Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 1
GILDI GAMLATESTAMEN.TISINS.
(Athugasemclir við “Aldamói” 1893.)
Framh.
Þá liölduin vér áfram í fyrirlestrinmn — þessum makalausa
bautasteini séra Friðriks — og rekum oss þá nœst á, að á bls. 55 er
Davíð talinn fulltrúi Guðs. Ojæja, hann sýnir, hvaða boðskap hann
liafði að flytja frá guði, eins og þegar hann hertók Rabba og aðrar
borgir Ammonssona, eða þegar hann myrti Úria til jpess að ná í
Batsebu konu hans. En svo á bls. 56 segir höf., að Davíð hafi vitað
vel, að þær bænir sem hatrið stílar, væru í munni drottins smurða
andstygð t'yrir guði. Þegar nú Davíð vissi, að guði voru andstyggi-
iegar aðrar eins hænir og hann oft flutti fram fyrir guð, t. d. í 109.
sálmi, sem vér komum með fvrir nokkru, því í ósköpunum var liann
þá að biðja guð ? Var Davíð að biðja guð í þeim tiigangi, að verða
sjálfur andstyggilegur í augum guðs ? Nei, það er ekki gott að eiga
við það; það er ekki auðvelt að réttlæta Davíð, því að menn ienda
þá ólijákvæmilega i þær ógöngur og flækjur, að úr því verður að
eins endileysa og bull, eins og þetta. Svo fer nú höf. að líkja þeim
saman, Davíð og Kristi, en þar er þó ólíkum saman að jafna. Höf.
fyrirlestursins ógnar Davíð, hvað hann skuli vera hákarlalegur, og
reynir svo að bæta fyrir honum með því, að sýna fram á, að Kristur
lrnfi verið grimmur lílca, en með því að hvítþvo Davíð, svertir hann
Krist. Þegar Davíð lyftist upp, sígur Kristur niður, og ég er alveg
óviss um, að Kristur mundi hafa þakkað séra Friðrik fyrir þennan
samanburð.