Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 4

Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 4
— 164 — steinsrigningar, á eldrigninger, á söguna um Jónas og hvalinn, sýn- ir það, að Kristur getur ekki hafa verið guð, og þá er um leið öll sú bygging, sem kyrkjan heíir bygt á honum sem guði fallin. Þetta sýnir það, að lrnnn heíir verið sannur gyðingur, alinn upp í gyðing- legum fræðum, með gyðinglegum liugmyndum. Það cr að segja, ef að maður tekur þessar frásögur postulanna sem sannar. En vér trúum þeim ekki öllum. Af því að Kristur var sannur gyðingur, trúi ég því að hann hafi trúað sögunni um Nóa, um Sódóma og Jón- as. Ilann hefir kanske hálf-trúað á víti, og haii honum sárnað, heflr hann kannske gleymt sér svo, að hann liafi vistað einhverja þar, það getur góða menn lient; en að liann hafi sagt dómsorðin þungu: “Farið frá mér bölvaðir í þann eilifa eld, sem búinn er djöflinum og hans árum” — að liann liafi sagt þau, óæstur, með fullu valdi vflr skapsmunum sinum, því getum vér ekki trúað, oss er ómögulegt að trúa því um jafn kærleiksrikan mann og Kristur var, mann, sem aldrei gat aumt séð, sem iæknaði sjúka, líknaði nauðstöddum, — mann, sem deyjandi bað fyrir þeim, sem kvöldu hann og píndu. Oss kemur tii hugar að postularnir ranghermi þar, þeir segi þar ekki satt. Þegar menn líta á máiavöxtu, þá er heldur ekki svo gott, að tilfæra orðrétt orð manns eftir ein 50 til 60 ár. Eg spyr: getur nokkur lúterskur maður ábyrgst, að lcoma orðrétt nieð alt, sem hann heflr talað einhvern vissan dag fyrir einum 50—60 árum, eða einhverja ræðu orðrétta, sem hann hefir haldið þá? En þetta var það, sem postularnir gerðu, þeir skrifuðu upp það, sem Kristur gerði og sagði meira en mannsaldri eftir dauða lians. Það sem þvl höfundur fyrirlestursins vinnur með þessum sam- anburði Davíðs við Krist, er þá það, að hann dregur Krist fram á sjónarsviðið til þess, að gera hann svartan, hann þoær óhreinindin af Davíð með Kristi, en með því, að gera Krist svartan eyðileggur hann alt, sem liann hefir verið að segja, því að, þó að alt, sem hann liefir framborið, hefði verið gullvægt og satt, þá er þó þetta eina, að sverta höfuðpersónuna Krist nóg til þess, að gera fyrirlesturinn verri en þýðingarlausan. Framhald.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.