
í eldhúsi baðherbergi og í þvottahúsi.
Mjög falleg eign.
Hátún 28, Kefl vík. Um 4ra - 5 herbergja íbúð
á efri hæð í tvíbýli ásamt bílskúr. Íbúðin er öll
mjög snyrtileg, með nýlegu parketi á gólfi og
eldhúsinnréttingu. Búið er að endunýja neyslulagnir,
ofnalagnir og ofna.
Hjallavegur 5, Kefl avík. Góð 4ra herbergja
íbúð á 1. hæð í fjölbýli með séringangi. Snyrtileg
íbúð með verönd á baklóð. Þrjú rúmgóð herbergi
með parketi á gólfi .
20.600.000,- 23.600.000,- 15.300.000,- 21.500.000,-
Hólabraut 13, Kefl avík. Um 131m2 íbúð á
efri hæð í tvíbýli ásamt 33m2 bílskúr. Mjög falleg
og rúmgóð eign. Endurn. skolplagnir, ofnalagnir
og rafmagn og allt er nýtt á baðherbergi. Nýleg
innrétting í eldhúsi.
13.500.000,- 22.800.000,- Uppl. á skrifst. 18.500.000,-
Hólagata 9, Sandgerði. Tveggja herbergja 75m2
einbýlishús. Skiptist í forstofu, eldhús, stofu,
baðherbergi, geymslu og eitt herbergi.
Rúmgóð eign.
Bræð urn ir Kjart an Páll og Garðar Snorri Guð-
mundssynir í K&G fiskverkun
í Reykjanesbæ hafa gert sam-
komu lag um að taka yfir
vinnslu Tros í Sandgerði frá og
með 1. janúar nk.
Tros, sem hefur verið rekið
í Sandgerði í um 30 ár, hefur
verið í eigu Iceland Seafood síð-
ustu ár, en að sögn Guðmundar
Jónassonar, framkvæmdastjóra
Tros, hyggjast þeir nú draga sig
út úr framleiðslu.
„Við munum vinna áfram í því
öfluga starfi sem Tros hefur verið
með í útflutningi og sölu og láta
þá strákana, sem eru sérfræð-
ingar í framleiðslunni, einbeita
sér að því sem þeir gera best.“
Hjá vinnslunni í Sandgerði vinna
29 manns, sem fá áframhaldandi
vinnu eftir eigendaskiptin. Þar
voru unnin um 2200 tonn á ári,
en í vinnslu K&G í Reykjanesbæ
starfa nú 25 manns. Fyrirtækið
er sérhæft í vinnslu á flatfiski
og ýsu og vinnur úr um 2500
tonnum á ári.
„Við höfum fest kaup á tækjum
og húsnæðinu og ætlum að
stækka við okkur þar. Eftir því
sem stækkunarferlinu gengur
munum við flytja vinnsluna úr
Reykjanesbæ þar til hún verður
á endanum öll komin yfir,“ segir
Garðar.
„Það er búin að vera svolítil nei-
kvæðni í þessum geira undan-
farið þannig að það er gaman að
geta komið með jákvæðan pól
inn í þetta, ekki síst fyrir Sand-
gerðinga,“ bætir Kjartan við.
Þeir bræður eru ekki með út-
gerð á sínum snærum, en eru í
beinum viðskiptum við Örn KE
og Farsæl GK og sem og við Nes-
fisk. Segjast þeir munu halda
áfram á þeirri línu í framtíðinni.
„Við höfum skilgreint okkur
sem framleiðslufyrirtæki. Ekki
sölu- eða útgerðarfyrirtæki og
okkur hefur gengið vel frá fyrsta
degi. Við byrjuðum með fimm
manns og höfum ekki verið að
taka stór stökk fyrr en núna.“
Þeir líta björtum augum fram
á veginn. „Það er okkar sann-
færing að það séu góðir tímar
framundan í greininni, annars
værum við ekki að ráðast út í
þetta. Ástandið er þannig að
með erfiðleikum koma einnig
tækifæri, og þó að það sé ekki
gott útlit núna þarf að líta til
lengri tíma.“
Sjávarútvegur:
Efla fiskvinnslu í
Sandgerði Guðmundur frá Tros hand-
salar samninginn við þá
bræður Kjartan og Garðar.
VF-mynd/Þorgils.
Hús Tross ehf. í Sandgerði.
Mynd/245.is.