Dagsbrún - 01.11.1895, Blaðsíða 3
163 —
vinunum, sem þeir elska, ástvinunum þeiriva kærustu, börnunum
elskulegu, fari í bið eilífa bál og kveljist þar og veinium alla eilífð !
gnísti tönnum af þessum djöfullegu kvölum, því að “þeirra ormur
deyr ekki og þeirra cldur slöknar ekki.” og “mjór er sá vegur sem
til lífsins iiggur, og fáir þeir, sem liann rata.” Þeir verða að trúa
þessu, eðaað öðrum kosti að afneita Kristi. Það er enginn milliveg-
ur til. Klerkar reyna vanalega að brciða yfir þetta með allra handa
kattarklóri, því að þeir eru hræddir um, að alþýðan vakni, og fari
þá að hugsa.
Yér sjáum nú hér af eigin framburði prestsins, varnarmanni
hinnar lútersku kyrkju, að Kristur hefir á helvíti trúað. En hvað
var það fleira sem hann trúði ? Vér skulum rekja út í æsar iiugs-
unina, sem klerkurinn benti oss á.
Vér sjáum þá (Lúk. 17, 29) að Kristur segir: “En á þeim tíma
þegar Lot fór út af Sódóma, rigndi eldi og brennisteini af himni,
sem eyðilagði þá alla,” og rétt á undan segir hann “Þeir átu og
drukku, tóku sér konur og giftust alt til þess dags, er Nói fór inn í
örkina og ílóðið kom, sem eyðilagði þá alla.” Að hugsa sér það, að
guðinn Kristur skyldi ekki vita betur, eða að guð-maðurinn Kristur
skyldi trúa því, að eldi liafi rignt af liimni og brennisteini þegar
Sódóma eyðilagðist! Nú var því vitanlega alvcg eins varið með
Sódóma eins og með brunahraunin og eldgosin á íslandi. En eng-
inn einasti íslendingur mundi nokkurn tíma trúa því, að sá eldur
hafi af himnum komið, eða að brennisteinninn í Kröflunámum við
Mývatn sé regn af himni.
Eða þá flóðið lmns Nóa. Þeir eru víst harla fáir hinir lútersku,
sem trúa því. Fyrirlestur vor um það (í öðrum árgangi Dagsbr.)
stendur alveg óhrakinn enn, og hefir hann þó staðið í Dagsbrún og
verið útgefinn sérstaklega, en það er ekki búið að hreifa eða hrekja
einn einasta staf í honutn enn þá, og bíður liklega fyrst um sinn.
Þá sér maður það, á Matt. 12, 40, að Kristur trúði því, (eins og
sumir aðrir !!) að Jónas gamli hefði verið í kviði hval-fiskjarins í
þrjá daga og þrjár nætur. En er ekki þetta og annað eins að kasta
öllu viti og skynsemi og gera sig að dýrum í stað manna? Hvað
eru þeir margir lútersku mennirnir sem trúa þessu. Oss getur ekki
annað en sárnað að vita til þess, að nokkur landi vor skuli vera svo
mikill andlegur aumingi, að gleypa þetta og annað eins,
Það getur verið að vér minnumst á hvalsöguna áður en langt um
líður, og viijum vér því ekki fara fleiri orðum um þetta.
Þetta, að Kristur trúi á helvíti, á flóðið og Nóasöguna, á brenni-