Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 5
— 165
KENNINGIN UM GUÐDÓM KRISTS.
——
(Sannanir með og móti. Sannanir með eru auðkendar með
rómverskum tölum ; en mótsaunanir með venjulegum tölum).
VI. Tómas sagði við Jesú (Jóh. 20, 28): “Drottinn minn og
guð minn.” Þegar nú Kristur neitar því ekid við Tómas, að liann
sé guð, og neitar því heldur ekki við Gyðinga, þegarþeir kallahann
guð, þá er það augljóst, að Kristur kannast við að hann sé guð.
6. En sú framsetning ! Þeir vita það vel, að Ivristur afsakar
sig við Gyðinga og segist ekki vera guðs sonur, segir auk þess, að
með orðinu “guð” meini ritningin mikla menn, þá menn, sem guðs
orð sé til talað, og þó leyfa þeir sér að standa fast á þessu. Voru
nokkur líkindi til þess, að Kristur færi að reiðast Tómasi, þó að
liann líkti honum við þá Móses, Aron, Davið, Samúel og nefndi hann
nafninu guð, sem þeir voru nefndir ? Þegar Gyðingar seinna fara
að bera þetta á hann, að hann hafi liðið það, að menn kölluðu hann
guð, þá fer hann og afsakar sig. Hér var þetta í meinleysi gjört,
en þar var það gjört í illum tilgangi, hér þurfti Kristur ekkert að
skifta sér af því, en þar átti að gera það að dauðasök hans. Og það
sem Kristur segir með dauðann fyrir augunum, það ætti þó að vera
þess vert, að þeir sem trúa á hann, tækju það gilt; en þá viður-
kennir hann einmitt ekki að hann sö guð,
VII. Páll postuli segir (Róm. 9, 5), að “Kristur sé yfir öllu,
guð blessaður að eilifu.”
7. Væri nú hér sagt: guð, blessaður að eilífu, þá væri nokkur
ástæða til þess að telja stað þennan sönnun fyrir guðdómi Krists;
en nú er engin komma (,) á eftir orðinu guð, og verður því guð
blessaður hið sama og blessaður af guði.
VIII. Þá segir Páll postuli (Hebr. 1, 8) um soninn : “Þitt há- ,
sæti, ó guð, varir um aldur og æfi.”
8. Hér virðist nú í fijótu bragði, sem neitendur guðstignar
Krists séu alvcg komnir í mát. Ilér sé guðdómur Krists tekinn svo
skýrt fram, að nú sé ekkert undanfæri annað, en að j ita hann. En
ef að vér Iesum dálítið lengra, þá sjáum vér hvernig að í þessu ligg-
ur, þvi að í næsta vessi fer Páll að útskýra þetta. llann segir :
“þú elskaðir rcttindin, þess vegna hefir guð, þinn guð, s i urt þig
með glcðinnar viðsmjöri fram ylir þína jafningja.” Guðdómur
Krists er þá, eftir orðum Páls, í þvi fólginn, að hann er fremri öll-
um öðrum mönnum. Að segja, að guð faðirinn, upphaíið ináttur-
inn, sé jafningi manna, það er að niðurlægja guð, það ekki einung-