Dagsbrún - 01.04.1893, Qupperneq 6
í kærlcikanum að lifa, hann sýndi það svo ljóslega mcð dæmi sínu.
E>á minnu'mst vér og allir orðanna Páls, or hann segir um kærleik-
ann: „Þótt óg talaði hæði engla og manna tungum, en hefði ekki
kærleikann, þá væri óg oins og hljómandi málmuí og hvellandi
hjalla, og þótt ég hefði spádómsgáfu, vissi alla leyndardóma, og hefði
allsliáttar þekkingu, hefði trú svo mikla, að ég gæti fjöll ílutt,en
hefði ekki kærleikann, þá væri ég einskisverður.-'* —Eða þessara :
„En þá er þetta þrennt: trúin, vonin og kærleikurinn varanlegt, en
af þessu er kœrleilcurinn mestur.“
Eða hversu er það ekki dýrðlegt, ad hafa kærleikann í lífinu?
Eg spyr yður að því, sem hafið hann í heimilislífi yðar, hvort þér
• viljið missa har.n fyrir nolckurn munl Ég spyr yður að því, sem
okki hafið hann, hvort þér vilduð ekki fiest til vinna að fá hann
til yðar, svo að hann lýsti upp alla samhiíð yðar? Eða er nokkur
sá hlutur, sem geti vegið á móti því, er allir þeir, som saman oiga
að búa, elska og virða hver annan. Ég fyrir mitt leiti, þekki ekk-
ert, sem ég vildi skifta við heimilisfrið og kærleika þeirra, sem mér
eru nákomnastir, ættmanna og nágranna. —Eörum nú í hallir auð-
kýfinganna, sem hafa alla þá skemmtun og gloði, or auðurinn getur
veitt þeim og hugur þeirra girnist, en vantar kærleikann sín á
milli, og spyrjum þá, hvort þeir séu ánægðir, og munum vér fijótt
£i nei að svari. Vér þurfum optlega ekki að spyrja, því að lífs-
þreytan, gremjan og óánægjan sýnir sig svo ljóslega í svip og lát-
hragði þeírra. En ef vér förum syo aptur í oinhvern kofann fátækl-
inganna, þar sem skortur er á fiestu, fötin eru tötrar, fæðan léleg,
heilsan hiluð, en sé þar nóg af kærleika, þá þurfum vér ekki að
spyrja, því að hann hrosir við oss úr liverju horni hússins, hann
skín á cnnum íhúanna, svo að tötrarnir verða sem skrautklæði og
kofinn unaðslegri, en hinar glæstu hallir auðmannanna, sem vér urð-
um fegnastir, að komast sem fyrst út úr. Hér, hjá hinum fátœku
verða stundirnar stuttar, liéðan oigum vér örðugt að slíta oss, því
að kærleikurinn dregur oss svo óskiljanlega að þeim. Já, ég spyr
yður, hvort yöur finnist það ekki unaðsríkt og eptirsóknarvert, að
efla og fremja kærlcikann, kærleikann í heirulislífinu, í viðskiptum
vorum og samhúð allri? Er það ekki um.ðsríkt, þegar ástin og
virðingin hjónanna hvort á öðru, vex með degi hverjum, sem þau
lifa saman, þegar hörnin elska foreldra sína og vilja gjöra þeim allt
til yndis og ánægju, þegar menn í félagi einu reyna, að gjöra hver
öðrum allt til gleði og hjálpar? Er það ekki að lifa eins og Kristur
sagði oss. Ég segi fyrir mig, ég get ekki hugsað mér fegurra ár-