Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Síða 70
46 fólk Helgarblað 17. nóvember 2017 M argrét Kristín Sigurðar- dóttir (Fabúla) fagnar tuttugu ára tónlistarferli með stórtónleikum í Gamla Bíói 30. nóvember. „Ég ætla að halda upp á þetta ferðalag sem hófst fyrir tuttugu árum og gleðj- ast með þeim sem hafa verið sam- ferða mér. Á tónleikunum flyt ég lög af öllum fjórum plötunum mín- um og einnig nýtt efni. Ég er með sviðshönnuð og vídeólistafólk með mér og við förum á flug með áhorf- endum í sýningu sem verður mjög sjónræn. Búum til ólíka heima fyrir ólík lög. Við bjóðum líka upp á alls kyns konfektmola í formi ólíkra og óvæntra gesta.“ Margrét er þekkt undir lista- mannsnafninu Fabúla og er spurð af hverju hún hafi tekið sér það nafn. „Ég hafði búið erlendis í fimm ár, kom heim og hélt mína fyrstu tónleika, djasstónleika, sem Magga Stína, á Púlsinum. Þá var nafna mín Blöndal komin í tónlistarbransann undir þessu sama nafni sem olli alls konar misskilningi. Fabúlu-nafnið var upphaflega hugsað sem tvíeykisnafn. Við vor- um tvö saman að framleiða plötu þar sem allir textarnir voru litlar sögur og okkur fannst Fabúlu- nafnið henta mjög vel. Svo þróað- ist það þannig að Fabúlu-nafnið var nefnt þegar plötuna, eða nafn mitt bar á góma og ég ákvað að leyfa þessu að þróast þannig. Nafnið varð smátt og smátt mitt og mér fór að þykja æ vænna um það.“ Farvegur til að vinna úr sorginni Byrjaðir þú snemma að syngja og semja lög? „Ég var alltaf með annan fót- inn í tónlist, en í æsku minni var ég ekki að semja lög heldur ljóð og sögur. Ég byrjaði að semja lög vegna þess að ég hafði þörf fyrir að finna sögunum farveg. Lag og texti verða oftast til samtímis, en orðin eru þó skrefi á undan. Orðin leiða mig áfram. Ég ætlaði að skrifa skáldsögu þegar ég var 10 ára og þetta varð svolítill doðrantur. Sagan hét Brúskur og mamma var voða hrifin. Hins vegar leyfði hún sér að gera athugasemd við endinn. Þá stakk ég bókinni eitt- hvert inn í fataskáp og hún týndist. Var óþolinmóð þá og er enn. Kannski róast ég með aldrinum. Ennþá hentar mér best að tjá mig afmarkað og stutt, eins og í ljóðum og lagatextum.“ Margrét hefur samið nokk- ur lög við ljóð Gerðar Kristnýjar. „Það kom upp hugmynd um að setja upp leikverk byggt á ljóðum hennar. Ég var beðin um að semja tónlist við það, ég sökkti mér ofan í ljóð hennar og er búin að semja nokkur lög við þau og mun flytja eitt þeirra á tónleikunum. Gerður tvinnar saman sársauka, fegurð og kaldhæðni á áhrifamikinn hátt.“ Á tónleikunum flytur Margrét einnig lag sitt Diamond Boy sem hún tileinkar vini sem var beittur ofbeldi í æsku. „Ég var á ferðalagi á Írlandi og hitti þar mann og við fórum að spjalla saman. Hann sagði mér að hann hefði orðið fyrir einelti í skóla og á sama tíma hefði faðir hans beitt hann ofbeldi. Þegar ég kom upp á hótelherbergi eftir að hafa talað við hann þyrmdi yfir mig vegna sögu þessa drengs sem hafði ekki átti sér öruggan stað. Ég settist niður og samdi lag sem ég tileinka honum og öll- um þeim sem hafa orðið að þola hörmungar eins og þessar. Mesta meinsemd hvers þjóðfélags er að börn skuli þurfa að alast upp við ofbeldi.“ Hefur þú sjálf upplifað mikinn sársauka á ævinni? „Í æsku bjó ég við mikla ást og öryggi. Tilveran hrundi hins vegar þegar systir mín fyrirfór sér 29 ára gömul, þá var ég 26 ára. Hún var bráðþroska barn og hafði snemma áhyggjur af mörgu og glímdi við þunglyndi. Við vorum mjög nánar. Þegar hún dó ég var ég í leiklistar- námi í Noregi og var tvístígandi hvort ég ætlaði að helga mig leik- listinni eða tónlistinni. Ég valdi tónlistina, hún varð minn farvegur til að vinna úr sorginni.“ Þröngar áherslur skólakerfisins Margrét er kennaramenntuð og hefur starfað sem kennari með- fram því að sinna tónlistinni. Hún hefur sterkar skoðanir á skóla- málum. „Um tíma vann ég sem kennari í Hlíðaskóla og starfaði við deild þar sem voru börn sem engin úrræði voru fyrir í hefð- bundnum skólum. Deildina köll- uðum við vinnustofu, og þar voru fimm nemendur með ýmsar greiningar. Þeir voru miklir orku- boltar og snillingar, en hæfileik- ar þeirra lágu á ólíkum sviðum. Námið var sniðið að þörfum þeirra og áhugamálum. Einn þeirra átti t.d. talsvert erfitt með samskipti en hafði mikla smíðahæfileika. Við unnum því náið með smíða- kennaranum, drengurinn fékk auka smíðatíma og aðstoðaði líka yngri börn. Í smíðastofunni var sjálfsmynd hans sterk, þar naut hann sín til fulls og það hafði áhrif á alla líðan hans og samskipti. Al- fræðiorðabækur og Lifandi vís- indi voru svo alltaf við hendina hjá okkur í vinnustofunni, því vís- indaáhugi sumra þeirra var gífur- legur. Einnig sökktum við okkur í skáldsögur, lásum mikið saman og tefldum og hreyfðum okkur. Svo tókum við rútínuvinnu í námsbók- unum í stuttum törnum. Ég tel skyldu mína sem kennara vera númer eitt, tvö og þrjú þá, að sjá einstaklinginn, styrkleika hans og gefa honum færi á að blómstra á eigin forsendum. Því spyr ég gjarnan nemandann: Hvenær ertu glaðastur/glöðust? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Því þar sem gleðin liggur, liggja gjarn- an hæfileikarnir. Þar liggur styrk- urinn og krafturinn. Börn ættu að fá að velja miklu fyrr. Við vitum innst inni hver við erum ansi snemma. Svo er stund- um eins og við týnum okkur á unglingsárunum og finnum okkur aftur síðar. Kannski myndum við síður týna okkur ef við fengjum viðurkenningu á því hver við erum í skólakerfinu. Ég myndi vilja breyta skóla- kerfinu töluvert, koma með val möguleika inn mun fyrr og byggja það upp eins og smiðjur. Vísinda- smiðju, bókmenntasmiðju, hand- verkssmiðju, leiklistarsmiðju, myndlistarsmiðju, stærðfræðis- miðju o.fl. Nemendur gætu valið sér smiðjur eftir áhugamálum og fengið að grúska og blómstra, hver á sínu sviði. Einhverja grunnþekk- ingu og innsýn fengju allir á ólík- um sviðum, en fengju að eyða mun meiri tíma á áhugasviði sínu en nú er. Þetta myndi gera öllum jafn hátt undir höfði, byggja upp sjálfsmynd og koma í veg fyrir að nemendur finni sig alls ekki í skólakerfinu og týni sér alveg. Hve margir hafa ekki hrökklast út úr skólakerfinu, upplifað sig sem tapara af því að áherslur skólakerfisins hafa verið of þröngar? Sem betur fer er nám í grunnskólum orðið mun fjölbreytt- ara en áður var og tillit til einstak- linga meira, en við þurfum að gera betur. Þegar ég hóf kennslu við deildina í Hlíðaskóla, var hug- takinu „einstaklingsmiðað nám“ mikið haldið á lofti. Á sama tíma var ákveðið að koma á samræmd- um prófum í 4. bekk. Þvílíkar hróp- andi andstæður. Að láta öll 9 ára börn á landinu taka sömu prófin er skelfileg hugmynd. Þau eru hvert á sinni leið og gjörsamlega tilgangs- laust að vera að mæla hvar þau standa hvert miðað við annað á ör- fáum afmörkuðum sviðum.“ Leiklistarnám og kvikmyndahlutverk Það eru ekki einungis tónlistin og kennslan sem heilla Margréti. Fyrir tveimur árum lauk hún leik- listarnámi í London. „Leiklistin hefur alltaf verið hluti af mér,“ segir hún. Hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Taka 5 sem Magnús Jónsson leikstýrir og skrifar hand- rit að og verður frumsýnd 2018. Hún fer einnig með lítið hlutverk í annarri þáttaröðinni af Ófærð. Margrét fer einnig við og við til London að vinna við talsetningu og á dagskrá er verkefni í desem- ber sem hún segist ekki geta skýrt frá að sinni. Þú ert að fagna tuttugu ára tón- listarferli. Ertu sátt við þá leið sem þú valdir þér í listinni? „Að einhverju leyti velur maður meðvitað, en að öðru leyti leiðir lífið mann. Ég hef samið tónlist mína af einlægni og það hefur leitt mig áfram. Einhvern tímann var ég spurð hvort mér fyndist ég hafa náð langt. Svar mitt er já, því ég hef náð inn í hjörtu fólks og þangað var ferðinni alltaf heitið.“ n Orðin leiða mig áfram Margrét Kristín Sigurðardóttir fagnar tuttugu ára tónlistarferli með stórtónleikum Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ég hef samið tónlist mína af einlægni og það hefur leitt mig áfram. Margrét Kristín Sigurðardóttir „Ennþá hentar mér best að tjá mig afmarkað og stutt, eins og í ljóðum og lagatextum.“ Mynd Brynja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.