Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 6

Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 6
166 — is eyðileggur guðstign Krists, heldur eyðileggur það sjálfa tign guð- dömsins. Skepnan getur ald'-ei verið hið sama og skaparinn, hún getur aldrei verið jafningi þess sem skóp iiana. Þetta sýnir einmitt, að Páli hefir haft hina sömu hugmynd og lagt hina sömu þýðingu í orðið “guð,” sem Kristur sjálfur, að það tákni þá menn, sem guðs orð er taiað til, eða sem eru innblásnir af guðs anda. IX. Enn segir Páll (Tit. 3) “skipun guðs, vors frelsara.” 0g segja klerkar að þetta eigi við guðdóm Krists. 9. Þetta er mjög vafasamt, því að einmitt rétt á undan, í 1., 1., aðgreinir postulinn þá guð og Jesúm Krist. Hann segist vera þjónn guðs og postuli Krists, og í næsta vessi á eftir aðgreinir hann þá enn aftur, og gerir mun á “guði föður” og “drottni Jesúen orðið drottinn vitum vér að þýðir hið sama og hcrra, en ekki guð. X. Þá halda klerkar því fram, að ritningin segi, að Ivristur liafi verið skaparinn. — í fyrstu bók Mós, 1. l>ap cr sagt, að guð liaft skapað himin og jörð. En nú segir Jóh. 1, 3, að “allir hlutir séu fyrir það (orðið) gerðir, og án þess sé ekkert til orðið, sem til sé.” (Orðið segja þeir að só sama og Kristur). — Enn segir Jóh., 1, 10, að “heimurinn hafi verið fyrir það (orðið, cða Jcsúm Krist) gcrður.” Og Páll segir (Ilebr. 1, 2) “til vor talað fyrir soninn, sem hann setti erfingja allra liluta, fyrir hvern hann og liefir skapað heiminn.” Og í Kól. 1, 16, því að “fyrir liann er alt skapað sem er á himni og jörðu.” 0g svo herða þeir á þessu með því, að koma með staðinn 5. Mós., 6, 4 : “Heyr þú, ísrael! Drottinn vor guð er sá einasti guð.” 10. Þessar sannanir klerka eru æði veigalitlar þegar að ergáð Að minsta kosti hafa þær týnt innblæstrinum á leiðinni, cr þær voru að breytast og verða íslenzkar, því aðfyrst og fremst.er það, að orð- ið “fyrir” getur þýtt: handa, og þá væri það : allur heimurinn var skapaður handa Ivristi; nú segjum vér vanalega, að heimurinn hafi skapaður verið handa manninum, handa Jóni og Jónasi, Pétri og Páli. En þar fyrir kemur oss ekki til hugar að leggja þá þýðinguí það, að þeir séu guðir Jón eða Jónas, Pétur eða Páll. En það er annað við þetta. Að segja að Kristur sé guð, skap- arinn, er svo mikil hugsunarvilla, að það gerir alla menn að vit- firringum, sem lialda því fram. Ritningín segir, að Kristur liafi fyrst orðið til, þegar heilagur andi yfirskygði Maríu, þá var hann getinn, áður var hann því ekki til. Að segja nú, að sá sem ekki er til, skapi alt sem til er, og þar á meðal sjálfan sig, er svo mikil endi- leysa, að ef rétt væri, ættu þeir sem fyrst að vera hneptir á vitskertra

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.