Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 7

Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 7
— 167 — hús, sem því halda fram. Þa3 er ekki að yita npp á hverju þeir kunna að taka. Margir skoða þetta sem svo meinlausa vitleysu, að það taki því ekki, það verði að lofa þeim að hringla lausum, meðan þeir geri eklci meiri skaða. En það er að gæta að þvi, að þeir kunna að fylla ösjálfstæða aumingja þessari guðdómlegu speki sinni, sem þeir kalla, og svo gengur þessi endileysa íættir mannfram afmanni og einlægt verður sonurinn hálfu vitlausari, en faðirinn vav. Þetta magnast eins og hvað annað. Það er sjúkdómur, sem of lengi heflr verið leyft að magnast, og gera mennina heimska. XL Enn lcoma þeir með það, or Jesús er látinn segja (Jóh. 5, 18) “að Gyðingar liafl viljað ráða hann af dögum af því hann kall- aði guð föður sinn og gerði sig sjálfan guði jafnan.” 11, Ef að á að fara að kalla þá alla guði, sem kalla guð föður sinn, þá fara þeir nú að fjölga guðirnir, því að allir kristnir menn kalla guð föður sinn, og heiðingjar kalla oft guð þann, sem þeir trúa á, föður sinn. En engum kemur til hugar að hugsa, að þeir sjálflr séu guðir. En þar sem Kristur á að gera sig jafnan guði, þá þekkj- um vér þó allir orð hans: “Faðirinn er mér meiri” (Jóh. 14, 28). XII. Og svo þetta hjá Jóh. 12, 45 : “Sá sem sér mig, hann sér þann er mig sendi.” 12. Þessi staður fellur fyrir öðrum : “Enginn maður lieflr nokkru sinni guð séð” (Jóh. 1, 18). ÓDAUÐLEIKI SÁLARINNAR. Nú á dögum hallast fjöldi hinna hugsandi manna mest að trú- skoðun þeirri, som byggir trúna á annað lifá sambandi mannlíís- ins og iiins eilífa skapandi anda. Menn iialda því fram, að ef að öllu væri iokið við dauðann, þá væri líf mannsins a jörðunni þýð- ingarlaust, þá væri settnr siagbrandur fyrir framfarir mannsandans, þá væi'i hcftur bæði andlegur og siðferðislegur þroski mannsins. Þessvegna getur það ekki verið, að líf mannsins endi við gröfina. Alt mannlífið væri þá að cins lrið grimmasta háð. Það væri loku skotið fyrir það, að hver einstakur maður næði þeim andlegum og siðferðislegum þroska, sem lif hans hér bendir á, að hann eigi að ná. Réttlætinu yrði ekki fullnægt. Vcr sjáum það svo oft og iðuglega, að ír.e.m ganga svo í gröf sina, að þeir verða að liggja undir himin- hrópandi ranglæti, og ekkert getur réttlætt þær kvaliiy þá sorg, þá

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.