Dagsbrún - 01.01.1894, Blaðsíða 10
6
næstu, tíl hugmyndarinnar um holdtekju Guðs. Þíinnig getura vér
séð, hvernig hin kristna trú hefir smátt og smátt myndast, einlægt
stigið af lægra. stigi á annað æðra, ung þessu hinu æðsta stigi var náð.
En löngu áðr en trúin náði þessu þroskastigi, fóru menn að
gjöra sér hugmyndir um annað líf, þær hugmyndir áttu rót sína að rekja
til ástarinnar til lífsins, og óttans og hryllíngarinnur fyrir því, að
hætta að vera til. Þegar menn fyrst sáu félaga sína og vini, sem þeir
höfðu elskað, alt í einu hætta að hreifast, aada, tala, sjá; þegar þeir
sáu líkami þeirra eyðast og rotna, þá hefir það fyrst vakið bæði undrun
þeirra og sorg. Skynsemi manna hefir sagt þeim, að afdrif þeirra
mundu verða þossu lík, og svo hafa menn farið að grufla út í það,
óljóst í fyrstu, hvort ekki væru neiu ráö til þess, að komast hjá þessu,
eða að minsta kostt draga úr því, svo það yrði ekki svona óttalegt,
oins og menn æfinlega reyna, þegar menn mæta einhverju ógeðfeldu
eða íllu.
Meun höfðu snemma tekið eftir því, með sívaxandi undrun,
hvernig- trén og blómin og grösin á vissum tímum visuuðu og eins og
dóu út; en urðu svo aftr eins og áðr fyrri, græn og ljómandi fögr, og
full með líf. Vafalaust hefir þetta skotið manninum þeirri hugsun í
hrjóst, að lff mannsins mundi endrtakast eftir að hin hryllílegu um
skífti væru um garð gengin. Hinsvegar vav það honum ljóst að þessi
endrnýjung lífsins gat ekki gengið fyrir sig á sama hátt og hjá trján-
um og blómunum og grösunum, því ef svo liefði verið, hefði hanu
átt að sjá hina dauðu rísa upp og ganga um eins og þeir gjörðu í
lífinu.
Menn ályktuðu því á þessa leið : Maðrinn hlýtr að lifna aftr að
nýju, annaðlivort í öðrurn líkama, eða þá, ef að hinn sami líkami á
að endrlifna, þá verðr hann að endrlifna á öðrum stað.
Trúin á sálnaflakkið hjá hinum austrlensku þjóðum á rót síua að
rekja til hinnar fyrri hugmyndar, en trúin á annað líf hjá hinum
kristnu þjóðum, sem kallaðar eru og mörgum fleiri, til hinnar síðari.
Þá eins og nú áttu menn sér óvini, og vildu síst af öllu að þeir hefðu
sömu hústaði og þeír sjálfir eftir dauðann, en svo framarlega som lífið
byrjaði afir, þá gátu þeir tæplega hugsað sér það, að þeir fengju
sjá'.fir að njóta yndis og gleði í öðru lífi, en að óvinum sínum yrði
fyrirmunað að lifa eftir dauðann.
Sökum þessa kom þeim til hugar, að skifta bústöðum hinna dánu