Dagsbrún - 01.11.1895, Qupperneq 8

Dagsbrún - 01.11.1895, Qupperneq 8
— 168 — eymd, þá gremju, þá skerandi angist, þau blöðugu tár, sem mann- líflð pressar af þeim, nema þeir eigi að fá umbun í öðru lífi, eins og ekkert getur réttlætt það, þegar menn stundum ala aldur sinn að ö- sekju í svikum og lygi, í kúgun og harðstjórn, spillandi velferð allra sem þeir ná til, eitrandi líf þeirra, kveljandi og pínandi bæði líkama og sál, og eru svo hróðugir og hlæjandi yflr öllu saman; ekkert get- ur réttlætt þetta ástand, ncma það, að til sé annað lif, þar sem hinn rangláti f'ái sína hegningu og venjist af sínum vondu og ranglátu vegum. Svo framarlega, sem því hugmyndin um réttlæti og kærleika sé til í hjörtum vorum, svo framarlega, sem hún er til í einu einasta mannshjarta, þá bcndir þessi hin sama hugmvnd oss yflr um á land- ið ókunna, í heiminn andlega, þar sem réttlætið verður fyllra, þar sem gráturinn verður minni, þar sem dygðin verður fullkomnari, ekki einungis fullkomnari í hugmynd sinni hcldur betur uppfylt í mannlifinu. A þetta bendir hin eilífa ósegjanlega þrá mannlegs anda, þráin eftir meira réttlæti, meiri kærleika, þráin, að elska meira og elska lengur, elslca heitara, en mönnum gefst færi á í þessu lífl, þráin, að vera þar með ástvinum sinum, þráin eftir þvi, að þeir nái rétti sín- um, þegar þeim heflr verið misboðið hér og líf þeirra eyðilagt, um lengii eða skemmri tíma. Á þetta bendir enn þráin eftir fegurð- inni, sem aldrei verður södd i lífi þessu, þráin eftir sannleikanum, sem einlægt vex meira og meira cftir því. sem augu manna opnast fyrir nýjum sannindum, þráin til hins góða, sem einnig vex einlægt þvi meira, sem menn leitast við að fullnægja henni. Á það bendir alt þetta hungur sálarinnar, sem einlægt fer vaxandi eftir því, scm maðurinn verður vitrari, betri cg fullkomnari. Væri þetta ekki svo, væri ekki þessi von annars lífs, þá væri ranglæti heims þessa sannarlega blóðugt, öll sú farsæld og ánægja, sem til er í heiminum gæti ekki réttlætt einn tíunda ekki einn hundraðasta, ekki einn þúsundasta hluta af rangindum þeim, böli og mæðu, sem menn verða við að búa, sem heimurinn hefir þegar tekið út, sem liann á eftir að taka út um ókomnar aldir. Saklaus kemur maður inn í heiminn, ósjálfráður, án þess að liafa óskað eftir því, sekur kvalinn og píndur fer hann 'úr honum. Þetta getur ekk- ert réttlætt, nema annað líf, nema framlialdandi fullkomnun og þroski í öllu, sefn gott er og satt og fagurt og elskulegt, framhald- andi íullkomnun í öllu þessu, fyrir hvern cinstakan mann, er það eina, sem getur réttlætt bölið og mæðuna, og tárin og andvörpin í lieimi þessum.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.