Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2007, Qupperneq 45

Víkurfréttir - 13.12.2007, Qupperneq 45
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER 2007 45STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Reykjaness og þá í einungis um 60 feta hæð. Breska miðunar- stöðin á Fitjum við Sandgerði heyrði stuttlega í sendi vélar- innar en náði ekki sambandi við hana. Reyndu aðrar fjarskipta- stöðvar einnig árangurslaust að ná sambandi við vélina. Þeim Shann on f lug stjóra og Andrews var ljóst að lend- ing yrði vart gerð í Reykjavík við þessar aðstæður enda flug- brautir stuttar og flugvöllurinn umkringdur byggð. Skyldi að- flug reynt að Meeksflugvelli en ella snúið aftur til Kaldaðarness. Yfir Stafnesi hvarf flugvélin af ratsjá er hún beygði til austurs í leit að Meeksflugvelli en fann hann ekki í rigningu og dimm- viðri. Tilkynnti flugstjórinn mönnum sínum að hann hygð- ist snúa aftur til Kaldaðarness sömu leið enda lá fyrir að að- flugsviti vallarins þætti ótryggur við slík veðurskilyrði. Flogið var lágflug í kröppum beygjum líkt og í loftbardaga svo hafa mætti ströndina í augsýn. Er komið var austur undir Festarfjall virð- ist sem skyggni hafi skyndilega þorrið og flugstjórinn misst af ströndinni þar sem hún beygir skarpt í suðausturátt fyrir botni Hraunsvíkur. Sveigði flugvélin til norðurs og lenti örskömmu síðar, um kl. 15.30, í brún svo- nefnds Kasts í suðvestanverðu Fagradalsfjalli og sundraðist og brann. Einungis einn þeirra 15 manna sem í vélinni voru lifði slysið af. Lá hann fastur í byssuturn- inum í stéli vélarinnar þegar leit- arflokk bar að 27 stundum síðar. George A. Eisel liðþjálfi frá Col- umbus í Ohio lýsti reynslu sinni svo í vikublaði Íslandsherstjórn- arinnar, The White Falcon, og íslenskum dagblöðum: „Við vissum aldrei hvað gerð- ist. Skyggnið var ekki nema nokkrir metrar. Við flugum yfir flugvöll á leið okkar til fyrirhug- aðs lendingarstaðar en þegar skyggnið brást var snúið við í leit að fyrri flugvellinum. Eng- inn virtist skynja neina hættu því ég heyrði ekkert minnst á slíkt í símkerfi vélarinnar. Aðrir í áhöfninni hljóta að hafa látist samstundis. Ég hélt meðvitund allan tímann en lá fastur undir byssuturninum. Eldur kviknaði í flakinu og byssuskot sprungu allt í kringum mig. Ég hélt að dagar mínir væru taldir en til allrar Guðs lukku tók að helli- rigna og eldurinn slokknaði.“ Eisel var 33 ára og hafði lokið 200 stunda flugi í árásarferðum í Norður-Afríku og yfir Ítalíu og Frakklandi. Hann hafði áður sloppið naumlega er flugvél hans var skotin niður í Norður- Afríku og bætti við að hann hlyti að vera heppnasti maður í heimi. Eisel slapp ótrúlega vel úr slysinu með lítilsháttar skurði, brákað rif og hryggjarlið. Hann var leystur undan herþjón- ustu eftir sjúkraendurhæfingu í Flórída 10. maí 1944. Þrjár ít- arlegar rannsóknir voru gerðar á tildrögum slyssins og voru niðurstöður allra eins og lýst hefur verið. Þó var talið hugs- anlegt - en ekki sennilegt - að flugstjórinn hefði sveigt til norð- vesturs austan við Grindavík í leit að aðflugsgeisla Meeksflug- vallarins sem lá yfir Grindavík. Sagði Eisel að hann hafi þekkt af fluglagi vélarinnar að þar færi Shannon höfuðsmaður en ekki Andrews sem stjórnað hefði flugvélinni fyrr í ferðinni. Lát Andrews hershöfðingja gaf bresku og bandarísku leyniþjón- ustunni tilefni til að nota frétta- flutning af slysinu í víðtækum blekkingarvef sem spunninn var til að villa um fyrir Þjóðverjum vegna undirbúnings innrás- arinnar á meginland Evrópu. Létu þær gagnnjósnara Breta í Reykjavík, Ib Árnason Riis, senda Þjóðverjum falskar upp- lýsingar um að Andrews hefði verið á leið til Íslands til að skoða innrásarpramma en látið var líta svo út sem innrás væri fyrirhuguð í Noregi. Sú skýring á ferðum Andrews til Íslands þennan örlagaríka dag hefur orðið lífseig að bandaríski yfir- hershöfðinginn George C. Mars- hall, sem varð utanríkisráðherra eftir stríð og „Marshall“- áætl- unin um endurreisn Evrópu er kennd við, hafi kallað hann til ráðagerða í Washington. Hann hafi því verið á leið vestur um haf er slysið varð. Þá hefur því einnig verið haldið fram að áhöfn flugvélarinnar hefði þegar lokið tilætluðum fjölda árásar- ferða og verið sjálf á heimleið er slysið varð. Slysarannsóknar- gögn taka hins vegar af allan vafa um að tilefni flugsins var eins og hér hefur verið lýst. Framangreint er hluti úr einum kafla bókarinnar. Rannsóknarmenn að störfum í flaki Liberator- flugvélar Andrews hershöfðingja í Kastinu í suðvesturhorni Fagradalsfjalls. Til vinstri er Stóra-Skógarfell og Keflavík og Keflavíkurflugvöllur í fjarska. Frank M. Andrews hershöfðingi. Hringbraut nýlögð frá Njarðar- braut ofan við byggðina í Keflavík sumarið 1943. Í forgrunni til vinstri er sá hluti hennar sem síðar varð Faxa- braut ásamt olíutönkunum ofan við Bræðsluna. Camp Stengle og Snelling í baksýn. Að neðan: Nágrannabyggð Keflavíkur og Njarðvíkur. Herskálahverfið Camp Turner ofan og sunnan við Iðavelli sumarið 1943. Lengst til vinstri eru skálar Hotel De Gink með kvistgluggum og íbúðarskálar liðsforingja. Í baksýn sjást hlaðar af byggingarefni á geymslusvæðinu á Iðavöllum og fjær eru vöruskemmurnar í Camp Stengle. Hólmsberg til hægri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.