Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Page 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 17. nóvember 2017
É
g byrjaði að drekka tólf ára
gamall. Ég og skólafélagarnir
vorum að fikta við áfengi. Ég
fann það strax að áfengi væri
eitthvað sem hentaði mér því mér
leið svo vel þegar ég drakk. Ég man
hvað mér fannst það gaman,“ segir
Smári. Smári stundaði íþróttir af
kappi. „Íþróttirnar unnu á móti
drykkjunni. Þegar ég var ungling-
ur drakk ég stanslaust um helgar
en ég var í góðu líkamlegu formi.
Þegar keppnistímabilið í fótbolt-
anum stóð yfir þá dró ég úr drykkj-
unni.“
Þrettán ára drakk Smári um
hverja einustu helgi. „Ég mætti
þunnur í fermingarfræðsluna.
Á kirkjubekknum fyrir framan
mig sátu kærasta mín og vinkon-
ur hennar. Ég ældi yfir þær og
það varð gríðarlegt uppnám. Ég
ældi einnig á stéttina fyrir utan
kirkjuna. Þegar presturinn var að
kveðja okkur unglingana þá stóð
hann í ælunni. Helgina eftir, í
næstu fermingarfræðslu, var ekki
búið að þrífa upp æluna og lyktin
var viðbjóðsleg.
Mamma grátbað mig um að
hætta að drekka en mér fannst það
ekki koma til greina. Drykkjan var
komin til að vera.“
Varð háður
verkjatöflum nítján ára
Smári lenti í bílslysi þegar hann
var nítján ára. Í kjölfarið fékk hann
sterk verkjalyf sem hann varð fljót-
lega háður. „Ég reyndi að vera í fót-
boltanum en það var erfitt vegna
bakverkja. Ég tók verkjatöflu fyrir
allar æfingar og leiki. Síðan byrjaði
ég að taka verkjatöflur þegar ég var
að drekka.“
Smári kynntist einnig örvandi
efnum á þessum tíma. „Í gegnum
fótboltann kynntist ég Ripped
Fuel. Það kom mér af stað fyrir
leiki. Það er efedrín í Ripped Fuel
og það er ólöglegt í dag. En það
var mjög algengt að knattspyrnu-
menn fengju sér Ripped Fuel fyrir
leiki. Ripped Fuel fór mjög í skapið
á mér og það var erfitt fyrir mig að
spila fótbolta. Ég byrjaði að kaupa
hreint efedrín og varð háður því.
Ég gat varla farið á fætur á morgn-
ana án þess að fá mér efedrín. Ef
ég fór í skólann án þess að fá mér
efedrín var dagurinn ónýtur. Þarna
var strax farið að verða ljóst hversu
mikill fíkill ég er. Ég misnotaði
bæði áfengi og töflur. Ég áttaði mig
ekki á því að ég ætti við vandamál
að stríða fyrr en ég var 37 ára.“
Þróaði sjúkdóminn með sér
Næstu átján árin drakk Smári.
„Ég þróaði sjúkdóminn með mér.
Þegar ég var yngri var ég alltaf með
eitthvert vesen. Ég drakk of mikið
og gerði eitthvað af mér. Með
árunum sá ég að það gengi ekki
að lenda sífellt í veseni þegar ég
var að drekka. Ég lærði að drekka
minna á skemmtistöðum og á
meðal fólks. Ég hafði hemil á mér
þar til ég var kominn heim og þá
hellti ég í mig. Mesta drykkjan fór
fram heima. Þar drakk ég þangað
til ég sofnaði.“
Vildi frekar deyja
Árið 2014 fékk Smári heiftar-
lega áfengiseitrun heima hjá sér.
„Ég hafði fengið nokkrar slæm-
ar áfengiseitranir áður en þessi
var sú versta. Ég varð allur gulur
á litinn. Mér fannst eins og inn-
yfli mín væru að brenna. Ég lá á
gólfinu sárþjáður en þorði ekki að
hringja á sjúkrabíl. Ég skammaðist
mín svo mikið að ég vildi frekar
deyja. Það kom ekki til greina að
hringja á hjálp. Eftir áfengiseitrun-
ina hugsaði ég með mér að ég ætti
kannski við vandamál að stríða. Ég
ætlaði að hætta að drekka í kjölfar-
ið en gat það ekki.“
Smári reyndi oft að hætta að
drekka eftir þessa áfengiseitrun
en byrjaði alltaf aftur. „Ég hafði
enga trú á mér og gafst upp að lok-
um. Vonbrigðin urðu mikil þegar
ég byrjaði að drekka aftur eftir að
hafa hætt. Ég hætti við að hætta.
Löngunin til að hætta var einfald-
lega ekki til staðar. Mér fannst of
gott að drekka.“
Smári hætti að drekka í tíu
mánuði árið 2015. Hann segir að
hann hafi ekki hætt fyrir sjálfan
sig heldur systur sína. „Fríða syst-
ir bað mig um að hætta að drekka.
Ég hætti á hnefanum og var edrú í
tíu mánuði. En ég hætti ekki fyrir
mig sjálfan.“
Mikil vanlíðan
Mikil vanlíðan fylgdi drykkjunni
og Smári hefur glímt við þung-
lyndi og kvíða í mörg ár. Hann fór
til geðlæknis, sótti alls konar nám-
skeið og fór í kvíðameðferð. Hann
leitaði sífellt að að lyklinum að
vellíðan.
„Heilinn skemmist mjög
af drykkju. Það vantar efni í
líkamann og heilann sem ger-
ir það að verkum að manni líður
illa. Niðurtúrarnir voru langverst-
ir. Ég var búinn að prófa margt til
að láta mér líða betur. Árið 2006
fór ég á geðdeild Landspítalans
og var þar í tvær vikur. Ég fékk
einnig þunglyndislyf. Síðan þá hef
ég verið í kvíðameðferðastöðinni,
farið á Dale Carnagie-námskeið
og námskeið hjá Lótushúsinu. Ég
reyndi allt til að mér liði betur en
mér datt aldrei í hug að hætta að
drekka.“
Daglegur áfengisdauði
„Ég drakk daglega í marga mánuði
áður en ég fór í meðferð. Hvert
einasta kvöld drakk ég þar til ég dó
áfengisdauða. Ég gat ekki sofnað
öðruvísi. Kvíðinn var orðinn svo
mikill. Ef ég var ekki með áfengi í
blóðinu þá var ég hræddur. Ég var
óttasleginn við tilhugsunina um
að þurfa að gera eitthvað.“
Þunglyndi og kvíði skullu yfir
Smára í bylgjum. Hann upplifði
bæði góða og slæma tíma. Í lokin
voru tímarnir aðeins slæmir. „Ég
náði botninum sumarið 2016. Ég
var í draumanámi, upptökunámi
hjá Stúdíó Sýrlandi. Ég var hættur
að geta stundað námið. Oft komst
ég ekki í skólann því ég var full-
ur. Ég leyndi ástandinu gríðar-
lega vel. Ég laug að ég hefði ekki
fengið áframhaldandi námslán og
hætti í námi. Á þessum tíma leið
mér óskaplega illa. Ég vaknaði á
morgnana og það fyrsta sem ég
gerði var að hella í mig einum eða
tveimur áfengum sykurdrykkjum.
Síðan fékk ég mér bjór og því næst
viskí. Stundum var ég í góðum gír
og fór niður á pöbb. Þar fékk ég
mér nokkra bjóra og fór svo aftur
heim og drakk þar til ég sofnaði.
Á þessum tíma fann ég að líkami
minn var á síðustu metrunum.“
Smári lokaði á fjölskyldu
sína og átti erfitt með að vera í
ástar sambandi. „Allt sem ógn-
aði drykkjunni var látið flakka.
Ég hætti að tala við marga fjöl-
skyldumeðlimi, fólk sem þykir
vænt um mig og vildi hjálpa mér,
en mér fannst ógna drykkjunni.
Ég lokaði til dæmis alveg á Pálm-
ar, bróður minn, því ég vissi að
hann taldi mig eiga við vandamál
að stríða. Sambönd fóru einnig
í vaskinn vegna drykkjunnar.
Kærustur mínar sáu flestar fljót-
lega að ég átti við vandamál að
stríða. Áfengi var eina ástin mín.“
Síðan Smári hætti að drekka
hefur kvíðahnúturinn sem hann
fann iðulega fyrir horfið.
Ætlaði að fara í meðferð
Sumarið 2016 hringdi Smári á
Von SÁÁ í Efstaleiti. „Ég var í
marga daga að manna mig upp í
að hringja og fannst símtalið mjög
erfitt. Allir svona litlir hlutir voru
mikið mál. Ég hringdi og mér var
sagt að göngudeildin væri lokuð.
Það var nóg fyrir mig. Ég skellti á.
Ég vissi ekki hvað göngudeild var
eða hvað það þýddi að hún væri
lokuð. Mér fannst mér vera hafn-
að. Ég hringdi ekki aftur og ákvað
að fara ekki í meðferð. Ég hafði
reynt og það var nóg.“
Smári segir að hann hafi haldið
áfram að drekka stíft. Venjulega
var líðan hans sveiflukennd en í
þetta sinn náði hann sér ekki upp.
„Mér leið illa í marga mánuði.
Mér fannst ég sökkva dýpra
með hverjum deginum þannig
að ég ákvað að fara á Vog í byrj-
un október 2016. Ég gekk inn og
bað um viðtal. Á fundinum var
ákveðið að ég kæmi þar inn eftir
nokkra daga, ástandið á mér var
hrikalegt.“
Man ekki eftir fyrstu
dögunum inni á Vogi
Smári var í tíu daga á Vogi. Fyrst
var hann á gjörgæsludeild þar
sem hann var trappaður niður
með lyfjum. „Ég man lítið sem
ekkert eftir fyrstu dögunum. Þeir
voru mjög erfiðir. Þegar ég byrjaði
að ná áttum naut ég mín virkilega
inni á Vogi. Þarna var öll lands-
flóran. Það var svo mikið líf þar og
mikið að gerast. Ég naut þess að
vera þarna inni. Ég eignaðist strax
góða vini og var mjög heppinn.“
Eftir tíu daga dvöl fór Smári
heim í helgarfrí áður en hann fór í
áframhaldandi meðferð á Staðar-
felli. „Það var erfitt að fara aftur
heim því þar fór mesta drykkjan
fram. Ég sótti nokkra hluti heim til
mín og fór svo til foreldra minna.“
Læra að vera edrú
Smári var í mánuð á Staðarfelli.
„Inni á Vogi fer maður í afvötnun
og verður edrú. Á Staðarfelli lærir
maður að vera edrú. Á þessum
tíma lærði ég að drykkjan er
mér æðri. Ég ræð ekki við hana.
Drykkjan tekur öll völd frá mér.
Á hverjum morgni þarf ég að
minna mig á að ég er alkóhólisti
og á hverju kvöldi þakka ég fyrir
að vera edrú. Þetta þarf ég að gera
á hverjum degi til að halda mér
edrú.“
Smári óttaðist stimplun samfé-
lagsins. „Ein ástæðan fyrir því að
ég fór ekki fyrr í meðferð var sú að
ég vildi ekki vera stimplaður sem
fyllibytta og aumingi sem gæti
ekki ráðið við drykkju sína. Það er
auðvitað ekki rétt.“
Ekki AA-maður en edrú
„Starfsemin inni á Vogi er oft og
tíðum misskilin. Það sem kom
Nýtt líf „Allt sem ég er að
gera nú hefði ég ekki getað gert
þegar ég var að drekka.“
Smári Guðmundsson er 38 ára tónlistar- og
fjöllistamaður. Hann er í hljómsveitinni Klassart
og var að skrifa sinn fyrsta söngleik, Mystery Boy.
Smári er einnig alkóhólisti. Hann var einungis tólf
ára gamall þegar hann byrjaði að drekka. Nítján
ára varð hann háður verkjatöflum. Í einlægu viðtali
við Guðrúnu Ósk Guðjónsdóttur ræðir Smári um
alkóhólismann sem náði snemma tökum á lífi hans,
baráttuna við þunglyndi og kvíða, vanlíðan sem
fylgdi drykkjunni og ferlið sem leiddi til þess að
hann varð edrú.
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrun@bleikt.is
„Ég mætti þunnur
í fermingar-
fræðsluna. Á kirkju-
bekknum fyrir framan
mig sátu kærasta mín
og vinkonur hennar. Ég
ældi yfir þær og það varð
gríðarlegt uppnám.