Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2007, Page 8

Víkurfréttir - 22.02.2007, Page 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Nafn: Þódís Lára Herbertsdóttir Aldur: 18 ára Skóli: FS Áhugamál: Fótbolti Uppáhalds fag: Spænskan er skárst! Uppáhalds bíómynd: Alpha dog Uppáhalds leikari: Johnny Depp Uppáhalds lag: Sweetness með Jimmy eat world Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The O.C. Uppáhalds litur: Dökkur litur Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni Er líf á öðrum hnöttum? Ég hed það Ef þú fengir að hitta ein- hvern frægan, hver yrði það? Beoncey Knowles Hvað segðiru við hana? Djöfull ertu með flottan rass! Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Alpha dog Hvar verðurðu eftir 10 ár? Í útlöndum UNGA FÓLKIÐ HEFUR ORÐIÐ SPÆNSKAN ER SKÁRST! Adam Ingi hlaut verðlaun í eldvarnargetraun Hún lyftist heldur betur brúnin á Adam Inga Aronssyni, ungum nemanda í Gerðaskóla, þegar fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja komu og færðu honum verð- laun fyrir þátttöku hans Eldvarnargetrauninni 2006. Getraunin var hluti af eldvarnarátaki sem Landssamtök slökkivliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til í nóvember á síðasta ári á meðal 8 ára grunnskólabarna. Nöfn 34 barna víðvegar af landinu voru dregin út og Adam var eini vinningshafinn á starfssvæði BS. Fékk hann að launum viðurkenningarskjal, vandaðan MP3 spilara, reykskynjara og fleira. Fjölmenni á álvers- fundi Ungir jafnaðarmenn: Nokkuð fjölmenni var á fundi um Álver í Helgu- vík sem ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum stóðu fyrir á Ránni í Reykjanesbæ í síðustu viku. Þar leiddu saman hesta sína for- svarsmenn andstæðra fylkinga ef svo má að orði komast því Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls, kynnti afstöðu fyrirtækisins og Bergur Sigurðsson,fram- kvæmdastjóri Landverndar, fór yfir væntanleg umhverfisáhrif álvers og virkjana. Auk þess tók Guðný Hrund Karlsdóttir, frambjóðandi Sam- fylkingar, til máls og kynnti stefnu flokksins í umhverfis- málum sem ber yfirskriftina „Fagra Ísland“. Róbert Marshall, annar fram- bjóðandi Samfylkingar stýrði fundinum. Í lok fundar var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum krefjast þess að íbúum á Suður- nesjum verði gert kleift að kjósa um fyrirhugað álver í Helguvík. Álver hefur gríðarlega mikil áhrif á samfélagið og umhverfið á Suðurnesjum og þess vegna verð ur vilji al menn ings að koma fram með skýrum hætti. Uj-Suð skorar því á sveitarstjórn- armenn á Suðurnesjum að efna til almennrar atkvæðagreiðslu um þessi áform áður en til fram- kvæmda kemur.“ Uj-Suð segist í tilkynningu von- ast til þess að fundurinn verði til þess að ýta enn frekar undir opna umræðu á Suðurnesjum um fyrirhugað álver í Helguvík. Í framhaldi af því má nefna að Ungir jafnaðarmenn á Suður- nesjum bjóða til samkundu að Hafnargötu 86 annað kvöld þar sem heimasíða félagsins verður formlega vígð. Guðný Hrund og Róbert verða einnig þar auk þess sem góðir gestir leika tónlist fyrir við- stadda. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 Nokkuð fjölmenni var á fundi um Álver í Helguvík sem ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum stóðu fyrir á Ránni í Reykja- nesbæ í síðustu viku.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.