Dagsbrún - 01.04.1893, Side 5

Dagsbrún - 01.04.1893, Side 5
ingu? Ó ! þú hinn olskulegi faðir þinna barna; lof og dýrð sé þér! fyrir þinn kærleika, sem þú veittir mönnunum af fyllingu þinni ; eilíf þökk sé þér ! fyrir alla þú, sem þú hefir látið boða hann á jörðunni, fyrir Jesúm Krist, sem af elsku til mannanna staðfesti kcnningu kærleikans með dauða sínum, er sýndi oss veginn til þín, þú hinn eilífi alfullkomni kærleikur. Ef vér fylgjum Kristi á lífsleið hans, eins og guðspjöllin skýra oss frá, hversu heitt verður oss þá eigi um hjartarætur, er vér sjáuni hann neita sér um alla hagsæld lífsins, neita sér um alla jarð neska gleði, en útbreiða kærleikann hvar sem hann kom. Hann gaf sig ekki að hinum ríku og voldugu, heldur tók hann að sér alla ve- sæla og auma, volaða, vanaða, halta og blinda, þá hina bersyndugu, sem þjóðin öll hataði og smáði, þeim var hann öllum, sem vinur eða faðir eða bróðir; hann gladdist með hinum glöðu, hann grét með hinum sorgbitnu, hann elskaði allt, sem aumt var og lítilmótlegt og undirokað; hvar var sá aumingi, að hann ræki hann frá sér? hvar var sá syndari, að hann vildi ekki líkna honum? hver var svo bág- staddur, að hann synjaði honum um hjálp, hver var sá óvinur hans, að hann vildi hefna sín á honum? Hann bað fyrir kvölurum sín- um og sagði: „Faðir fyrirgef þeim, þeir vita okki hvað þeir gjöra.“ Þossi kærleikur, sem grípur jafnt yfir vini og óvini, hann hlýtur að vora guðdómlegur, og er þetta nú ekki einmitt hinn sami kærleik- ur, er ICristur býður oss, að fremja, þegar hann talar um boðorðin tvö. Allt lögmálið snýst um hann, öll breytni yðar, allur hugsun- arháttur yðai', segir Kristur, að eigi að snúast um þetta eina, um kærleikann. Ef vér uppfyllum þessa skyldu, ef vér fremjum hana, eins og Kristur sýndi oss, að vér eigum.að fremja hana, þá erum vér Guðs börn, þá erum vér Guði velþóknanlegir, þá erum vé; sálu - hólpnir; því að í kærleikanum hefjum véi' oss þrepi nær guðdómn- um með því, að vér fremjum þá þau vei'k, sem guðdómsins eru; þá látum vér hið guðdómlega eðli í oss verka á heiminn umhverfis oss. Eða hvernig eigum vér betur að þóknast Kristi, en með því, að hlýða honum og gjöra eins og hann hefir oss fyrir sagt, eins og hann liefir oss eptirdæmi gefið? Allt hans líf var eintómt fram- haldandi kærleiksverk og sjálfsafneitun, sjálfur segir hann oss, að vér skulum sýna það, að vér elskum hann með því, að elska hver annan. —Hver getur nú hugsað sér, að hann þóknist Kristi mcð því, að hata bróður sinn? E>að er ekki hægt að villast á kærleiks- kenningu Krists. Menn geta ekki borið það fyrir sig, því hann segir sjálfur svo skýrt og skýlaust fyrir um það, hvernig menn eigi

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.