Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Qupperneq 64
40 menning Helgarblað 17. nóvember 2017
D
auðinn er
raunveru
legur.“ Á
þessum
einfalda en sárs
aukafulla sann
leik hefst nýjasta plata Mount
Eerie, A crow looked at me, ein
áhrifaríkasta plata ársins að mínu
mati – berstrípuð og átakanleg
innsýn í tilfinningalíf syrgjandi
ekkils skömmu eftir dauða sálu
félagans.
Hljóðtilraunir og
poppaðar laglínur
Í rúmlega tvo áratugi hefur Banda
ríkjamaðurinn Phil Elverum gefið
út tónlist undir listamannsnöfn
unum The Microphones og síðar
Mount Eerie. Hann er mikilvirkur
og sérstakur tónlistarmaður, hlé
drægur og sérvitur karakter sem
hefur öðlast goðsagnakennt orð
spor í indírokkheiminum og fáa
en heittrúaða fylgjendur.
Hann lifir rólegri og einangr
aðri tilveru í heimabæ sínum,
smábænum Anacortes í Wash
ingtonfylki, þar sem hann semur,
tekur upp og gefur út mikið magn
tónlistar (12 breiðskífur frá 1999),
músík sem ferðast áreynslu
laust frá hinu smáa og innhverfa
yfir í það háværa og skítuga, frá
abstrakt hljóðtilraunum að gríp
andi indílaglínum. Hann hefur
næmt poppeyra og í tregablöndn
um söng sínum tekst honum oftar
en ekki á einfaldan hátt að fanga
ljóðræna fegurðina í smáatrið
um hversdagslegra athafna sem
speglast svo í hinum dýpstu til
vistarspurningum og ægikrafti
náttúrunnar – ætli það megi ekki
kalla þetta djúpvisku hins næfa.
Elverum hefur komið tvisvar
til Íslands til að leika á tónleikum,
árin 2005 og 2006. Í bæði skiptin
kom með honum og spilaði, eig
inkona hans, franskkanadíska
tónlistarkonan og myndasögu
teiknarinn Geneviève Castrée
sem kom fram undir nöfnun
um Woelv og O Paon. Við sem
mættum til að sjá Mount Eerie
fengum einnig að kynnast tónlist
Geneviève, sem var líka áhuga
verð, hún virkjaði einhvern hráan
náttúrukraft í einföldum og barns
legum söng sínum.
Skömmu eftir að fyrsta dóttir
þeirra hjóna fæddist árið 2015
greindist Geneviève með krabba
mein í brisi og dró sjúkdómurinn
hana til dauða í júlí í fyrra – en þá
var hún 35 ára gömul. Það er þessi
harmleikur sem áheyrendur fá að
upplifa með Elverum á nýju plöt
unni, að syrgja sálufélaga sinn og
standa uppi sem einstæður faðir
með ómálga barn.
Varla tónlist
Eðli málsins samkvæmt er platan,
A crow looked at me, ekkert til
finningalegt léttmeti – langt því
frá. Lögin eru berstrípuð, yfirleitt
bara kassagítar og rödd sem eru
tekin upp með einum hljóðnema,
en upptökurnar fóru víst flestar
fram á kvöldin í næsta herbergi
við sofandi dótturina. Gítarplokk
ið er hljóðlegt, röddin og meló
díurnar viðkvæmar, svo að á köfl
um líður manni eins og Phil sitji
grátbólginn og dofinn á rúmi sínu,
strjúkandi strengi gítarsins og rau
landi eitthvað út í loftið og inn á
upptöku, hálfmelódíur og hverja
þá hugsun sem skýtur upp í koll
inn á honum – enda hefur hann
sjálfur sagt í viðtölum að platan sé
„varla tónlist.“
Textarnir eru í fyrsta skipti
skrifaðir á undan lögunum og
leika stærra hlutverk en oftast
áður í tónlist Elverum. Lögin eru
ekki um Geneviève heldur æpandi
fjarveru hennar, holuna sem
dauði ástvinar býr til í tilveruna.
Nokkuð bókstaflega lýsa þeir tilf
inningalífi, hugsunum og hvers
dagslegum athöfnum ekkilsins
vikurnar eftir fráfallið – stundum
skondnum, stundum ljúf sárum,
oft átakanlegum smáatriðum.
Phil lýsir því hvernig hann forð
ast herbergið þar sem hún lést,
rifjar upp veikindin og síðustu
stundir hennar, gengur frá fötun
um hennar og lýsir því hvernig til
finningin fyrir nærveru hennar
dofnar og ljósmyndir taka smám
saman yfir raunverulegar minn
ingar. Hann lýsir sjálfum sér sem
hólki utan um sögur af henni og
veltir fyrir sér hvort fólki finnist
ekki óþægilegt að hann tali ekki
um annað en látna eiginkonu
sína.
Eins og opin dagbók gefa
textarnir innsýn í hugsanir og til
finningalíf í miðjum stormi sorgar
innar, áður en syrgjandinn hefur
farið í gegnum sorgarferlið, unnið
úr tilfinningum sínum og sætt sig
við þennan gang lífsins. Það sem
gerir hana svo yfirþyrmandi er að
þegar lögin eru samin er enn ekki
komin nein „feelgood“ viska eða
sniðugur lærdómur um dauðann
– sorgin og guðlaus tómleikinn er
algjör og heltakandi. Náttúruunn
andinn Elverum reynir að sjá sam
svörun í skógareldum sem geisa á
sama tíma og eiginkonan deyr en
finnur enga huggun í því að hugsa
um eyðilegginguna. Örvæntingar
fullt úthrópar hann náttúruna og
dauðann sem er nauðsynlegur
hluti af henni „Ég mótmæli náttúr
unni, ég er ósammála,“ lýsir hann
yfir í átakanlega vonlausum mót
mælum.
Það eru hins vegar skyldur
hans og umhyggja gagnvart
dótturinni sem neyðir hann til að
halda áfram göngunni og lífinu, að
halda áfram með sameiginlegan
draum þeirra hjónanna um að
flytja í fáfarna eyju úti á flóanum
og byggja þar upp fjölskyldu. Tím
inn byrjar sitt hjúkrunarstarf þrátt
fyrir að hjartað streitist tregafullt á
móti: „Smám saman öðlast ég aft
ur sjálfsstjórn // En ég vil það samt
ekki // og sviksemin spyr: // hver
og hvernig á ég að lifa?“ Í loka
laginu gengur Phil svo með dóttur
sína á bakinu um svæðið þar sem
skógareldurinn fór yfir nokkrum
mánuðum áður. Þar sjá þau eina
svarta kráku rísa upp úr bruna
rústunum. Platan endar sem sagt
á örlítilli von, upphafi af sátt.
Ég efast um að margir muni
hlusta oft og ítrekað á plötuna,
hvorki renna henni í gegn í
vinnunni eða með sunnudagskaff
inu. Það er erfitt að hlusta og finna
til, en tónlistin er gerð af örlæti, í
henni eru raunverulegar og sterkar
tilfinningar, sorg, heiftarlegur
söknuður og óskaplega fegurð.
Sungið til hinnar horfnu ástar
Á undanförnum mánuðum hefur
Phil Elverum ferðast um Evrópu og
leikið lög af þessari nýjustu plötu
sinni. Um síðustu helgi fékk ég að
verða vitni að tónleikum hans í 17.
aldar kirkjunni Les Brigittines í
Brussel en allt hefur verið hreins
að út úr byggingunni og henni
breytt í tónleikastað. Elverum kom
fram einn síns liðs með kassagítar
í blóðrauðri birtu kirkjubyggingar
innar, feimnislegur og viðkvæmur.
Hann spilaði um helming lag
anna af plötunni áður en hann
sneri sér að nýrri lagasmíðum, sem
halda þó áfram þaðan sem frá var
horfið. Textadrifið uppgjör við frá
fallið. Sem betur fer er tónninn í
rödd Elverum líflegri og hann virðist
nálgast hina sársaukafullu sátt sem
er þó svo nauðsynlegur endapunkt
ur. Hann leyfir sér að gera grín að
eigin kaldhæðnislegu stöðu, hvern
ig hann ferðast um og syngur dauða
lög um eiginkona sína fyrir dópaða
unglinga á tónlistarhátíðum. Frekar
en ljóðræn óræðnin sem oft ein
kenndi söng Elverum eru hér bók
staflegar og nákvæmar lýsingar á at
vikum og hugsunum.
Í lögunum lýsir hann mót
sagnakenndum tilfinningum, því
hvernig hann nær smám saman
nægri fjarlægð til að sjá að þótt
harmur hans sé mikill sé hann
ekki einstakur í mannkynssögunni
– dauðinn og sorgin er hluti af lífi
okkar allra. Það er ómögulegt að
fylla í skarðið en það er um lítið
annað að ræða en að sætta sig við
það óhjákvæmilega – og halda
áfram að lifa. Lögin syngur hann
þó áfram til hennar, hinnar sönnu
og eilífu ástar, Geneviève. n
Dauðinn er raunverulegur
Á nýjustu plötu Mount Eerie tekst Phil Elverum á við harmrænan dauða eiginkonu sinnar
Átakanlegt andlát
Elverum-fjölskyldan
skömmu fyrir dauða
Geneviève í fyrra.
Sorgarferli einstæðs föður Bandarískri
tónlistarmaðurinn Phil Elverum ásamt dóttur
sinni, en á nýjustu plötu Mount Eerie syngur hann
um andlát eiginkonu sinnar og barnsmóður.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Tónlist
A crow looked at me
Flytjandi: Mount Eerie
Höfundur: Phil Elverum
Útgefandi: P.W.
Elverum & Sun
Útgáfuár: 2017