Víkurfréttir - 15.02.2007, Qupperneq 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
BOXVEISLA Í
ÍSLAND-ÍRLAND
Frægðarför til Darmstadt
Um síðustu helgi gerðu ÍRB-liðar góða ferð til Darmstadt í Þýskalandi og
komu aftur heim með 59 verðlaun í fartesk-
inu. Alls fóru 19 sundmenn til Þýskalands
frá Reykjanesbæ og höfnuðu í 2. sæti í liða-
keppninni í mótinu.
Fyrir árangurinn hlaut ÍRB 15 þúsund
krónur í verðlaunafé en keppnisdagarnir
voru tveir. Á fyrsta degi mótsins var ÍRB í 6.
sæti keppninnar með 20 verðlaun en á seinni
deginum fóru sundmenn ÍRB á kostum og
lauk liðið keppni með 59 verðlaun og í 2.
sæti mótsins. Alls tóku 37 lið þátt í mótinu
en ÍRB landaði 26 gullverðlaunum, 18 silf-
urverðlaunum og 15 bronsverðlaunum. Erla
Dögg Haraldsdóttir var með stigahæsta afrek
kvenna í mótinu fyrir gott 100m bringusund
og litu margar góðar tímabætingar dagsins
ljós í mótinu. Dæmi voru um það að sund-
menn ÍRB væru að bæta sig um 10-14 sek-
úndur og ljóst að Vatnaveröldin er að skila
félaginu enn betri árangri í 50 metra lauginni.
Erla Dögg vann til flestra verðlauna í mótinu
hjá ÍRB með sex gull og eitt silfur. Davíð Hildi-
berg Aðalsteinsson var með 3 gull, 3 silfur og 2
brons, Soffía Klemenzdóttir 3 gull og 3 brons,
Helena Ósk Ívarsdóttir 3 gull og 1 silfur og
Birkir Már Jónsson 1 gull, 3 silfur og 1 brons.
Sannarlega glæsilegur árangur.
REYKJANESBÆ
Símun, Marco og Nicolai
semja við Keflavík
Knattspyrnumennirnir Marko
Kotilainen og Nicolai Jörgen-
sen gerðu á föstudag eins árs
samning við knattspyrnulið
Keflavíkur og munu leika með
þeim á næstu leiktíð. Marko
og Nicolai hafa verið að æfa
með Keflavíkurliðinu að und-
anförnu og sagði Kristján
Guðmundsson, þjálfari liðs-
ins, að leikmennirnir væru
til þess fallnir að fylla stöður
hægri og vinstri kantmanna
sem og vinstri bakvarðar og
að liðið hefði verið að leita að
styrkleika í þær stöður. Eins
og sakir standa er ekkert því
til fyrirstöðu að Keflavíkur-
liðið tefli fram sama hóp og
á síðustu leiktíð að Magnúsi
Þormari frátöldum sem geng-
inn er í raðir Stjörnunnar.
Enn hafa ekki bortist tilboð
í Jónas Guðna Sævarsson og
Baldur Sigurðsson sem báðir
hafa nýlega verið á reynslu hjá
norskum úrvalsdeildarliðum.
Þá skrifaði Símun Samuelsen
einnig undir nýjan samning
við Keflavík á fimmtudag og
er samningurinn til tveggja
ára. Símun er færeyskur lands-
liðsmaður og því mikill fengur
fyrir liðið að hann hafi ákveðið
að framlengja við félagið.
Systurnar í landsliðið
Þær Björg Ásta og Guðný
Petrína Þórðardættur verða í
æfingahópi A-landsliðs kvenna
í knattspyrnu um helgina þegar
liðið leikur æfingaleik ásamt
því að stunda æfingar. Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, þjálfari
liðsins, hefur valið 27 leikmenn
til æfinga með hópnum. Þá var
Mist Elíasdóttir einnig valin í
hópinn úr röðum Keflavíkur
en hún er markvörður.
„Þeir eru rosa-
legir bardaga-
hundar,“ segir
Guðjón Vilhelm
Sigurðsson um
írsku boxarana.
Á laugardagskvöld verður hnefaleikaveisla í Reykja-nesbæ þegar 15 írskir hnefaleikamenn mæta liði
Reykjanesbæjar í nýju boxhöllinni sem áður var gamla
sundhöllin. Von er á fullu húsi og hófst forsala aðgöngu-
miða í dag hjá Kaffi DUUS. Guðjón Vilhelm Sigurðs-
son, forstöðumaður Hnefaleikafélags Reykjaness, segir
sína bardagamenn klára í slaginn og að bardagar Íslend-
inga og Íra séu þeir allra hörðustu því hnefaleikakappar
þessara landa vilji sækja, ekki verjast.
Unglingahópar liðanna hefja
keppni á laugardag kl. 14 og
stendur hún til kl. 17. Um dag-
inn verður einnig kynning á
starfi félagsins í nýjum og glæsi-
legum húsakynnum. Um kl. 20
hefjast svo aðalbardagarnir og
þá verður selt inn. Miðaverð í
forsölu er kr. 1500 en við inn-
ganginn mun kosta kr. 1900
inn. „Við ætlum að koma 350
manns inn í húsið og skapa
skemmtilega og ógleymanlega
stemmningu. Það verður talað
um þennan viðburð næstu vik-
urnar,“ sagði Guðjón í samtali
við Víkurfréttir. „Það eru efni-
legir strákar að koma upp og við
tjöldum nýrri línu af boxurum á
laugardag. Þar á milli eru strákar
sem munu láta vel að sér kveða í
framtíðinni og því um að gera
að byrja að fylgjast með þeim
frá upphafi,“ sagði Guðjón sem
gat vart leynt spennu sinni fyrir
laugardeginum en hann er ekki
einn um það að vera spenntur.
„Ég hef verið í nokkuð reglu-
legu sambandi við Írana og
það er einnig mikil spenna í
þeirra herbúðum. Þar er að
finna marga góða boxara og
þeir eru ekkert að grínast þegar
þeir stíga í hringinn. Þeir eru
rosalegir bardagahundar.“
Keppt verður í ólympískum
hnefaleikum þar sem sigur fæst
með flestum höggum og einnig
á rothöggum eða tæknilegum
rothöggum. „Bæði lið hafa verið
að æfa vel að undanförnu og ég
er klár á því að það verði uppselt
hjá okkur svo það er um að gera
að næla sér í miða í tæka tíð. Ég
hef farið víða í boxinu og full-
yrði að það er hvergi betri stuðn-
ingur við hnefaleika en í Reykja-
nesbæ, jafnvel allri Evrópu.
Við náðum t.d. 3500 manns í
Laugardalshöllina á sínum tíma
og ég veit að þar voru rúmlega
2000 Suðurnesjamenn,“ sagði
Guðjón sem tekur á móti Írum
á föstudag og þá fá þeir einn
dag til að æfa í boxhöllinni.
Guðjón skoraði á Suðurnesja-
menn að mæta á laugardags-
kvöld. „Það er tilvalið að fara í
Höllina og sjá Keflavíkurkonur
verða bikarmeistarar og koma
svo heim og upplifa flugeldasýn-
inguna með okkur.“