Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 17. nóvember 2017fréttir eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Skipting ráðuneyta gæti kostað um hálfan milljarð Skipting fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti gæti kostað skildinginn F réttir þess efnis að skipta ætti upp fjármála- og efna- hagsráðuneytinu í stjórnar- myndunarviðræðum Sjálf- stæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, hafa kvisast til fjölmiðla. Fylgt hefur sögunni að Framsókn fengi þá efnahagsráðuneytið í sinn hlut og jafnvel að Sigurður Ingi Jóhanns- son myndi taka við lyklavöldum þar. Bjarni Benediktsson yrði þá fjármálaráðherra. Ef af verður má gera ráð fyrir því að kostn- aðurinn við breytingarnar yrði um hálfur milljarður króna á kjörtímabilinu. Stjórnarmyndunar- viðræður flokkanna þriggja hófust á þriðjudaginn í þessari viku og hafa fylk- ingarnar fundað stíft síðan sú vinna hófst. Málefnasamningur flokkanna er í vinnslu og þá funduðu formenn flokkanna með Samtökum at- vinnulífsins og ASÍ skömmu fyrir prentun blaðsins. Ástæðan er að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sú að kjaralotan sem framundan er mun verða eitt stærsta verk- efni nýrrar ríkisstjórnar og því sé mikil vægt að átta sig á stöðunni í heild sinni. Bjartsýn á lendingu Auðheyrt er af viðtölum við for- mennina að góður gangur er á viðræðunum og þeir bjartsýnir á að niðurstaða, sem allir geta sætt sig við, náist. Sagði Bjarni við fjölmiðla að málefnasamningur gæti legið fyrir um helgina og yrði þá kynntur rétt eftir helgi. Þá hefur skipting ráðherraemb- ætta verið rædd lauslega. Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra nýrrar ríkis stjórnar en á móti fengi Sjálf- stæðisflokkurinn fleiri ráðuneyti. Alls voru ráðneytin tíu talsins í tíð fráfarandi ríkisstjórnar og féllu fimm slík embætti í skaut Sjálf- stæðisflokksins, þrjú í skaut Við- reisnar og Björt framtíð hlaut tvö ráðherraembætti. Teiknuð hefur verið upp sú mynd að Sjálfstæðis- flokkurinn fái aftur fimm ráð- herraembætti en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn fái þrjú slík embætti hvor flokkur. Þá þarf að skipta upp ráðuneytum og eins sagt er í inngangi fréttarinnar beina Bjarni og Sigurður Ingi aug- um sínum að fjármála- og efna- hagsráðuneytinu. Slík aðgerð er ekki ókeypis. Varlega áætlað er kostnaðurinn við slíka skiptingu um 120 millj- ónir króna á ári, eða um hálfur milljarður króna á fjögurra ára kjörtímabili, endist stjórnin svo lengi. Þá er tekið mið af skipt- ingu innanríkisráðuneytisins sem fyrir síðasta kjörtímabil var skipt í dómsmálaráðuneyti annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneyti hins vegar. Þessar hugmyndir um skiptingu ráðuneyt- anna voru bornar undir stjórn- málaleiðtogana áður en blað- ið fór í prentun. Sigurður Ingi og Bjarni gáfu báðir í skyn að ýmsar hug- myndir væru í vinnslu og að skipting ráðu- neyta væri ekki aðalatriðið í vinnunni. Katrín var skýrari í sínum svörum og sagði að henni hugnaðist ekki hugmyndin um skiptingu ráðuneytanna. Ekk- ert er skal þó útiloka í þeim efn- um. Ráðuneyti sem skiptimynt Þegar hugmyndin var borin undir formann Samfylkingarinnar, Loga Einarsson, sagði hann að ekki væri ásættanlegt að nota ráðuneyti sem skiptimynt í samningum. „Al- mennt séð skiptir mestu máli að ráðuneyti séu nógu sterk og öflug til að ráða við sín hlutverk. Það er aldrei ásættanlegt að fjölgun ráðuneyta sé notuð sem skipt- imynt til að lemja saman stjórnarsáttmála. En meðan þessar fréttir eru óstaðfestar, hef ég lítið um það að segja fyrr en ég sé málefnasamn- inginn. Það sem mestu máli skiptir er að breyta sam- félaginu þannig að skipting gæða sé með ásættanlegum hætti,“ sagði Logi. n Björn Þorfinnsson Trausti Salvar Kristjánsson bjornth@dv.is / ritstjorn@dv.is Bjartsýn á að ríkisstjórn verði mynduð Ráðherrakapallinn sem senn verður lagður gæti reynst dýr ef hugmyndir um skiptingu ráðuneyta ganga eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.