Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 4
4 Helgarblað 17. nóvember 2017fréttir
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Skipting ráðuneyta gæti
kostað um hálfan milljarð
Skipting fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti gæti kostað skildinginn
F
réttir þess efnis að skipta
ætti upp fjármála- og efna-
hagsráðuneytinu í stjórnar-
myndunarviðræðum Sjálf-
stæðisflokksins, Vinstri grænna
og Framsóknarflokksins, hafa
kvisast til fjölmiðla. Fylgt hefur
sögunni að Framsókn fengi þá
efnahagsráðuneytið í sinn hlut og
jafnvel að Sigurður Ingi Jóhanns-
son myndi taka við lyklavöldum
þar. Bjarni Benediktsson yrði þá
fjármálaráðherra. Ef af verður má
gera ráð fyrir því að kostn-
aðurinn við breytingarnar
yrði um hálfur milljarður
króna á kjörtímabilinu.
Stjórnarmyndunar-
viðræður flokkanna
þriggja hófust á
þriðjudaginn í þessari
viku og hafa fylk-
ingarnar fundað stíft
síðan sú vinna hófst.
Málefnasamningur flokkanna er
í vinnslu og þá funduðu formenn
flokkanna með Samtökum at-
vinnulífsins og ASÍ skömmu fyrir
prentun blaðsins. Ástæðan er að
sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar
sú að kjaralotan sem framundan
er mun verða eitt stærsta verk-
efni nýrrar ríkisstjórnar og því sé
mikil vægt að átta sig á stöðunni í
heild sinni.
Bjartsýn á lendingu
Auðheyrt er af viðtölum við for-
mennina að góður gangur er á
viðræðunum og þeir bjartsýnir á
að niðurstaða, sem allir geta
sætt sig við, náist. Sagði
Bjarni við fjölmiðla að
málefnasamningur
gæti legið fyrir um
helgina og yrði þá
kynntur rétt eftir helgi.
Þá hefur skipting ráðherraemb-
ætta verið rædd lauslega. Gengið
er út frá því að Katrín Jakobsdóttir
verði forsætisráðherra nýrrar
ríkis stjórnar en á móti fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn fleiri ráðuneyti.
Alls voru ráðneytin tíu talsins í
tíð fráfarandi ríkisstjórnar og féllu
fimm slík embætti í skaut Sjálf-
stæðisflokksins, þrjú í skaut Við-
reisnar og Björt framtíð hlaut tvö
ráðherraembætti. Teiknuð hefur
verið upp sú mynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái aftur fimm ráð-
herraembætti en Vinstri græn og
Framsóknarflokkurinn fái þrjú
slík embætti hvor flokkur. Þá þarf
að skipta upp ráðuneytum og
eins sagt er í inngangi fréttarinnar
beina Bjarni og Sigurður Ingi aug-
um sínum að fjármála- og efna-
hagsráðuneytinu.
Slík aðgerð er ekki ókeypis.
Varlega áætlað er kostnaðurinn
við slíka skiptingu um 120 millj-
ónir króna á ári, eða um hálfur
milljarður króna á fjögurra ára
kjörtímabili, endist stjórnin svo
lengi. Þá er tekið mið af skipt-
ingu innanríkisráðuneytisins sem
fyrir síðasta kjörtímabil var skipt í
dómsmálaráðuneyti annars vegar
og samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneyti hins vegar.
Þessar hugmyndir um
skiptingu ráðuneyt-
anna voru bornar
undir stjórn-
málaleiðtogana
áður en blað-
ið fór í prentun.
Sigurður Ingi
og Bjarni gáfu
báðir í skyn að
ýmsar hug-
myndir væru í
vinnslu og að
skipting ráðu-
neyta væri ekki
aðalatriðið í vinnunni. Katrín var
skýrari í sínum svörum og sagði að
henni hugnaðist ekki hugmyndin
um skiptingu ráðuneytanna. Ekk-
ert er skal þó útiloka í þeim efn-
um.
Ráðuneyti sem skiptimynt
Þegar hugmyndin var borin undir
formann Samfylkingarinnar, Loga
Einarsson, sagði hann að ekki væri
ásættanlegt að nota ráðuneyti
sem skiptimynt í samningum. „Al-
mennt séð skiptir mestu máli að
ráðuneyti séu nógu sterk og öflug
til að ráða við sín hlutverk. Það
er aldrei ásættanlegt að fjölgun
ráðuneyta sé notuð sem skipt-
imynt til að lemja saman
stjórnarsáttmála. En
meðan þessar fréttir
eru óstaðfestar, hef
ég lítið um það að
segja fyrr en ég sé
málefnasamn-
inginn. Það sem
mestu máli skiptir
er að breyta sam-
félaginu þannig
að skipting
gæða sé með
ásættanlegum
hætti,“ sagði
Logi. n
Björn Þorfinnsson
Trausti Salvar Kristjánsson
bjornth@dv.is / ritstjorn@dv.is
Bjartsýn á að ríkisstjórn verði
mynduð Ráðherrakapallinn sem
senn verður lagður gæti reynst dýr ef
hugmyndir um skiptingu ráðuneyta
ganga eftir.