Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 32
Vikublað 17. nóvember 2017 8 Andrea leit dagsins ljós í hjónarúmi foreldra sinna snemma í apríl árið 1949. Í þessu sama húsi á Selfossi bjó hún svo alla sína barnæsku eða þar til hún dreif sig í menntaskóla í Reykjavík, haustið 1965. Þá var Andrea sextán ára. „Þetta var eini menntaskólinn í Reykjavík og mig langaði mikið frekar að fara í borgina en að vera innilokuð í heimavist við Menntaskólann á Laugavatni. Ég hugsaði til þess með hryllingi,“ segir Andrea og bætir því við að hún hafi tekið út sinn skammt af landsbyggðarlífi í barnæsku. „Ég hef unun af borgarlífi. Hvert sem ég ferðast þá vil ég alltaf bara vera í 101 í öllum borgum og aldrei hefur mig langað til sólarlanda,“ segir Andrea sem lagði land undir fót um leið og hún lauk náminu í MR. Ferðinni var heitið á vit rokkævintýranna í London sem þá iðaði af tónlist. Bítlarnir, Stones, Led Zeppelin, Deep Purple. Þetta voru hennar menn. Hún segir áhuga sinn á dægur- tónlist hafa vaknað mjög snemma. Útvarpið stöðugt í gangi á æsku- heimilinu og þar var sinfóníutón- listinni bölvað meðan hækkað var í Óskalögum sjúklinga og öðrum dægurlagaþáttum. Fyrsta lagið sem hún man eftir að hafi heillað hana upp úr skónum fjallaði um harmdauða villiandar á Tjörninni. „Svo man ég líka eftir því þegar ég heyrði Kokkur frá kútter á Sandi með Ragga Bjarna. Ég lá lasin uppi í rúmi og varð ægilega hrifin. Lærði allan textann utanbókar á auga- bragði,“ rifjar hún upp og hlær. „Bee bob a lula með Gene Vincent var samt fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa stúderað sérstak- lega. Sándið, eða hljómfallið höfðaði til mín. Þá var þetta kallað rokk þótt ég sé ekki viss hvort þessi tónlist yrði skilgreind þannig ef hún kæmi fram á sjónarsviðið í dag. Kannski er þetta sambærilegt við stjórnmálin? „Þetta er reyndar mjög hallærisleg saga“ Það er ekkert hefðbundið við Andreu Jónsdóttur, plötusnúð og útvarpskonu. Hvorki útlit, áhugamál, starfsframi, kynhneigð, trúarskoðanir né fjölskylduform. Í húð, og grátt hár, er þessi 68 ára rokkari, köttur sem fer sínar eigin leiðir. margrét h. gústaVsdóttir margret@dv.is „Ég vil meina að skilnuðum myndi fækka gríðar- lega ef fleiri væru reiðubúnir til að vera í fjarbúð. m yn d b ry n ja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.